Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 29

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 29
D A G B Ó K I N F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 29 Baugur hefði verið að fjölga starfsmönnum sínum í Bretlandi og til stæði að fara í útrás frá Bretlandi til markaða eins og á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Indlandi og Miðausturlöndum, t.d. með Hamleys í Dubaí og Kúveit. 9. maí Ágúst framkvæmda- stjóri Samsons Ágúst H. Leósson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Samsons eignarhalds- félags, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ágúst var áður hjá Trygginga- miðstöðinni. Áður hafði komið fram í fjölmiðlum að Birgir Már Ragnarsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Samsons, hefði hafið störf fyrir Novator Partners LLP í Bretlandi, sem er í eigu Björgólfs Thors. 9. maí Gengi bréfa Sampos lækkar Flestir reka augun í það ef gengi hlutabréfa í fyrirtækjum tekur að lækka eftir að tilkynnt er um góðan hagnað. Þannig var þessu farið hjá finnska trygginga- risanum Sampo, sem Exista á tæpan 16% hlut í. Hagnaður Sampos var 273 milljarðar króna en aðallega var um að ræða söluhagnað vegna sölu fyrirtæk- isins á bankastarfsemi Sampos til Danske Bank og það varð til þess gengið lækkaði lítillega. Ryanair auglýsir nú fargjöld með öllum sköttum. 9. maí Ryanair hættir að auglýsa verð án skatta Mikil gagnrýni hefur verið á flugfélög fyrir að auglýsa ekki flugfargjöld með sköttum og olíugjaldi. Þess vegna kom það skemmtilega á óvart þegar sagt var frá því að írska flugfélagið Ryanair hefði ákveðið að hætta að auglýsa verð á flugferðum án þess að skattur væri innifalinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Evrópusambandið kvartaði undan blekkjandi aðferðum flugfélaga við mark- aðssetningu. Það beindi engu að síður sérstakri athygli sinni að Ryanair þrátt fyrir að mörg flugfélög beiti svipuðum aðferðum við auglýsingar. 9. maí Íslendingar í stuði – en niður samt Segja má að Íslendingar sé í stuði því fram kom í fréttum þennan dag að Ísland væri í hópi samkeppnishæfustu hag- kerfa í heimi samkvæmt nýrri skýrslu IMD viðskiptaháskólans í Lausanne í Sviss. Bandaríkin eru í 1. sæti á lista skólans, Singapúr í 2. sæti, Hong Kong í 3., Lúxemborg í 4., Danmörk í 5., Sviss í 6., Ísland í 7., Holland í 8., Svíþjóð í 9. og Kanada í 10. sæti. Ísland hefur færst niður töfl- una um þrjú sæti en það var í 4. sæti á síðasta ári. Það er helst rakið til þeirrar þenslu sem verið hefur í íslensku efnahagslífi. Bandaríska hag- kerfið hélt 1. sætinu, eins og það hefur gert frá árinu 1994, þrátt fyrir að viðskiptahalli sé þar í methæðum, hagnaður fyrir- tækja sé hátt skattlagður og trú á hæfni stjórnvalda til að ná tökum á opinberum útgjöldum sé ekki mikil. Íslenska hagkerfið er í stuði. 10. maí Keppni um arftaka Buffetts Warren Buffett er sniðugur karl. Hann er goðsögn vest- anhafs sem fjárfestir. En hann er aldr- aður og vill fara að hægja á sér. Leiðin, sem hann velur til að finna arftaka sinn hjá fjár- festingafyrirtækinu Berkshire Hathaway, er hins vegar frum- leg og svo sannarlega í anda Buffetts. Hann hefur ákveðið að efna til keppni um hver eigi möguleika á að hreppa hnossið. Keppnin fer þannig fram að fjórir fjárfestingasér- fræðingar munu fá 5 millj- arða dala, 300 milljarða króna, hver til þess að ávaxta og á sá sem nær mestri ávöxtun möguleika á að setjast í stól Buffetts. Tilkynnt var um keppnina á aðalfundi Berkshire Hathaway og er nánast slegist um að taka þátt. Ágúst H. Leósson. Warren Buffett. 9. maí HAGNAÐUR SPRON JÓKST UM 318% Sagt var frá því að hagnaður SPRON næmi 4.690 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hefði auk- ist um 318% frá sama tímabili á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 54% á ársgrundvelli. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri sagði í tilkynningu að þetta væri næstbesta afkoma SPRON á einum ársfjórðungi í 75 ára sögu fyrirtækisins. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.