Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 30

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 D A G B Ó K I N 10. maí Jón Ásgeir þriðji áhrifamesti Sagt var frá því Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, væri þriðji áhrifamesti kaupsýslumaðurinn í verslun í Bretlandi að mati tímaritsins Retail Week. Á síðasta ári var Jón Ásgeir í 21. sæti í sams konar úttekt tímaritsins og hefur því hækkað um átján sæti milli ára. Sá áhrifamesti, eins og á síðasta ári, er Terry Leahy, forstjóri verslunarkeðj- unnar Tesco, og í öðru sæti er áfram Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer. Retail Week sagði að á síðasta ári hefði Jón Ásgeir bætt verslunarkeðjunni House of Fraser og tískukeðjunni All Saints í eignamöppu Baugs í Bretlandi. Þessar fjárfestingar hefðu gert fjárfestingastefnu Baugs skýrari. 11. maí Icelandair kaupir flugfélag í Tékklandi Tilkynnt var þennan dag að Icelandair Group hefði undir- ritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélaginu í Tékklandi. Travel Service rekur leigu- flugsstarfsemi einkum frá Prag og Búdapest og á einnig lág- gjaldaflugfélagið Smart Wings. Heildarvelta Travel Service á árinu 2006 var um 18 milljarðar króna. Félagið rekur alls 12 Boeing farþegaþotur. Það flutti um 1,8 milljónir farþega á síð- asta ári og flýgur til 230 áfanga- staða í fjórum heimsálfum. Fram kom í tilkynningu frá Icelandair að á næstu vikum fari fram áreiðanleikakönnun og að henni lokinni sé stefnt að frágangi samninga fyrir lok júní. Ef af verður mun Icelandair Jón Ásgeir, þriðji áhrifamesti kaupsýslumað- urinn í verslun í Bretlandi. 10. maí 176 MILLJARÐA YFIRTÖKUTILBOÐ Í ACTAVIS Þetta er auðvitað ein af fréttum ársins. En það kom talsvert á óvart að Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis til margra ára og lang- stærsti hluthafi í félaginu, hefði áhuga á að eignast félagið að fullu. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvað vaki fyrir Björgólfi Thor sem þekktur er fyrir allt annað en að tapa á við- skiptum. Í tilkynningu frá Actavis þennan dag kom fram að Novator, félag Björgólfs Thors, hefði áhuga á að eignast allt hlutafé félagsins, en félög tengd Novator ættu um 38,5% af hlutafé félagsins. Sagt var að í yfirtökutilboði Novators yrði miðað við gengið 85,23 krónur á hlut og tilboðið hljóðaði því upp á 176 milljarða króna. Fram kom í tilkynningu frá Novator að tilboðsgengið, 85,23, sé hæsta gengi sem boðið hafi verið fyrir hlutabréf í félaginu og ríflega 21% hærra en meðaltal lokagengis síðast- liðna sex mánuði. Það sé ennfremur mat Novators, að verðið endurspegli á mjög sanngjarnan hátt raunvirði félagsins á þessum tíma, einkum og sér í lagi í sam- anburði við önnur samheitalyfja- fyrirtæki á markaði og nýlegar yfirtökur í geiranum. Í tilkynningu Novators sagði ennfremur: „Á síðustu misserum hafa átt sér stað miklar sviptingar í lyfja- geiranum. Samþjöppun er hröð, barátta um leiðandi stöðu á lyk- ilmörkuðum afar hörð og verð- samkeppni fer sífellt vaxandi. Í slíku umhverfi telur Novator mikilvægt fyrir árangursríka framtíðaruppbyggingu Actavis að afskrá félagið af markaði svo að það búi ekki lengur við þær ríku kröfur og skyldur, sem lagðar eru á skráð félög, þ.m.t. um upplýsingagjöf. Novator mun því óska eftir afskráningu félagsins úr OMX kauphöllinni eins fljótt og auðið er. Novator hefur í hyggju að fjár- Í samtali við Morgunblaðið vegna yfirtökutilboðs Novators í Actavis sagði Björgólfur Thor Björgólfsson að tilboðið væri alls ekki lágt og í því væri eitt hæsta álag sem sést hefði við yfirtöku á félagi í Kauphöll Íslands. Morgunblaðið spurði hvort Novator ætlaði sér með yfir- töku og afskráningu að fara með Actavis í stórar yfirtökur á öðrum lyfjafyrirtækjum og svaraði Björgólfur Thor því til að engar slíkar ákvarðanir hefðu verið teknar. Engar breyt- ingar væru heldur fyrirhugaðar á stefnu félagsins eða hópi stjórnenda. BJÖRGÓLFUR: ÉG BER FULLT TRAUST TIL STJÓRNENDA Orðrétt sagði Björgólfur Thor: „Við berum fullt traust til þeirra sem reka fyrirtækið í dag. Ég kom fyrst að Actavis, sem þá hét Pharmaco, árið 1999 og hef gegnt starfi stjórnarformanns í um sjö ár. Á þessum tíma hefur félagið notið gífurlegrar velgengni. Það hefur vaxið hratt og dafnað vel. Verðmæti hlutabréfa hefur margfaldast og hefur fyrirtækið verið í hópi framsæknustu fyrir- tækjanna í Kauphöll Íslands. Ég er í rauninni ákaflega ánægður og stoltur yfir hversu margir Íslendingar hafa náð að ávaxta vel eigur sínar í félaginu á síðustu sjö árum.“ Björgólfur Thor Björgólfsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.