Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7
SUMARIÐ ER TÍMINN
Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, var í
sveit í sjö sumur sem ungur drengur og hafði gaman
af að fara á hestbak. Hann tók þátt í smalamennsku
og fékk stundum að ríða út um helgar. Síðan þá hefur
hestamennskan höfðað til hans.
Steinn Logi byrjaði í hestamennsku fyrir alvöru árið
2001 og þá eignaðist hann fyrsta hestinn, Glæsi, sem
hann á enn. Síðan þá hafa bæst í hópinn Keli, Venus
og Tinni. Steinn Logi segir þá alla vera fína hesta,
skemmtilega en hrekklausa.
„Það er svo margt sem er heillandi við hesta-
mennskuna. Félagsskapurinn í þessu skiptir máli, enda
hestamenn upp til hópa skemmtilegt og lífsglatt fólk.
Það er frábært að fara í lengri hestaferðir á sumrin
en það er líka gaman að stunda þetta á veturna hér í
bænum. Það er fín afslöppun að fara upp í hesthús á
kvöldin til að gefa, hvort sem maður fer á bak eða ekki.
Það er líka frábært að ríða út á veturna, einkum þegar
hvítur snjór er yfir og stillt veður í rísandi sól.“
Steinn Logi hefur farið í að minnsta kosti eina viku-
ferð árlega – stundum hafa ferðirnar tekið lengri tíma
– síðan hann byrjaði í hestamennskunni. „Auk þess ríð
ég reglulega út á fjörunum á Snæfellsnesi enda eru
hestarnir þar á sumrin. Það er frábært að kynnast land-
inu af hestbaki.“
Í sumar er búið að skipuleggja mikla ferð í kringum
Tindfjallajökul. „Það verður án efa alveg frábært, enda
einstaklega skemmtilegur hópur í ferðinni, mikið hesta-
og gleðifólk. Við munum líta við á nokkrum bæjum þar
sem fólk úr hópnum eða aðrir vinir og kunningjar eru
búnir að koma sér upp myndarlegum býlum. Það mun
því ekki væsa um hesta eða menn.“
Vilhjálmur Bjarnason:
Að efla sigurviljann
Steinn Logi Björnsson:
Glæsir, Keli, Venus og Tinni
Steinn Logi Björnsson. „Það er svo margt sem er heillandi við hestamennskuna.
Félagsskapurinn í þessu skiptir máli, enda hestamenn upp til hópa skemmtilegt
og lífsglatt fólk.“
„Ég byrjaði að ganga á Esjuna fyrir fjórum árum,“
segir Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur á
Hagstofunni og aðjunkt í viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla Íslands. „Upphaflega var það með
hlaupafélögum mínum en á því urðu skil – þau
hlupu en ég gekk. Ég hleyp fjórum sinnum í viku
10 til 20 kílómetra í hvert sinn en fjallganga er
önnur hreyfing; reynt er á aðra vöðva. Fyrir mig,
sem er með of háan blóðþrýsting, er þetta hluti
af meðferð.“
Félagar Vilhjálms urðu leiðir á Esjunni og vildu
fara á önnur fjöll. „Við reynum að fara á eitt
fjall í viku frá því snemma í maí en hættum um
miðjan september. Ármannsfell og Hrafnabjörg í
Þingvallasveit eru skemmtileg og aðgengileg fjöll
og sömuleiðis Hafnarfjall gegnt Borgarnesi.“
Ein skemmtilegasta gangan var á Búlandstind
í Berufirði sem Vilhjálmur segir vera mikilfenglegt
fjall.
Vilhjálmur segir að fjallgöngur styrki sam-
bandið milli sálar og líkama. „Það er hægt að
efla sigurviljann með því að sigra fjall. Sigurviljinn
færist yfir í hið daglega líf.“
Í sumar er stefnan tekin á Hvalfjörðinn en að
sögn Vilhjálms eru þar mörg fjöll sem vert er að
skoða.
Vilhjálmur Bjarnason. „Það er
hægt að efla sigurviljann með því
að sigra fjall. Sigurviljinn færist
yfir í hið daglega líf.“