Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.05.2009, Qupperneq 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 9 R Í K I S V æ ð I N g I N O g B a N K a K O N u R Það er þetta með völd og áhrif. Oft hefur verið sagt að forsæt- isráðherra hafi mikil áhrif en lítil bein völd. Hver ráðherra heldur utan um sinn málaflokk og hefur forræði yfir honum. Þetta merkir að forsætisráðherra hefur meiri áhrif en völd. Það er sjaldgæft að ráðherra fari gegn forsæt- isráðherra í máli sem forsætisráðherra leggur áherslu á að gangi í gegn. Ríkisvæðingin er svo mikil sem raun ber vitni vegna þeirrar miklu samþjöppunar sem varð í atvinnulífinu á síðustu árum með valdablokkum fyrrum auðmanna landsins. Þessum viðskiptaveldum var pakkað inn í nokkur eignarhaldsfélög sem nú eru hrunin og leifarnar eru komnar í hendur bankanna. Þessi viðskiptaveldi voru einkum í kringum Björgólfsfeðga, Landsbankann og Straum, Bónusfeðga og Glitni, Bakkavararbræður, Exista og Kaupþing, Karl Wernersson, Milestone og Sjóvá. Í ljósi þess að yfir 25 af 50 stærstu fyrirtækjum landsins voru í eigu þessara viðskiptavelda segir það sig sjálft að margir stórir bitar hafa flotið í faðm ríkisins eftir að þessi fyrirtæki lentu í gjaldþrotum eða greiðslustöðvun. Bankarnir eru helstu kröfuhafar. Bónusfjölskyldan var með eigur sínar að mestu í fjórum eignar- haldsfélögum: Högum, Baugi Group, FL Group og Teymi. Baugur Group var með flóru fyrirtækja í Bretlandi og Danmörku, FL Group átti m.a. Glitni og TM. Teymi var með Vodafone, Kögun, Hug Ax, Skýrr, Eskil, Landsteina Streng og EJS undir sér. Bónusfjölskyldan er nú komin nær uppruna sínum og helsta eign fjölskyldunnar er Hagar sem rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 og fjölda fyrirtækja í smásölu. Ríkið hefur yfirtekið fasteignafélögin Landic Property og Saxbygg og þar með er ríkið orðið einn stærsti eigandi fasteigna á landinu og „á nánast hálfan miðbæinn“ eins og einhver orðaði það og kemur m.a. að eignarhaldi á stærstu verslunarmiðstöðvum landsins, Smára- lind og Kringlunni. Bílaumboðið Hekla er í eigu ríkisins, sem og Penninn Eymunds- son og Mál og menning. Bæði fyrirtækin lentu í fangi ríkisins í gegnum Nýja Kaupþing. Þá liggur fyrir að Exista lendir hjá kröfu- höfum, þ.e. bönkunum, og þar með ríkinu. Þar með eru Skipti (móðurfélag Símans),VÍS, Lífis, Lýsing, Öryggismiðstöðin og Skjár einn komin til ríkisins. Ríkið rekur flugfélag, Icelandair. Það gerð- ist eftir að bankarnir leystu til sín meirihlut- ann í Icelandair, þ.e. hlut Nausta, Mátts og Langflugs sem áttu yfir 60% í félaginu. Ríkið rekur steypustöð. Það gerðist eftir að Mest fór á höfuðið. Það rak gömlu Steypustöðina og bygginga- vöruverslanir. Björgólfsfeðgar, Landsbankinn og Straumur komu víða við. Eim- skipafélagið er í raun í eigu kröfuhafanna, þ.e. Landsbankans og lífeyrissjóðanna. Icelandic Group, áður hið fornfræga félag SH, er í raun í eigu ríkisins en helstu eigendur þar tengdust Landsbankanum og Magnúsi Þorsteinssyni athafnamanni sem hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Þá er Vörður tryggingafélag í eigu