Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 61
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 61 L A X V E I Ð I horfa til golfklúbbanna. Þar eru biðlistar eftir aðild. Fólk fer í jeppaferðir, flúðasiglingar og fjórhjóla- og vélsleðaferðir og menn gera ekki meira en að anna eftirspurninni, ef það tekst þá,“ segir Jón Þór. Gísli bætir því við að markhópurinn hafi greinilega stækkað. Yngra fólk sé farið að sækja í stangaveiðina sem og fjölskyldur og ýmiss konar vina- og hjónaklúbbar. Í umræðunni um aukna spurn eftir veiðileyfum og hátt verð er bönkum og stórfyr- irtækjum gjarnan kennt um að hafa sprengt verðið upp. Gísli og Jón Þór telja það ekki vera nema hluta af skýringunni. „Meirihluti viðskiptavina okkar eru einstaklingar. Fyr- irtæki hafa reyndar tekið til sín töluvert af besta og dýrasta tímanum í ánum en almennir veiðimenn eru einnig að kaupa leyfi á þeim tíma þótt flestir raði sér á ,,axlirnar“ eða veiðitímann fyrir og eftir besta og dýrasta tímabilið.“ Sendum ríkisstjórninni blómvönd ef evran verður tekin upp Erlendir veiðimenn voru löngum þekktir fyrir að sækja í laxveiði á dýrasta veiðitím- anum, en Gísli segir það heyra sögunni til. „Ætli ásókn útlendinga í íslensk laxveiði- leyfi nú um stundir sé ekki best lýst með að líkja henni við það þegar vatni er stökkt á gæs. Þeir hafa hrunið út úr kaupendahópnum eins og vatnið af gæsinni. Það er orðið mjög erfitt að fá erlenda veiðimenn hingað til lands. Við höfum orðið að setja verðskrána fram í evrum, pundum og dollurum þegar við höfum reynt að höfða til erlendra veiðimanna en bæði verðþróunin hér heima sem og þróun gengis íslensku krónunnar hafa valdið því að það gengur illa að fá erlenda veiðimenn til að bíta á agnið. Það eru ekki mörg ár síðan dollarinn stóð í 100 ísl. krónum og þá var verið að selja veiðidaginn með gistingu, fæði og leiðsögu- manni á 1.200 Bandaríkjadali. Miðað við 30% verðhækkun veiðileyfa á þessu tímabili og núverandi gengi Bandaríkjadals verða t.d. bandarískir veiðimenn að reiða fram rúmlega 2400 dali fyrir daginn eða tvöfalt hærra verð en fyrir aðeins nokkrum árum,“ segir Gísli sem getur þess að sennilega yrði Lax ehf. fyrsta fyrirtækið til að senda ríkisstjórn lands- ins blóm ef ákveðið væri að taka upp evru í stað íslensku krónunnar. Þrátt fyrir erfiðleika í markaðssetningu íslenskra laxveiðileyfa erlendis segjast þeir félagar hafa gert mikið til þess að reyna að halda í erlenda viðskiptavini á ársvæðum félagsins og liður í því hafi verið stofnun félagsins Flyfishing Iceland í Bretlandi sem Lax ehf. á að hálfu á móti Peter Rippin sem var starfsmaður Frontiers/ Shackleton um tíu ára skeið. Með þessu nýja félagi er hug- myndin að auka möguleika á því að fá erlenda stanga- veiðimenn hingað, auk þess sem samstarfið við Rippen hefur í för með sér að hægt er að bjóða íslenskum stanga- veiðimönnum fjölbreytta veiðimöguleika erlendis. „Við teljum okkur eiga inni töluverða veiðimöguleika fyrir íslenska veiðimenn erlendis,“ segir Jón Þór. – „Við útvegum veiðileyfi víðs vegar um lönd og þar sem mun ódýrara er orðið að ferðast til útlanda en áður geta menn víða komist í veiði fyrir gott verð og séð heiminn í leiðinni.