Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7
D A G B Ó K I N
10. maí
Jón Ásgeir
þriðji áhrifamesti
Sagt var frá því Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, væri þriðji áhrifamesti
kaupsýslumaðurinn í verslun
í Bretlandi að mati tímaritsins
Retail Week. Á síðasta ári var
Jón Ásgeir í 21. sæti í sams
konar úttekt tímaritsins og hefur
því hækkað um átján sæti milli
ára.
Sá áhrifamesti, eins og á
síðasta ári, er
Terry Leahy,
forstjóri
verslunarkeðj-
unnar Tesco,
og í öðru
sæti er áfram
Stuart Rose,
forstjóri
Marks &
Spencer.
Retail Week sagði að á
síðasta ári hefði Jón Ásgeir
bætt verslunarkeðjunni House
of Fraser og tískukeðjunni All
Saints í eignamöppu Baugs í
Bretlandi. Þessar fjárfestingar
hefðu gert fjárfestingastefnu
Baugs skýrari.
11. maí
Icelandair kaupir
flugfélag í Tékklandi
Tilkynnt var þennan dag að
Icelandair Group hefði undir-
ritað viljayfirlýsingu um kaup á
tékkneska flugfélaginu Travel
Service, stærsta einkarekna
flugfélaginu í Tékklandi.
Travel Service rekur leigu-
flugsstarfsemi einkum frá Prag
og Búdapest og á einnig lág-
gjaldaflugfélagið Smart Wings.
Heildarvelta Travel Service á
árinu 2006 var um 18 milljarðar
króna. Félagið rekur alls 12
Boeing farþegaþotur. Það flutti
um 1,8 milljónir farþega á síð-
asta ári og flýgur til 230 áfanga-
staða í fjórum heimsálfum.
Fram kom í tilkynningu frá
Icelandair að á næstu vikum
fari fram áreiðanleikakönnun
og að henni lokinni sé stefnt
að frágangi samninga fyrir lok
júní. Ef af verður mun Icelandair
Jón Ásgeir,
þriðji áhrifamesti
kaupsýslumað-
urinn í verslun í
Bretlandi.
10. maí
176 MILLJARÐA YFIRTÖKUTILBOÐ Í ACTAVIS
Þetta er auðvitað ein af fréttum
ársins. En það kom talsvert
á óvart að Björgólfur Thor
Björgólfsson, stjórnarformaður
Actavis til margra ára og lang-
stærsti hluthafi í félaginu, hefði
áhuga á að eignast félagið að
fullu. Miklar vangaveltur hafa
verið um það hvað vaki fyrir
Björgólfi Thor sem þekktur er
fyrir allt annað en að tapa á við-
skiptum.
Í tilkynningu frá Actavis
þennan dag kom fram að
Novator, félag Björgólfs Thors,
hefði áhuga á að eignast allt
hlutafé félagsins, en félög
tengd Novator ættu um 38,5%
af hlutafé félagsins. Sagt var
að í yfirtökutilboði Novators yrði
miðað við gengið 85,23 krónur
á hlut og tilboðið hljóðaði því
upp á 176 milljarða króna.
Fram kom í tilkynningu frá
Novator að tilboðsgengið,
85,23, sé hæsta gengi sem
boðið hafi verið fyrir hlutabréf í
félaginu og ríflega 21% hærra
en meðaltal lokagengis síðast-
liðna sex mánuði.
Það sé ennfremur mat
Novators, að verðið endurspegli
á mjög sanngjarnan hátt
raunvirði félagsins á þessum
tíma, einkum og sér í lagi í sam-
anburði við önnur samheitalyfja-
fyrirtæki á markaði og nýlegar
yfirtökur í geiranum.
Í tilkynningu Novators sagði
ennfremur:
„Á síðustu misserum hafa átt
sér stað miklar sviptingar í lyfja-
geiranum. Samþjöppun er hröð,
barátta um leiðandi stöðu á lyk-
ilmörkuðum afar hörð og verð-
samkeppni fer sífellt vaxandi.
Í slíku umhverfi telur Novator
mikilvægt fyrir árangursríka
framtíðaruppbyggingu Actavis að
afskrá félagið af markaði svo að
það búi ekki lengur við þær ríku
kröfur og skyldur, sem lagðar
eru á skráð félög, þ.m.t. um
upplýsingagjöf. Novator mun því
óska eftir afskráningu félagsins
úr OMX kauphöllinni eins fljótt
og auðið er.
Novator hefur í hyggju að fjár-
Í samtali við Morgunblaðið
vegna yfirtökutilboðs Novators
í Actavis sagði Björgólfur Thor
Björgólfsson að tilboðið væri
alls ekki lágt og í því væri eitt
hæsta álag sem sést hefði
við yfirtöku á félagi í Kauphöll
Íslands.
Morgunblaðið spurði hvort
Novator ætlaði sér með yfir-
töku og afskráningu að fara
með Actavis í stórar yfirtökur
á öðrum lyfjafyrirtækjum og
svaraði Björgólfur Thor því til
að engar slíkar ákvarðanir
hefðu verið teknar. Engar breyt-
ingar væru heldur fyrirhugaðar
á stefnu félagsins eða hópi
stjórnenda.
BJÖRGÓLFUR:
ÉG BER FULLT TRAUST TIL STJÓRNENDA
Orðrétt sagði Björgólfur Thor:
„Við berum fullt traust til þeirra
sem reka fyrirtækið í dag. Ég
kom fyrst að Actavis, sem þá
hét Pharmaco, árið 1999 og hef
gegnt starfi stjórnarformanns í
um sjö ár. Á þessum tíma hefur
félagið notið gífurlegrar velgengni.
Það hefur vaxið hratt og dafnað
vel. Verðmæti hlutabréfa hefur
margfaldast og hefur fyrirtækið
verið í hópi framsæknustu fyrir-
tækjanna í Kauphöll Íslands. Ég
er í rauninni ákaflega ánægður
og stoltur yfir hversu margir
Íslendingar hafa náð að ávaxta
vel eigur sínar í félaginu á síðustu
sjö árum.“
Björgólfur Thor Björgólfsson.