Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 25 FORSÍÐUGREIN • GESTUR JÓNSSON ákæruliðum á hendur honum var ýmist vísað frá dómi eða hann sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Saksóknarinn hefur kært til Hæstaréttar allt sem kæranlegt var og krefst þess að Hæstiréttur skipi héraðsdómurunum að dæma efnislega um þá liði sem vísað var frá dómi. Málinu er því fjarri lokið ennþá. Þá liggur einnig fyrir að Jón Ásgeir ætlar að áfrýja til Hæstaréttar þeim ákærulið þar sem hann var sakfelldur. Málið á því eftir að fara fyrir Hæstarétt auk þess sem ýmsir aðrir angar þess hafa enn ekki verið leiddir til lykta. Því miður,“ segir Gestur. Þessa dagana segist Gestur einna helst vera að glíma við þreytuna eftir rekstur Baugsmálsins þar sem hann var í réttarsal samfellt í sjö vikur. Hann nefnir þó áhugavert mál þar sem hann situr í matsnefnd sem ákvarða skal hæfilegar bætur til eigenda vatnsréttindanna þar sem virkjað hefur verið við Kárahnjúka. Málflutningur fór fram á Egils- stöðum um miðjan maímánuð. Eigendur vatnsréttindanna krefjast bóta sem nema mörgum tugum milljarða en Lands- virkjun vill greiða fá hundruð milljóna. „Við erum fimm í matsnefndinni og hlutverk okkar er að ákveða hæfilegar bætur fyrir þessi réttindi. Fyrir mig er það alltaf áhugavert að sitja dómaramegin í máli. Ég skynja þar vel mikilvægi þess að lögmenn undirbúi mál sín vandlega og flytji þau af kunnáttu og á málefnalegum grunni,“ segir Gestur. Annars segist hann reyna að nýta hlé á Baugsmálinu til þess að grynnka á öðrum verkefnum sem orðið hafi að bíða. Flest séu gerólík Baugsmálinu enda eðli lögmanns- starfsins að verkefnin séu af margvíslegum toga. Í venjulegri lögmennsku sé verið að vinna að mörgum málum í einu og undantekning að lenda í verkefni eins og Baugsmálinu sem taki allan tíma og orku í marga mánuði og jafnvel ár. mál gegnum árin og lífsviðhorf okkar svipuð. Við vorum samstíga í pólitík sem ungir menn og Gestur oft mjög heitur í þeim málum á sínum yngri árum. Við ólumst upp á Bítlatímanum og kynntumst konum okkar á svipuðum tíma. Skemmtum okkur mikið saman og böllin og partíin voru oft fjörleg. Gestur hefur alltaf verið fróðleiksfús og um tíma sökktum við okkur af miklum krafti niður í landafræði og ýmsan annan fróðleik. Gestur er næstum alltaf í góðu skapi enda vinsæll og vinmargur og ég man sjaldan eftir að hafa séð hann reiðast. Honum getur að vísu sárnað sé sagt eitthvað um hann eða haft eftir honum vitlaust en hann fer vel með það og leynir því vel. Sem strákar tókum við þátt í leiklist- arstarfsemi, lékum saman í leikriti í barna- skóla og settum sjálfir upp leikrit. Gestur var ágætur leikari og ég tel að það hafi komið honum vel sem málaflutningsmanni seinna á ævinni. Eina skiptið sem ég hef séð Gest reiðast verulega var í tengslum við leiksýningu sem við settum upp. Gestur lék tröll og var klæddur í svartan stakk. Bróðir minn, sem var fjögurra ára, lék dverg sem átti að svæfa tröllið með því að snerta það. Á sýningunni voru nokkrir eldri strákar sem ætluðu sér að hleypa upp sýningunni og þeir mana bróður minn í að ganga hart á tröllið og hann sló full fast til Gests. Gesti var gjarnt að fá blóðnasir á þessum tíma og það skipti engum að blóðið fór að fossa úr nefinu á honum. Að vonum undi hann þessu mjög illa og rauk út af sviðinu og hljóp á eftir strákunum ataður í blóð og sýningin fór úr um þúfur,“ sagði Eiríkur Tómasson próf- essor. Ragnar H. Hall: Greindur og úrræðagóður „Við Gestur erum skólabræður úr lagadeild og höfum rekið saman lögmannsstofu í 15 ár þannig að við höfum átt mjög náin samskipti bæði í vinnu og sem persónu- legir vinir,“ sagði Ragnar H. Hall hæstarétt- arlögmaður. ,,Í stuttu máli myndir ég lýsa Gesti sem afar traustum og fjölhæfum. Hann hefur marga góða kosti en er að sjálfsögðu ekki gallalaus frekar en aðrir. Helstu kostir hans eru hversu greindur hann er og fljótur að setja sig inn í ólík mál og finna lausnir á þeim. Hann er mjög fljótur að greina vandann í stöðunni og er einstaklega talnaglöggur. Gestur hefur líka hæfileika til að sjá spaugilegu hliðarnar og er bráðskemmtilegur. Mörgum þykir hann frekur og hann getur eflaust verið ráðríkur eins og algengt er með menn sem veljast til forystu þó að ég upplifi hann ekki sem frekan. Gestur getur verið skapmikill en fer vel með það og er fremur rögg- samur og ákveð- inn að mínu mati og þeir eiginleikar hafa nýst honum vel í starfi. Allt sem Gestur tekur sér fyrir hendur vinnur hann af heilum hug og hann hefur til dæmis lyft Grettistaki sem formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Gestur getur verið afskaplega stríðinn og hvatvís. Gott dæmi um það er saklaus stríðni sem Gestur gerði nýútskrifuðum lög- fræðingi sem nýlega hóf störf hjá okkur. Á þorranum var ákveðið að kaupa þorramat í hádeginu sem ungi lögfræðingurinn hafði engan áhuga á að borða og fékk sér því samloku í staðinn. Ungi maðurinn var svo kallaður í símann eitt andartak. Gestur sá sér þar leik á borði og tókst honum að lauma nokkrum góðum hákarlsbitum inn í samlokuna og það kom heldur skrítinn svipur á manninn þegar hann beit í hann. Grikkurinn var ekkert undirbúinn og Gestur tók bara allt í einu upp á þessu sér og okkur hinum til mikillar skemmtunar,“ sagði Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Ragnar H. Hall. Eiríkur Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.