Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 K YN N IN G SUMARIÐ ER TÍMINN Mikið er um að fólk komi sér upp veröndum sem teygja sig frá stofudyrum og út í garðinn þar sem menn njóta sól-skinsstunda sumarsins. Margir velja að hellu- eða steinleggja verandirnar, enda eru hellurnar viðhaldsfríar. BM Vallá býður marg- víslegar hellulausnir sem nýtast vel þegar garðurinn er skipulagður og landslagsarkitektar fyrirtækisins veita viðskiptavinum ókeypis ráðleggingar og koma með hugmyndir að garðskipulagi. Úrvalið af steinum og hellum er fjölbreytt hjá BM Vallá og árlega bætast nýjar útgáfur og lausnir í steinaflóru fyrirtækisins. Gunnar Þór Ólafsson forstöðumaður sölu og dreifingar segir að til skamms tíma hafi fólk hrifist mjög af róman- tískum útfærslum og fyrir valinu hafi orðið steinar með gömlu yfirbragði sem minna á gamla evrópska garða. Útlit húsanna væri að breytast, verða einfald- ara og stílhreinna, og það kallaði á annars konar hellur, ferninga og beinar línur og í garðhönnuninni væri jafnvel reynt að velja hellur sem pössuðu við gólfflísar hússins. Margvíslegt hleðsluefni er notað þegar vinna þarf með hæðarmun, t.d. í tengslum við veröndina og ekki síður aðra hluta garðsins. Auðvelt er að fá rétta hleðsluefnið hjá BM Vallá ef leysa þarf slíkan vanda. Garðurinn skipulagður strax Í eina tíð var algengt að frágangur garðsins sæti á hakanum þótt fólk væri löngu flutt inn. Nú er öldin önnur og fólk lýkur við frágang garðsins um leið og húsið sjálft. Þá er gott að leita ráða hjá landslagsarkitektunum sem starfa hjá BM Vallá og fá leiðbeiningar um skipulag og val á hellum og hleðsluefni, garðlýsingu, bekkjum og blómakerum. Í litlu lystihúsi í Fornalundi við Söluskrifstofu fyrirtækisins hitta viðskiptavinir ráðgjafana, þær Áslaugu Katr- ínu Aðalsteinsdóttur og Ingu Rut Gylfadóttur. Koma þarf með teikningu af lóðinni, síðan gefur hönnuðurinn góð ráð, rissar upp garðinn og fólk fær af honum tölvuteikningu. Hún er nánast endanleg vinnuteikning sem auðvelt er að vinna út frá. Gunnar Þór segir að fyrir 10 árum hafi flestir aðeins hellulagt aðkomuna að húsinu en nú sé farið að helluleggja bæði fyrir framan húsið og inni í garðinum. Hellulögnin sé orðin meiri og grasflatirnar að sama skapi minni svo garðvinnan verður auðveldari. „Það er skoðun mín að eftir að menn fóru að nýta sér ráð lands- lagsarkitektanna hafi garðarnir líka orðið fallegri og lausnirnar skemmtilegri.“ Árlega koma nýjar hellutegundir og steinar á markaðinn há BM Vallá. Annað hvert ár er gefin út bók með skemmtilegum hug- myndum og lausnum sem byggjast á framleiðslu fyrirtækisins. Loks má nefna að Fornilundur er sannkallaður hugmyndabanki og unaðs- reitur. Þar getur fólk gengið um og notið gróðurs og garðskipulags þótt það sé ekki endilega í viðskiptahugleiðingum. Steinlagnir í görðum sækja á BM Vallá: Söludeildin hjá BM Vallá er opin frá 8 til 18 virka daga og 9 til 14 á laugardögum. Við- skiptavinir geta fengið allar helstu upplýsingar á www.bmvalla.is. Gunnar Þór Ólafsson, forstöðu- maður hjá BM Vallá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.