Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 FORSÍÐUGREIN • GESTUR JÓNSSON Mál atvikuðust þannig að Ragnar Tómasson lögmaður, sem rak stóra fasteignasölu, bauð mér skrifstofuaðstöðu þar sem hann var með fasteignasöluna gegn því að ég ynni fyrir hann í klukkutíma á dag. Ég tók því. Ég var því 24 ára gamall þegar ég hóf lögmannsstörf og er enn að,“ segir Gestur. Gestur var skipaður verjandi Jóns Ásgeirs í Baugsmálinu og hann segir að því verkefni hafi fylgt gríðarlega mikil vinna. „Málið hefur nánast gleypt allan minn tíma undanfarin tvö til þrjú ár. Verkefni af slíkri stærðargráðu er þess eðlis að það er einum manni ofviða og því hef ég unnið að vörninni með mörgum öðrum lögmönnum og við höfum þurft að leita mikillar sérfræðiaðstoðar á öðrum sviðum sérstaklega frá endurskoðendum og tölvumönnum. Þetta er frábær hópur sem hefur unnið vel saman enda erum við sannfærð um réttmæti þess málsstaðar sem okkur er treyst fyrir. Þjóðin þekkir gang Baugsmálsins þótt flestir hafi tapað þræðinum. Fyrst var gefin út ákæra í 40 liðum. Þegar upp var staðið hafði 32 verið vísað frá dómi en þeir átta liðir sem fengu efnislega með- ferð enduðu allir með sýknudómi. Í annarri umferð málsins var gefin út ákæra í 19 liðum. Þeim fyrsta og alvarlegasta var fljótlega vísað frá héraðsdómi og sú ákvörðun síðar staðfest í Hæstarétti. Dæmt var um þá 18 ákæruliði sem þá stóðu eftir í héraðsdómi 3. maí síðastliðinn. Þegar upp var staðið var Jón Ásgeir sakfelldur í einum ákærulið en öðrum Jón Gunnar Ottósson: Þúsund skáka einvígi Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúru- fræðistofnunar Íslands og vinur Gests, sagði að þeir Gestur hefðu fyrst hist í afmæli hjá sameiginlegum vini þegar þeir voru ellefu eða tólf ára. „Vinátta okkar hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en við komum saman í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Við höfum báðir mjög gaman af að tefla og spila og höfðum það fyrir reglu að tefla þúsund skáka einvígi á hverjum vetri á meðan við vorum í menntaskóla og mig minnir að þær hafi farið upp í tvö þúsund einn veturinn. Einu sinni hittumst við meira að segja á aðfangadagskvöld og tefldum alla nóttina. Gestur er gríðarlegur keppnismaður og góður í flestu því sem hann tekur sér fyrir hendur enda á hann það til að vera tapsár. Gestur er mikill fjölskyldumaður, opinn og mikil félagsvera. Hann er einstakur að því leyti hvað hann er gegnheill og heiðarlegur og það er eitt af því sem ég virði mikið í fari hans. Gestur er traustur og góður vinum sínum og vinskapur okkar hefur haldist þrátt fyrir að stundum hafi liðið margir mánuðir og jafnvel ár þar sem við höfum ekki hist. Vinátta okkar hefur styrkst í seinni tíð og við erum aftur farnir að leika okkur saman til dæmis við veiði og hann er alltaf að reyna að plata mig í golf. Það vita líklega fáir að Gestur er mjög stríðinn og stríðnin hefur stundum verið dálítið miskunnarlaus. Ég minnist þess að einu sinni þegar við vorum sextán ára var mér boðið heim til hans í mat og það var kjötsúpa í matinn. Kjötsúpa var á þeim tíma besti matur sem ég fékk en Gestur sagði móður sinni að mér þætti hún hræðilega vond. Mamma hans setti því lítið á disk- inn til að hlífa mér og það var alveg sama hvað ég sagði því hún trúði Gesti og hélt að ég væri bara að reyna að vera kurteis. Þarna sat ég því og fékk nánast ekkert að borða þrátt fyrir að þetta væri uppáhalds- maturinn minn og Gestur skemmti sér konunglega. Ég kann svo sem ýmsar fleiri og meira krassandi sögur um hann en finnst ekki viðeigandi að hafa þær eftir hér,“ sagði Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Eiríkur Tómasson: Gestur stóð á bak við allt saman „Ég er búinn að þekkja Gest frá því að við vorum sjö ára,“ sagði Eiríkur Tómasson, próf- essor við lagadeild Háskóla Íslands. ,,Við kynntumst í barnaskóla og vorum saman í skóla þar til við lukum prófi í lögfræði. Leiðir skildu um tíma í menntaskóla þar sem við tókum mismunandi brautir en við höfum alltaf haldið vinskap. Ég tel mig því þekkja hann vel. Gestur er fyrst og fremst skarp- greindur og hefur farsælar gáfur. Hann leysir því öll verkefni sem hann tekur að sér fram- úrskarandi vel. Hann getur verið hræðilega stríðinn. Við vorum til dæmis einu sinni saman í andaglasi og þar fékk ég fremur óþægilegar upplýsingar sem komu illa á mig og höfðu slæm áhrif á mig á tímabili. Síðar kom svo í ljós að það var Gestur sem stóð á bak við allt saman. Við höfum átt mörg sameiginleg áhuga- S AG T U M G ES T JÓ N S S O N Í minningunni voru uppvaxtarárin í Kópavogi frábær tími og lífið einn samfelldur leikur. Þarna voru rosalega margir krakkar og opin svæði úti um allt þar sem spilaður var fótbolti eða eitthvað brallað. Jón Gunnar Ottósson. Eiríkur Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.