“ „Ég held að þessu megi jafna við þá breyt- ingu sem varð hér heima þegar veiðin breytt- ist úr því að menn voru að veiða í matinn yfir í hreina afþreyingu. Menn líta orðið á laxveiði og stangaveiði almennt sem afþrey- ingu,“ segir Gísli og bætir við að það sé ekki bara hér á landi sem besti veiðitíminn og bestu veiðimöguleikarnir eru hátt verðlagðir. – „Besti tíminn í bestu rússnesku ánum er ekkert ódýrari fyrir íslenska veiðimenn en bestu veiðileyfin á Íslandi. Annars er erfitt að bera þetta saman. Víða erlendis kosta veiðileyfin sáralítið, en reynslan sýnir að alls staðar gildi það að ódýr veiðileyfi séu ávísun á lélega veiðimöguleika og eftir því sem verðið hækkar sé veiðivonin meiri. Við töldum t.d. að eftir miklu væri að slægjast í veiðimöguleikum á Írlandi en þar má segja að fyrirkomulag veiðanna vinni gegn veiðimönnunum, a.m.k. hvað aflavon varðar. Þar geta landeigendur leyft ótakmörkuðum fjölda manna að veiða fyrir sínu landi. Þessu má líkja við það að 20-30 manna biðröð væri á Eyrinni í Norðurá allt sumarið. Ég er hræddur um að íslenskir veiðimenn myndu fljótlega gefast upp á slíku fyrirkomulagi.“ Við viljum að árnar okkar blómstri Í máli Gísla og Jóns Þórs kemur fram að markmið eigenda Lax ehf. sé ekki endilega það að félagið stækki sem mest. Þeir segjast hafa lagt metnað sinn í að útvega viðskipta- mönnum sínum góð veiðileyfi, reynt að stuðla að því að mönnum líði vel á ársvæðum þeirra og að skila veiðiréttareigendum sem mestum arði. Til að þetta gangi eftir sé ekki nóg að vera með eitt eða tvö veiðisvæði. Pakkinn þurfi að vera stærri. „Við höfum klárlega gengið á framlegð- ina til þess að ná þessu markmiði. Við teljum okkur vera sanngjarna í verðlagningu veiðileyfa og erum óhræddir að láta bera okkur saman við aðra veiðileyfasala í þeim efnum,“ segir Gísli og Jón Þór bætir því við að algjör einhugur ríki meðal eigenda félags- ins um að fara vel með þær náttúruauðlindir sem laxveiðiárnar eru. – „Við viljum að árnar okkar blómstri og verði í betra ástandi þegar við skiljum við þær en þegar við tókum við þeim.“ Eigendur Lax ehf. hafa gert ýmislegt til að vernda ársvæði sín og stuðla að aukinni laxgengd. Búið er að loka efri hluta Laxár í Kjós í verndunarskyni. Stórt ræktunarverk- efni er í gangi í Litlá í Kelduhverfi. Félagið hefur komið að ræktunarstarfi í Vesturdalsá og þar var veiði hætt tímabundið að mestu leyti á kostnað leigutakanna á meðan verið var að kanna ástand árinnar. Keyptur var lax- ateljari með myndavél til þess að hægt væri að glöggva sig betur á ástandinu. Í Sunnudalsá stendur Jóhannes Kristinsson, einn af eig- endum félagsins, að byggingu laxastiga og í Hafralónsá er að hefjast vinna, í samvinnu við veiðifélag árinnar, við að efla búsvæði lax- ins í hliðarám með því að veiða lax og flytja á ónýtt búsvæði ofan ófiskgengra fossa. Sú regla gildir í öllum ám félagsins, utan einni, að einungis er heimilt að drepa tvo smálaxa á dag á hverja dagsstöng. Laxi yfir 70 sm að lengd ber að sleppa lifandi í ána. Undantekn- ing er Úlfarsá (Korpa) þar sem leyfð er veiði á maðk. Útlendingar hafa hrunið út úr kaupendahópnum eins og vatnið af gæsinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.