Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 23 FORSÍÐUGREIN • GESTUR JÓNSSON góðir vinir. Við höfðum reyndar vitað af hvor öðrum frá því að við vorum pattar og fórum snemma að keppa hvor við annan. Við Jón höfum báðir mjög gaman af að tefla og það er ekki nokkur leið að halda tölu á öllum þeim skákum sem við höfum teflt saman um ævina. Þær teljast örugglega í þúsundum,“ sagði Gestur. Gestur útskrifaðist úr eðlisfræðideild Menntaskólans við Hamrahlíð og að eigin sögn langaði hann að læra verk- fræði eða læknisfræði en hélt sig síst af öllu langa í lögfræði. „Pabbi er lögfræðingur og ég ólst upp við að fólk spurði mig hvort ég ætlaði að verða lögfræðingur og fara út í pólitík eins og hann. Ég hélt nú ekki, ég ætlaði að gera eitthvað allt annað. Ég passaði upp á að halda öllum dyrum opnum með því að taka alla þá stærðfræði og eðlisfræði sem var í boði og gekk það alveg þokkalega. Í minning- unni er það þannig að þegar ég var á leiðinni upp í háskóla til að skrá mig í nám var ég ekki enn búinn að gera það upp við mig hvort ég ætlaði í verkfræði eða læknisfræði. Af hverju ég skrif- aði lögfræði á umsóknina veit ég ekki en eitt er víst að ég hef ekki iðrast þess. Kannski var það þannig að ég ætlaði mér alltaf í lögfræði án þess að vilja viðurkenna það,“ segir Gestur. Gestur kynntist Margréti Geirsdóttur, eiginkonu sinni, þegar hann var á öðru ári í Menntaskólanum við Hamra- hlíð og hún kom inn sem nýnemi í skólann. Margrét og Gestur eiga fjögur börn. Hólmfríður er elst, fædd árið 1972, Geir er fæddur 1978, Jón Skafti 1981 og yngstur er Árni, fæddur 1989. Jón Skaftason, faðir Gests, sat á Alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn og Gestur gekk í Framsóknarflokkinn sem ungur maður. Gestur var einnig virkur í háskólapólitíkinni og sat m.a. í stjórn stúdentafélagsins og í stúdentaráði fyrir Verðandi. Skipaður verjandi Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu „Námið í lögfræði gekk vel og ég útskrifaðist ásamt rúmlega tutt- ugu öðrum sem lögfræðingur árið 1975 en það þætti ekki stór árgangur í dag. Að náminu loknu fór ég að leita mér að vinnu en enginn vildi ráða mig svo að ég setti bara upp eigin praxís eins og Tómas Guðmundsson forðum. Gestur er formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og spilaði golf í Grafarholti með Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, þegar hann kom til Íslands sl. haust í tilefni af 100 ára afmæli Símans. Elstur fjögurra systkina Gestur er fæddur á Seyðisfirði 27. október 1950. Foreldrar hans eru Jón Skaftason, fyrrverandi alþingismaður og sýslumaður í Reykjavík, og Hólmfríður Gestsdóttir húsfrú. Gestur er elstur fjögurra systkina. Þau eru Helga, bæj- arstjóri í Fjarðabyggð, Skafti sem starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Gunnar lögmaður sem starfar með Gesti. Nafn: Gestur Jónsson. Fæddur: 27. október 1950. Maki: Margrét Geirsdóttir bóka- safnsfræðingur. Börn: Hólmfríður fædd 1972, Geir fæddur 1978, Jón Skafti fæddur 1981 og Árni fæddur 1989. Menntun: Lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Starf: Hæstaréttarlögmaður, formaður landskjörstjórnar, úrskurðarnefndar lögmanna og Golfklúbbs Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.