Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
fyrirtækjum eins og bandaríska Amoco 1998 og síðan Arco
og Castrol. Á nýjasta lista Forbes yfir stærstu fyrirtæki í heimi
er BP í 11. sæti og það þriðja stærsta í olíugeiranum, stærsta
geiranum, á eftir Exxon Mobile og Shell.
Rannsókn Chemical Safety Board (CSB), bandarískrar
eftirlitsstofnunar efnaiðnaðarins, leiðir þó í
ljós aðra hlið á velgengninni. Í skýrslu í mars
benti CSB á að allt frá árinu 2002 hafi verið
uppi grunsemdir innan BP um að örygg-
ismálin væru ekki sem skyldi. CSB bendir á að
á árunum 1998 til 2000 hafi fastur kostnaður
fyrirtækisins verið skorinn niður um fjórðung.
CSB segist hafa fullan skilning á sparnaði en
hann megi ekki ganga svo langt að stofna lífi
og limum í hættu. Olíuhreinsistöðin sem varð
að slysstað 2005 hafi til dæmis verið gömul og
forgangsmál að gaumgæfa slíka staði.
Niðurstaða skýrslu CSB var að BP bæri
ábyrgð á slysinu, reglum hefði ekki verið fylgt en um leið
beinast spjótin að opinberum eftirlitsaðilum. Enn er óljóst
hvort bandarísk yfirvöld fara í mál við BP og ýmsar aðrar
lagaflækjur gætu einnig átt eftir að koma upp. Þar við bætist
að bandarísk verðlagsyfirvöld hafa til rannsóknar verðlagn-
ingu BP á hráolíu og bensíni. Með þetta í huga er ljóst að
arfur Brownes er ekki jafn glæsilegur og lengi virtist.
Fyrirmælastjórnun, umræðuskortur og ofurlaun Það er
ekki aðeins eftirlitsaðilar eins og Chemical Safety Board
sem hafa gagnrýnt stjórn BP. Það vakti mikla athygli nú
um jól að Tony Hayward, yfirmaður olíuleit-
arsviðs BP, sagði í ræðu á fundi með nokkur
hundruð starfsmönnum BP í Houston í
Texas að fyrirtækinu væri í of miklum mæli
stjórnað með fyrirskipunum án umræðna og
ekki væri hlustað á neðri lögin í fyrirtækinu.
Með öðrum orðum væru stjórnendur ein-
angraðir. Hann taldi líka mikið vanta upp
á að öryggismál fyrirtækisins væru í lagi, of
mikið væri þar um skyndilausnir og ekki
hugað að uppbyggingu öryggismála næstu
áratugi.
Ræða Haywards var ekki ætluð til birtingar
en starfsmenn dreifðu henni á innra neti BP og þaðan barst
hún í fjölmiðla. Athyglisvert er að BP hvorki mótmælti
Hayward né reyndi að breiða yfir gagnrýni hans – og athygl-
isverðast er að Hayward hefur nú verið skipaður arftaki
Brownes; aðalforstjóri BP. Þetta bendir eindregið til þess að
nú verði teknir upp aðrir stjórnarhættir en í tíð Brownes.
Á nýjasta lista
Forbes yfir stærstu
fyrirtæki í heimi er
BP í 11. sæti og
það þriðja stærsta
í olíugeiranum,
stærsta geiranum,
á eftir Exxon Mobile
og Shell.
Lord Browne
með Tony
Blair og Arnold
Schwarzenegger.