Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Alls eru starfrækt 9 eiginleg bílaumboð á landinu en þar fyrir utan er töluvert um að smærri fyrirtæki og einstaklingar flytji inn bíla og þá aðallega notaða. Hvergi meiri samkeppni Að sögn Egils eru rúmlega 30 bílategundir á markaði hérlendis og í fáum greinum keppi fleiri fyrirtæki um hylli neytenda. Það sé ávísun á mikla samkeppni og hún fari vaxandi, ekki síst nú þegar horfur eru á að verulega dragi úr innflutningi. Því hafi verið spáð að innflutningur á nýjum bílum dragist saman um 25% á þessu ári miðað við metárið í fyrra og að samdrátturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins myndi nema 40-50%. Gert hafi verið ráð fyrir enn meiri samdrætti í innflutningi á notuðum bílum. „Spáin hefur gengið eftir því að sam- dráttur í innflutningi nýrra bíla fyrstu þrjá mánuðina var tæplega 40% eða 3.769 bílar á móti 6.241 á sama tíma í fyrra. Tölurnar fyrir notuðu bílana eru 486 á móti 1002 þannig að samdrátturinn þar er 51,5% á fyrsta ársfjórðungi. Hins vegar hefur geng- isvísitalan styrkst það mikið að undanförnu að farið gæti svo að samdrátturinn á árinu yrði minni en 25%. Við aðstæður sem þessar eykst innflutn- ingur þeirra sem standa til hliðar við bíla- umboðin. Við getum kallað það gráa markaðinn. Þessi innflutningur sveiflast með genginu. Þegar krónan styrkist eykst innflutningurinn en þegar hún veikist þá halda þessir aðilar sig meira til hlés,“ segir Egill. Að sögn Egils er grái markaðurinn ekki nema með lítið brot af innflutningi nýrra bíla, um 1-2% á ári þegar best lætur. Öðru máli gegni hins vegar um innflutning á not- uðum bílum og árið 2005, þegar krónan var sérstaklega sterk, nam innflutningurinn 5.062 bílum. Það svarar til tæplega 20% af heildarbílainnflutningi landsmanna það ár, en árið 2006 féll hlutdeildin í rúm 12% eða í aðeins 2.900 bíla. Því hefur lengi verið haldið fram að bílainnflutningur smærri fyrirtækja og ein- staklinga sé eigendum bílaumboðanna sér- stakur þyrnir í augum. Egill segir það ekki alls kostar rétt en bendir á að ýmis mistök séu gerð í þessum viðskiptum. Menn hafi keypt notaða bíla erlendis, nánast óséða, og engin ábyrgð fylgi bílunum nema frá söluaðilunum ytra. Þann rétt geti reynst torvelt að sækja enda eigi kaupendur bílanna engan rétt á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. „Ég er ekki að segja að bílar, sem fluttir eru inn notaðir frá útlöndum, séu upp til hópa gallagripir. Því fer fjarri, en árlega leita til okkar allmargir eigendur innf luttra , notaðra bíla vegna bilana. Við leggjum okkur fram við að veita þeim viðgerðar- og varahlutaþjónustu en ábyrgð á göllum liggur hjá hinum erlenda sölu- aðila nákvæmlega eins og ábyrgð á göllum í bílum, sem við seljum, liggur hjá okkur,“ segir Egill. Bílaflotinn og gróðurhúsaáhrifin Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil umræða hefur orðið um hlýnun lofts- lags á undanförnum árum og þá vá sem flestir telja að steðji að heimsbyggðinni á komandi áratugum og öldum vegna losunar svokallaðra gróðurhúsalofttegunda, s.s. kol- tvísýrings, út í andrúmsloftið. Því hefur verið haldið fram að til að vega upp á móti útblæstri frá bílum, fiskiskipum og stóriðju hérlendis dugi engin vettlingatök ef standa eigi við þær skuldbindingar sem Íslendingar undirgengust með Kyoto-sátt- málanum. Fram kemur á heimasíðu Kolviðarátaksins svokallaða að bílaflotinn á Íslandi einn og sér losi 750 þúsund tonn af koltvísýringi (CO2) á ári og til að vega upp á móti þeirri losun þurfi að planta 7 milljónum trjáa árlega. Egill hefur lagt áherslu á að leiðir til lausnar byggi á skynsemi og séu raunhæfar. Hefur hann m.a. talað fyrir því að draga úr skattlagningu á bílum almennt og hvetja þannig til hraðari endurnýjunar í sparneyt- nari og öruggari bílum sem menga minna. Í staðinn verði gjaldtakan færð yfir á notkun jarðefnaeldsneytis, bensíns eða dísilolíu, því að þar liggur rót vandans. Þá væri sömuleiðis fullrar sanngirni gætt því að þá myndu þeir borga sem menga. Það myndi breyta við- horfi fólks sem yrði til að draga úr notkun mengandi jarðefnaeldsneytis og auka notkun á endurnýjanlegu eldsneyti sem með þessu móti yrði ódýrara en hefðbundið eldsneyti. „Á það skal sérstaklega bent, sem er mjög mikilvægt, að þessi til- laga hyglar ekki neinni tækni og eykur því sam- keppni, ræðst á rót vand- ans og tryggir að lausnin muni á endanum byggja á bestu og hagkvæmustu tækninni.“ Samhliða þessari til- lögu hefur Egill einnig bent á möguleika þess að auka framleiðslu og notkun svonefnds lífeldsneytis í stað hefð- bundins jarðefnaeldsneytis. Egill telur ýmis tormerki á því að orkugjafar eins og vetni og metangas verði almennt notaðir í náinni framtíð en öðru máli gegni um líf-dísil og líf-etanól, notkun slíkra orkugjafa fer ört vaxandi. Á bloggsíðunni „Vangaveltur Egils“ á heimasíðu Brimborgar kemur fram að fyrir- tækið geti nú þegar hafið innflutning á fimm gerðum bíla, sem nýtt geta líf-etanól, og á næsta ári geti menn valið úr allt að 11 gerðum slíkra bíla hjá Brimborg. „Það er verið að búa til eldsneyti úr ýmiss konar lífmassa og nægir í því sambandi að nefna korntegundir, lúpínu, soja og repjufræ. Valið stendur um það hvaða kostir eru heppilegastir með tilliti til orkunýtingar. Að mínu mati blasir við verulegur vandi ef ekkert verður gert í alvöru til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Flestir vís- indamenn eru sammála um vandann og telja að með því að þróa nýja, vistvæna orkugjafa sé raunhæft að draga megi úr notkun jarð- efnaeldsneytis og þar með losun umræddra gróðurhúsalofttegunda. Við hjá Brimborg stöndum frammi fyrir þremur kostum. Við getum streist á móti, setið hjá eða stutt við þá þróun sem er hafin. E G I L L Í B R I M B O R G „Það má segja að ég hafi sannfærst um kosti þessarar leiðar, þ.e. líf-eldsneytis, þegar ég komst að því að enginn orkugjafi er fullkominn og m.a.s. jarðgufuborholur á Íslandi gefa frá sér koltvísýring.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.