Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 123

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 123
KOSNINGAR 2007 Beinn sparnaður af að nota frekar metan var því 229,32 kr. pr. 100 km. Það sparar tæplega 23 þús. kr. á ári m.v. 10.000 km akstur. Koldíoxíð (CO2) útblástur metangasvélar við meðaleyðslu er skv. upplýsingum framleiðanda 155 g/km (grömm á kílómetra) en 193 g/km frá samsvarandi bensínvél. Þetta koldíoxíð hefði hvort sem var farið út í andrúmsloftið á sorphaugunum, þannig að nýting þess er hreinn ágóði. Skv. upplýsingum Metan hf., sem vinnur eldsneytið úr urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi er CO2 útblástur 20% minni af metani en bensíni, sem kemur heim við tölur framleiðanda hér að ofan. Af öðrum mengandi útblástursefnum er ávinningurinn þessi, skv. upplýsingum Metan hf.: Kolmónoxíð 74% minna, köfnunarefnisoxíð 36% minna, hærri kolvetni (sót) 60% minna. Metangasi sorphauganna verður að eyða á einhvern hátt. Það sem framleitt er af því í Álfsnesi og ekki fer til sölu á bíla er notað til að framleiða raforku sem fer inn á landsnetið. Vinnuumhverfi ökumanns Touran Ecofuel fæst aðeins handskiptur. Reynslubíllinn var 5 gíra, hefði mátt vera 6 gíra. Vel fer um ökumann og auðvelt að finna góða samstillingu sætis og stýris. Stjórntæki öll við höndina, sæti góð, útsýni ágætt þó útispeglar mættu taka meira svið. Mælaborð með upplýsingatölvu sem stjórnað er með sama sprota og þurrkunum. Rými VW Touran er 5-7 manna bíll. Rými er allgott og mikið um hirslur. Farangursrými lítið ef allar sætaraðir eru í notkun, en gott ef aftasta sætaröð er felld niður. Ekki er hægt að leggja niður sæti til að sofa í bílnum. Aksturseiginleikar Þessi bíll er afar skemmtilegur í akstri, „lifandi“ og frískur. Hægt væri að óska sér sjálfskiptingar en hér fara saman leikandi og ratvís gírskipting og lauflétt kúpling. Vinnslan furðu góð, mun betri en ætla mætti ef aðeins er horft á orkutölur (109 hö., 160 nM frá 3500 sn/mín) og þarflaust að skarka í gírunum. Stýring og rásfesta eins og best verður á kosið og fjöðrun prýðileg. Tiltölulega hljóðlátur bíll. Verð/virði Samþykkt var á síðustu dögum þings í vor var að fella tímabundið niður vörugjöld af bílum sem nota metangas fyrir aðaleldsneyti, en þeir flestir eru dýrari í innkaupi en hefðbundnir bílar. Bíll eins og Touran Ecofuel, sem eftir lækkun kostar aðeins 2.350.000 kr., er kostakaup hvort heldur er fyrir einstakling eða fyrir- tæki, auk þess sem verðlagning á metangasi gerir bílinn hagstæðan í rekstri. Hvort tveggja á við þar sem meginhluti akstursins er innan seilingar við metanstöðina á Ártúnshöfða, en lengra til verður að notast við bensín. Ef aðeins er bensínvél í bílnum er byrjunarverð kr. 2.510.000. Sé bíllinn notaður 7 manna er lítið rými afgangs fyrir farangur. Annað er upp á teningnum þegar hægt er að leggja niður annað aftasta sætið eða bæði. VW Touran er af því byggingarlagi sem sumir vilja kalla „heimilisrútu“ – þ.e. ekki með sama útliti og hefðbundinn fólksbíll með skott. Augað blekkir, því þessi 7 manna bíll er aðeins minni heldur en 5 manna fólksbíllinn Volkswagen Passat, sem flestir þekkja og þykir ekkert sérlega stór. Hann er styttri, mjórri og lægri og hjólahafið er aðeins minna. Hurðir opnast vel og menn setjast beint inn og stíga beint út – þurfa ekki að láta sig síga ofan í sætin né hífa sig upp úr þeim aftur. Fyrir bragðið hafa öku- maður og farþegar líka góða yfirsýn yfir umhverfið. Mælaborð er greinilegt og liggur vel við. Upplýsingatölva bílsins er á góðum stað milli hraða- og snúningshraða- mælis. F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.