Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 64

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R fyrirtækjum eins og bandaríska Amoco 1998 og síðan Arco og Castrol. Á nýjasta lista Forbes yfir stærstu fyrirtæki í heimi er BP í 11. sæti og það þriðja stærsta í olíugeiranum, stærsta geiranum, á eftir Exxon Mobile og Shell. Rannsókn Chemical Safety Board (CSB), bandarískrar eftirlitsstofnunar efnaiðnaðarins, leiðir þó í ljós aðra hlið á velgengninni. Í skýrslu í mars benti CSB á að allt frá árinu 2002 hafi verið uppi grunsemdir innan BP um að örygg- ismálin væru ekki sem skyldi. CSB bendir á að á árunum 1998 til 2000 hafi fastur kostnaður fyrirtækisins verið skorinn niður um fjórðung. CSB segist hafa fullan skilning á sparnaði en hann megi ekki ganga svo langt að stofna lífi og limum í hættu. Olíuhreinsistöðin sem varð að slysstað 2005 hafi til dæmis verið gömul og forgangsmál að gaumgæfa slíka staði. Niðurstaða skýrslu CSB var að BP bæri ábyrgð á slysinu, reglum hefði ekki verið fylgt en um leið beinast spjótin að opinberum eftirlitsaðilum. Enn er óljóst hvort bandarísk yfirvöld fara í mál við BP og ýmsar aðrar lagaflækjur gætu einnig átt eftir að koma upp. Þar við bætist að bandarísk verðlagsyfirvöld hafa til rannsóknar verðlagn- ingu BP á hráolíu og bensíni. Með þetta í huga er ljóst að arfur Brownes er ekki jafn glæsilegur og lengi virtist. Fyrirmælastjórnun, umræðuskortur og ofurlaun Það er ekki aðeins eftirlitsaðilar eins og Chemical Safety Board sem hafa gagnrýnt stjórn BP. Það vakti mikla athygli nú um jól að Tony Hayward, yfirmaður olíuleit- arsviðs BP, sagði í ræðu á fundi með nokkur hundruð starfsmönnum BP í Houston í Texas að fyrirtækinu væri í of miklum mæli stjórnað með fyrirskipunum án umræðna og ekki væri hlustað á neðri lögin í fyrirtækinu. Með öðrum orðum væru stjórnendur ein- angraðir. Hann taldi líka mikið vanta upp á að öryggismál fyrirtækisins væru í lagi, of mikið væri þar um skyndilausnir og ekki hugað að uppbyggingu öryggismála næstu áratugi. Ræða Haywards var ekki ætluð til birtingar en starfsmenn dreifðu henni á innra neti BP og þaðan barst hún í fjölmiðla. Athyglisvert er að BP hvorki mótmælti Hayward né reyndi að breiða yfir gagnrýni hans – og athygl- isverðast er að Hayward hefur nú verið skipaður arftaki Brownes; aðalforstjóri BP. Þetta bendir eindregið til þess að nú verði teknir upp aðrir stjórnarhættir en í tíð Brownes. Á nýjasta lista Forbes yfir stærstu fyrirtæki í heimi er BP í 11. sæti og það þriðja stærsta í olíugeiranum, stærsta geiranum, á eftir Exxon Mobile og Shell. Lord Browne með Tony Blair og Arnold Schwarzenegger.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.