Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 72

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 RÓT MENNINGAR Rót menningar byggist á tiltekinni heimsmynd, grunnvið- miðum og grundvallarafstöðu sem er sameiginleg hópnum, jafnvel án þess að hann geri sér grein fyrir því. Þessi grunn- mynd, sem vel að merkja tekur hægfara breytingum, hefur áhrif á allt gildismat innan fyrirtækisins sem svo aftur er ráðandi um túlkun einstaklinganna og hópsins á því sem skiptir máli í stefnu þess. Þannig getur menningin haldið fyrirtækinu í hjólförum í átt sem getur verið önnur en yfir- lýst stefna þess segir fyrir um. Menning í fyrirtæki getur verið allt frá því að vera lokuð og íhaldsöm yfir í það að vera opin og móttækileg fyrir breytingum. Menning í fyr- irtæki tekur mið af starfsumhverfi fyrirtækisins og í uppruna bæði fyrirtækis og starfsfólks. Eitt einkennið í nútímanum er að fyrirtæki stækka og taka stöðugum breytingum vegna samstarfs og samruna. Eins er athafnasvæði fjöl- margra fyrirtækja að stækka og samskiptasviðið er oft á tíðum heimurinn allur. Vegna þessa eru fyrirtæki í dag að glíma við stöðugt stærra svæði og meiri menningarlega fjölbreytni en nokkru sinni áður. Þar sem stefna er alltaf til staðar í allri starfsemi fyrir- tækja má af ofangreindu skilja að afstaðan til þess sem fyrir- tæki vilja vera og vilja verða getur verið mismunandi eftir því hvar er borið niður í starfsemi þeirra. Stefnan verður að miða að því að nýta tækifærin í umhverfinu og skapa tengsl við viðskiptavini, sýna fram á sérstöðu fyrirtækisins og gefa því forskot í samkeppni við önnur fyrirtæki. Öðruvísi verður verðmætasköpun fyrir- tækisins ekki tryggð til lengdar. Stór þáttur í árangursríkum rekstri er viðskiptavitið sem oft er byggt á innsæi og tilfinningu lykilstarfsmanna. Drifkraftur og starfsánægja þeirra skiptir þannig sköpum. Grundvallaratriði í stjórnun er því mannskilningurinn sem er til staðar í fyrirtækinu og sú manngæska sem umvefur það. Þetta er augljóst ef horft er til þekkingarfyrirtækja eða þjónustufyrirtækja. Í slíkum fyrirtækjum er fólkið mikil- vægasta auðlindin og megindrifkrafturinn. Stefna verður ekki árangursrík ef aðeins er unnið ofan frá og niður í fyrirtækinu. Það er nauðsynlegt að hlusta, virkja og vinna með starfsfólkinu, auk þess að fá viðskiptavinina og hags- munaaðilana með í leikinn. Menningin þarf einnig að vinna með fyrirtækinu. Þekk- ingarfyrirtæki og þjónustufyrirtæki þrífast best þegar starfs- fólkið er tilbúið að bjóða sig fram og það er virt að verð- leikum. Sambandið við fólkið í fyrirtækinu og virðingin í samskiptum eigenda, stjórnenda, starfsmanna og við- skiptavina ræður öllu um árangurinn. Góðir stjórnendur eru ekki bara „stjórar“ og „merkisberar“. Þeir þurfa að vera „auðmjúkir þjónar“ þeirra sem þjóna viðskiptavininum. MEGINSTEFNAN - HEILDARSTÖÐUMYND(IR) Stefnan, eins og hér er fjallað um hana, nær utan um alla starfsemi fyrirtækisins á hverjum tíma. Fyrirtæki á sér for- tíð, nútíð og framtíð. Fyrirtækið hefur haft stefnu og setur sér stefnu til framtíðar. Stefnan getur verið óræð eða ljós. Einnig dreifð eða í ákveðnum brennipunkti. Hver stefnan er markast af mörgum þáttum. Umhverfið og starfsemi fyrirtækisins hefur áhrif, stærðin og sam- keppnin, þekking starfsmanna, tæknin og kerfin sem byggt er á, menningin í fyrirtækinu og markmiðin sem sett eru. Ekki síst snýst dæmið um vilja og getu eigenda, stjórnenda og starfsmanna. Til að átta sig á meginstefnunni, bæði stefnunni nú og til framtíðar, er mikilvægt að hugsa um þrennt: 1) Hver er staða fyrirtækisins í rekstrarumhverfinu nú; 2) Hver gæti þessi staða verið; og 3) Hver ætti þessi staða að vera? Til útskýringar má draga upp mynd af stöðunni með verkfæri sem nefna má „heildarstöðumynd“ af fyrirtækinu. Heild- arstöðumyndin sýnir tilvistargrundvöll, starfsgrundvöll og skipan í starfsemi fyrirtækisins. Það getur verið gagnlegt fyrsta skref í stefnumótunar- vinnu að draga fram heildarstöðumyndina af fyrirtækinu nú og jafnframt átta sig á því hvernig þessi mynd hefur verið að þróast fram að því. Þannig má átta sig á stefn- unni sem fyrirtækið hefur fylgt og fá hugmynd um hvert það stefnir. Spurt er hvaðan fyrirtækið komi, þ.e. úr hvaða átt. Einnig hvað fyrirtækið sé og hvert það sé að fara. Grundvallaratriði er að horfa á fyrirtækið í samhengi sínu. Dregin er upp mynd af stöðu fyrirtækisins á þeim mark- aði og í þeirri samkeppni sem það er, sem og öðrum þeim aðstæðum sem það býr við. S T J Ó R N U N Umhverfið Þekkingarfyrirtæki og þjónustufyrirtæki þrífast best þegar starfsfólkið er tilbúið að bjóða sig fram og það er virt að verðleikum. Mynd 2: Verkfæri til að draga upp heildarstöðumynd af fyrirtæki. STEFNAN Tilvistargrundvöllur Starfsgrundvöllur Skipulag - menning Viðskiptaeining A Viðskiptaeining B Viðskiptaeining C © RSS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.