Nýja Landsbankans. Eftir þessa upptalningu blasir við að ríkið rekur alla bankana, tryggingafélögin, tvær sjón- varpsstöðvar, símafyrirtæki, fasteignafélög sem eiga m.a. Smáralind og Kringluna, bóksölu, bílasölu, flugfélögin Icelandair og Flugfélag Íslands. Líf margra smárra og millistórra fyr- irtækja er þess utan undir ríkinu komið. Hve lengi munu ríkið og bankarnir eiga þau fyrirtæki sem þau hafa eignast að undanförnu – og munu eignast á næstu mánuðum? Verða þessi fyrirtæki í eigu ríkisins næstu tvö til þrjú árin eða jafnvel lengur? Og hverjir munu kaupa þessi fyrirtæki þegar þar að kemur? Mun ríkið setja þau á markað í gegnum Kauphöllina og fá þannig hluthafa inn í þau eða verður meiri háttar útboðsmark- aður ríkisins á fyrirtækjunum eftir nokkur ár? Hvað um útlendingana? Það er ekki enn komið á hreint hvað erlendu kröfuhafarnir fá út úr gömlu bönkunum og hvort stór hluti af innlendum fyrirtækjum, sem bankarnir hafa tekið yfir, lendir í höndum útlendinga. Eftir bankahrunið varð mikil umræða um ríkisvæðinguna og allan þann fjölda fyrirtækja sem fyrirsjáanlegt var að lenti í höndum rík- isins í gegnum ríkisbankana. Flestir hagfræðingar voru á því að til að halda kerfinu á floti þyrfti ríkið að yfirtaka mannmörg stórfyrirtæki og halda þeim úti svo landsframleiðslan myndi ekki hrynja. Gengisfellingin síðastliðið haust breytti gangi mála og öllum veðum hjá fyrirtækjum þegar erlend lán þeirra nánast tvöfölduðust á einu bretti á sama tíma og eignirnar lækkuðu í verði. Þar með þurrk- aðist eigið féð út og veðstaðan fauk út í veður og vind. Til varð nýtt orð í orðabók atvinnulífsins; það að vera tæknilega gjaldþrota. Það merkir að fyrirtæki og fjölskyldur eru með neikvætt eigið fé, þ.e. skuldir eru meiri en eignir, en þau eru samt ekki gerð upp af hálfu bankanna í þeirri von að gengi krónunnar styrkist aftur og allt fari í fyrra horf; að eigið fé komi aftur. Bankarnir eru hins vegar mjög stressaðir yfir þessari stöðu og ekki eins auðmjúkir og þolinmóðir og mörgum finnst að þeir ættu að vera. Ríkisvæðingin hefur eðlilega leitt til mik- illa umræðna um það óréttlæti sem fylgir því að ríkið keppi við einkafyrirtæki. Þetta er þannig hugsað að mjög skuldsett fyrirtæki lenda í höndum ríkisins sem reka þau áfram í harðri samkeppni við einkafyrirtækin. Þetta eru oft á tíðum einkafyrirtæki sem hafa farið varlega í sakirnar á lánamarkaði, verið íhalds- söm í rekstri og staðið við allt sitt. Á einni nóttu er keppinauturinn gjaldþrota – en ekki horfinn. Ríkið hefur eignast hann og heldur úti rekstrinum áfram sem aldrei fyrr gegn íhaldssama einkafyrirtækinu sem finnst þetta eðlilega óréttlátt. Þær konur sem sitja í bankaráðum nýju bankanna, eða gegna æðstu stjórnunarstörfum þar, hafa öðlast mikil völd. Þær eru með líf margra fyrirtækja í hendi sér. Konur skipa t.d. öll stjórnarsæti í Nýja Kaupþingi. Ríkisvæðingin er svo mikil vegna þeirrar samþjöppunar sem varð í atvinnulífinu með valdablokkum fyrrum auðmanna landsins. Þessi viðskiptaveldi eru hrunin og leifarnar komnar í hendur bankanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.