Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 68
KYNNING68 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Míla er nýtt fyrirtæki sem byggir á aldargamalli starfsemi fjarskiptanets Símans. Starfsemi fyrirtækisins hefur lagt grunn að öllum fjarskiptum á Íslandi, en fyrirtækið var nýlega skilið frá annarri starfsemi Símans og er í eigu Skipta ehf. Markhópur Mílu eru fjarskiptafyrirtæki, ljósvakamiðlar og upplýs- ingatæknifyrirtæki í Norður-Evrópu. „Míla byggir upp og rekur fullkomnasta fjarskiptanet á Íslandi, en önnur fjarskiptafyrirtæki tengjast þessu neti í gegnum mismun- andi lausnir,“ segir Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu. „Undir merkjum Mílu er fullkomið koparkerfi og ljósleiðara- og örbylgju- kerfi sem nær um allt land, en Míla selur vörur sínar í heildsölu til fyrirtækja sem eru með fjarskiptaleyfi.“ Míla sérhæfir sig einnig í rekstri og ráðgjöf vegna fjarskiptakerfa, aðstöðuleigu fyrir upplýsingatækni og ýmsa þjónustu við dreifikerfi, en fjarskiptakerfi Mílu er mjög öflugt og fjölþætt og byggist upp á aðgangsneti og stofnneti en auk þess á alþjóðaneti og breiðbandi. „Kerfi Mílu má líkja við þjóðbraut fjarskipta fyrir talsíma, gsm- síma, gagnaflutninga, sjónvarp og útvarp annarra fyrirtækja,“ segir Páll. Áttavitinn og framtíðarstefna Mílu Míla mótar stefnu sína í gegnum áttavita, sem tekur til framtíðarsýnar, markhópa, loforða, gilda, mark- miða, þjónustu, persónuleika, nafns og staðsetningar fyrirtækisins á markaði. Framtíðarstefna Mílu er grundvölluð á áttavitanum, svo þarfir og óskir við- skiptavina séu ávallt í fyrirrúmi. „Við vonumst til þess að Míla verði mikils metinn viðskiptafélagi í fjar- skiptum. Saman skilgreinum við þarfir viðskiptavinarins og beitum sérfræði- þekkingu okkar til að veita góða þjón- ustu og aðlagast þörfum viðskiptavina okkar,“ segir Páll. Grunngildi Mílu „Fyrirtækjamenning fyrirtækisins byggist á virðingu, forystu og trausti. Við berum virðingu fyrir hvert öðru, viðskiptavinum okkar og öllu umhverfi, en virðing felur í sér svo margt annað, eins og heilindi, þjónustulipurð, gott viðmót og eldmóð,“ segir Páll. „Forysta í fjarskiptum er eitt af grunngildum Mílu, enda hefur það fylgt starfsmönnum fyrirtækisins að vilja ávallt vera í fararbroddi í flutningi á gögnum og nota til þess bestu tækni sem völ er á.“ Hann bætir við að þessi forysta byggist á mikilli þekkingu og reynslu innan fyrirtækisins. „Traust er jafnframt órjúfanlegur hluti ímyndar Mílu en þjóðin hefur í um 100 ár treyst sérfræðingum Mílu fyrir öllum sínum fjar- skiptum. Traust á sér sterkar rætur í menningu Símans og mun Míla taka með sér það grunngildi og halda því á lofti til framtíðar.“ Nafn og merki Mílu Tákn Mílu minnir á snúinn kapal og hring- formið vísar til dreifingar um allt land. Hraði og hreyfing er yfir tákninu og letrinu sem er sérstaklega teiknað fyrir Mílu. „Nafnið Míla er einfalt og fallegt alíslenskt nafn, en orðið er fyrst og fremst notað yfir mælieiningu, bæði á Íslandi og víða erlendis. Upphaflega var míla skilgreind sem vegalengdin sem rómversk her- deild (latína legio, legíón í nútímamálum) gat marserað í þúsund skrefum. Sú vegalengd var um 1500 metrar. Ein ensk míla er 1,6 kíló- metrar, en það vísar til þess að fyrirtækið ætli sér að ná lengra,“ segir Páll brosandi og bætir við að einnig geti nafnið vísað til þess að starfsmenn fyrir- tækisins séu sveigjanlegir og tilbúnir að ganga míluna lengra en ætlast er til. Markmið Mílu Míla stefnir að því að hafa frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini. Starfsmenn vinna með öguðum vinnubrögðum, eru með skýra ferla og fylgja notkun þeirra eftir, en markmiðið er að allir rekstrarþættir verði arðsamir. Þessi vinnubrögð munu skila sér í áreiðanleika og rekstrarör- yggi. „Við ætlum að gæta jafnræðis fyrir viðskiptavini okkar og veita faglega Míla leggur línurnar: VIRÐING, FORYSTA OG TRAUST Umhverfisstefna Mílu er afar sterk og víðtæk, en við framkvæmdir í landinu er mikil áhersla lögð á að valda sem minnstu ónæði og ganga vel um landið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.