Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 129

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 129
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 129 Langvarandi of hár blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir ýmsa sjúkdóma. Má þar nefna t.d. æðakölkun, kransæðastíflu, hjarta- bilun, nýrnabilun og blindu. Háþrýstingur er lúmskur að því leyti að sýnileg einkenni eru fá eða engin nema hann sé því hærri. Blóðþrýstingur telst of hár ef hann er hærri en 140/90 í hvíld en sú tala segir til um þrýsting í slagæðum þegar hjartað slakar á milli tveggja slaga. Ef blóðþrýstingur helst stöðugt ofan við 140 (efri mörk), er mælt með lyfjameðferð til að lækka hann. Sumir telja nóg að léttast til að minnka blóðþrýsting en það eitt dugar ekki til heldur er æskilegt að nota sambland af lyfjameðferð og breyttum lífsstíl. Og lyfja- meðferð veitir ekki afsökun til að sleppa því að hreyfa sig. Streita er eitt af því sem valdið getur háum blóðþrýstingi. Nútímafólk og ekki síst þeir sem stunda umfangsmikil viðskipti og eru undir miklu álagi, þjást gjarnan af lang- vinnum streitueinkennum. Það er freistandi að leita í áfengi eða lyf til að losa um tökin en það er skammvinnur vermir sé ekki tekið varanlega á vandamálinu. Streita er nauðsynleg að vissu marki en í of miklum mæli og langvarandi hefur hún slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna. Einkenni streitunnar geta verið margvísleg; einbeitingarleysi, svefnvandamál, höfuðverkur, meltingartruflanir, breytt mat- arræði og áleitin tilfinning um að ráða ekki við aðstæður. Streitan líður oft hjá þegar streituvaldandi atburður er ekki lengur fyrir hendi en í störfum eins og að ofan er lýst er því ekki að heilsa – álagið er stöðugt. Ekki er alltaf víst að fólk átti sig á ein- kennum streitunnar fyrr en of seint og stundum gengur illa að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að streitan sé farin að taka of mikinn toll. Hægt er að minnka áhrif streitunnar á ýmsa vegu og hér eru nokkur einföld ráð: • Ganga rösklega nokkrum sinnum í viku, a.m.k. 30 mínútur í einu. • Taka frá tíma fyrir sjálfan sig og nota hann. • Einfalda lífið. • Borða reglulega og ekki sleppa úr máltíðum (kók og súkkulaði á hlaupum telst EKKI máltíð). • Eiga áhugamál utan vinnunnar og stunda það. • Setja raunhæf takmörk – reynslan sýnir að heimurinn ferst ekki þó að maður geri ekki allt í einu. • Læra að segja nei. • Deila áhyggjum sínum með öðrum • Búta stór mál niður í smærri. • Ekki byrgja inni reiði – ræða málin og leysa ágreining. Álag er víða gríðarlegt og mjög áberandi hjá þeim sem eru í ábyrgðarstöðu eða ætla sér að ná langt í því starfi sem þeir gegna. Oft er um að ræða tiltölulega ungt fólk sem er í fullri vinnu en er um leið að byggja upp fjölskyldu, eignast húsnæði og jafnvel einnig í námi. Pressan er alls staðar. Það þarf að vera tími fyrir vinina – til að halda matarboð og þiggja, fara í veislur og útilegur eða utanferðir. Það þarf að vera tími til að sinna vinnunni fullkomlega – sem oft kallar á mikla aukavinnu sem ýmist er unnin í vinnunni á kvöldin og um helgar eða heima eftir að nettengingar urðu svo góðar sem þær eru. Það þarf að eiga fullkomið heimili – sem hægt er að sýna í heimsóknum fjölmiðla og ekki dugar að hafa innanborðs annað en það sem er í tísku og viðurkennt. Það þarf að sinna fjölskyldunni vel eða a.m.k. sýna að maður mæti á fótboltamót, foreldrafundi, sé ábyrgðarfullt foreldri sem fylgist vel með barni/börnum og gæti þess að barnið sé alltaf „rétt“ klætt og stundi „réttar” tómstundir. Það þarf að finna tíma til að vera fullkominn félagi, ástmaður/kona, og vera í góðu formi líkamlega. Þetta er gríðarlegt álag og ekki undarlegt þó að einhverjir kikni undan því. Það má vel vera að það sé fortíðarþrá sem veldur því að maður horfir til baka þegar börn fengu að vera börn og leika sér úti í gamalli úlpu og slitnum buxum, mikið þurfti jú að vinna en kröfurnar voru talsvert minni og þá um leið álagið. Það er okkar að snúa þessari þróun við og ákveða hvað á að vera í forgangi. Heilsan og hamingjan, tími með börnunum sem stækka hratt eða of mikla vinnu. Hvað velur þú? Það getur verið erfitt að rata hinn gullna meðalveg hæfilegs álags. Á annan veginn er krafa um að standa sig, vinna meira, kaupa meira, gera meira og á hinn veginn er heilsan sem hótar að fara sína leið ef álaginu linnir ekki. Vandrataður meðalvegur Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi skrifar um heilsu. HEILSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.