Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 26

Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 FORSÍÐUGREIN • GESTUR JÓNSSON Auk þess að vera hæstaréttarlögmaður er Gestur formaður landskjörsstjórnar og hefur verið það í tvö ár, en hefur setið í landskjörsstjórn í sextán ár. Hann var formaður Lögmannafélags Íslands frá 1989 til 1991 og hefur verið formaður úrskurð- arnefndar lögmanna í sjö ár. Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur Gestur hefur verið formaður Golfklúbbs Reykjavíkur frá haust- inu 1998 en klúbburinn er eitt stærsta íþróttafélag landsins með tæplega 2500 félagsmenn og auk þess mörg þúsund korthafa sem hafa aðgang að æfingasvæðum félagsins. Klúbburinn rekur tvo átján holu velli í Reykjavík og tvo minni velli til viðbótar auk æfingasvæðanna. Að sögn Gests er formennskan í golfklúbbnum eitt skemmtilegasta og mest gefandi verkefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur enda er þetta félagsskapur sem fólk sækir sér gleði í. „Golfið hefur verið áhugamál mitt númer eitt, tvö og þrjú undanfarin ár. Því miður byrjaði ég allt of seint að stunda golf og það er með golfið eins og aðrar íþróttir að byrji maður ekki ungur þá nær maður aldrei fullum tökum á íþróttinni þótt maður geti orðið sæmilegur með ástundun og einbeittum vilja. Ég er svo lánsamur að konan mín spilar líka golf og við erum á fullu í þessu saman. Síðari ár höfum við farið saman til útlanda til að spila. Skemmtilegast þykir mér að spila í Skotlandi og Eng- landi enda rætur golfsins í þessum löndum. Við höfum reyndar spilað golf úti um allan heim og alls staðar kynnst frábæru fólki sem okkur hefur liðið vel með. Golfið verður lífsmáti og honum fylgir útivera, hreyfing, ferðalög, félagsskapur og hæfileg keppni. Mér finnst mikil lukka að hafa fallið fyrir golfinu og sé ekki eftir þeim tíma sem ég eyði þar. Enda væri skrítið að sjá eftir því sem skilar manni mestri ánægju. Þótt ég ferðist töluvert get ég ekki sagt að ég hafi gaman af því að ferðast. Ég er svo stór og mikill að flugferðirnar eru hálfgerð pína þegar ég sit í venjulegu sæti. Auk þess finnst mér fátt eins þreytandi og þessi endalausa bið og allt þetta tímafreka eftirlit á flugvöllum sem nú virðist óhjákvæmilegur fylgifiskur flugsins. Mér þykir auðvitað gaman að koma á nýja staði og kynnast nýrri menningu, sérstaklega ef nýr golfvöllur er í grenndinni. Ég hef gaman af því að spila bridge og tefla skák og á auðvelt með að skynja fegurðina í fallegri fléttu. Þá hef ég gaman af stangveiði. Veiðifélagarnir eru að vísu yfirleitt meiri og duglegri veiðimenn en ég og þeir halda því fram að mér finnist best að sofna á árbakkanum en láta þá um veiðarnar og það að er kannski eitthvað til í því. Ég hef einnig mjög gaman af fótbolta og er fæddur stuðningsmaður Manchester United og deili þeim áhuga með sonum mínum. Við feðgarnir hittumst fyrir framan sjónvarpið nánast alltaf þegar United á leik og horfum á þá valta yfir andstæðingana. Svo höfum við skroppið á Old Trafford til þess að upplifa dýrðina þar. Það er aftur á móti Valur sem ég styð hér heima.“ Mynd ársins 2005. Lögmenn og ákærðir gengu saman fylktu liði í Austurstræti í átt til Hérðasdóms Reykjavíkur þegar málið var loks dómtekið 17. ágúst það ár. E kkert dómsmál hefur í annan tíma fengið svo mikla umfjöllun í fjölmiðlum sem Baugsmálið svonefnda. Það er umfangsmesta dómsmál í sögu íslensks viðskiptalífs. Rann- sókn þess hófst árið 2002 og eftir hvorki meira né minna en þriggja ára rannsókn lögreglunnar var það loks dómtekið 17. ágúst árið 2005. Núna er komið fram á mitt ár 2007 og fimm ár frá því rannsókn hófst. Í upphafi voru sex ákærðir. Fjórir þeirra hafa verið sýknaðir að fullu og skipt hefur verið um saksóknara í málinu og er þetta orðið með flóknari málum formlega séð. Í endurákæru voru þrír menn ákærðir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger, sá er fyrst lagði fram kæru í málinu. Hinn 3. maí sl. dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Ásgeir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og Tryggva í níu mánða skilorðsbundið fangelsi. Hafa ber í hug að ákæruvaldið hefur gefið út ákærur í 58 liðum gagnvart Jóni Ásgeiri og hefur hann verið sakfelldur í einu tilviki. Ákæruliðir á hendur Tryggva voru samtals 36 í upphafi og hefur hann verið sakfelldur í fjórum liðum. Hinn 1. júní sl. felldi Hæstiréttur síðan þann dóm að Hér- aðsdómur Reykjavíkur skuli fjalla efnislega um flest þeirra tíu ákæruliða Baugsmálsins sem var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun maí vegna óskýrrar refsiheimildar og galla á ákæru. Þetta mál er því búið að standa yfir í fimm ár og enn sér ekki til lands í því. ÚR RÉTTARSALNUM...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.