Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 104

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 SUMARIÐ ER TÍMINN Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, var í sveit í sjö sumur sem ungur drengur og hafði gaman af að fara á hestbak. Hann tók þátt í smalamennsku og fékk stundum að ríða út um helgar. Síðan þá hefur hestamennskan höfðað til hans. Steinn Logi byrjaði í hestamennsku fyrir alvöru árið 2001 og þá eignaðist hann fyrsta hestinn, Glæsi, sem hann á enn. Síðan þá hafa bæst í hópinn Keli, Venus og Tinni. Steinn Logi segir þá alla vera fína hesta, skemmtilega en hrekklausa. „Það er svo margt sem er heillandi við hesta- mennskuna. Félagsskapurinn í þessu skiptir máli, enda hestamenn upp til hópa skemmtilegt og lífsglatt fólk. Það er frábært að fara í lengri hestaferðir á sumrin en það er líka gaman að stunda þetta á veturna hér í bænum. Það er fín afslöppun að fara upp í hesthús á kvöldin til að gefa, hvort sem maður fer á bak eða ekki. Það er líka frábært að ríða út á veturna, einkum þegar hvítur snjór er yfir og stillt veður í rísandi sól.“ Steinn Logi hefur farið í að minnsta kosti eina viku- ferð árlega – stundum hafa ferðirnar tekið lengri tíma – síðan hann byrjaði í hestamennskunni. „Auk þess ríð ég reglulega út á fjörunum á Snæfellsnesi enda eru hestarnir þar á sumrin. Það er frábært að kynnast land- inu af hestbaki.“ Í sumar er búið að skipuleggja mikla ferð í kringum Tindfjallajökul. „Það verður án efa alveg frábært, enda einstaklega skemmtilegur hópur í ferðinni, mikið hesta- og gleðifólk. Við munum líta við á nokkrum bæjum þar sem fólk úr hópnum eða aðrir vinir og kunningjar eru búnir að koma sér upp myndarlegum býlum. Það mun því ekki væsa um hesta eða menn.“ Vilhjálmur Bjarnason: Að efla sigurviljann Steinn Logi Björnsson: Glæsir, Keli, Venus og Tinni Steinn Logi Björnsson. „Það er svo margt sem er heillandi við hestamennskuna. Félagsskapurinn í þessu skiptir máli, enda hestamenn upp til hópa skemmtilegt og lífsglatt fólk.“ „Ég byrjaði að ganga á Esjuna fyrir fjórum árum,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur á Hagstofunni og aðjunkt í viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands. „Upphaflega var það með hlaupafélögum mínum en á því urðu skil – þau hlupu en ég gekk. Ég hleyp fjórum sinnum í viku 10 til 20 kílómetra í hvert sinn en fjallganga er önnur hreyfing; reynt er á aðra vöðva. Fyrir mig, sem er með of háan blóðþrýsting, er þetta hluti af meðferð.“ Félagar Vilhjálms urðu leiðir á Esjunni og vildu fara á önnur fjöll. „Við reynum að fara á eitt fjall í viku frá því snemma í maí en hættum um miðjan september. Ármannsfell og Hrafnabjörg í Þingvallasveit eru skemmtileg og aðgengileg fjöll og sömuleiðis Hafnarfjall gegnt Borgarnesi.“ Ein skemmtilegasta gangan var á Búlandstind í Berufirði sem Vilhjálmur segir vera mikilfenglegt fjall. Vilhjálmur segir að fjallgöngur styrki sam- bandið milli sálar og líkama. „Það er hægt að efla sigurviljann með því að sigra fjall. Sigurviljinn færist yfir í hið daglega líf.“ Í sumar er stefnan tekin á Hvalfjörðinn en að sögn Vilhjálms eru þar mörg fjöll sem vert er að skoða. Vilhjálmur Bjarnason. „Það er hægt að efla sigurviljann með því að sigra fjall. Sigurviljinn færist yfir í hið daglega líf.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.