Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 9
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 9
okkur dósir og verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því. Þó
við höfum hingað til ekki gert út á erlendan markað þá erum við
framleiðsluhæfir í mjög stór upplög ef til kemur og stöndum jafnfætis
erlendum fyrirtækjum tæknilega séð. Afkastageta okkar er mikil og
gætum við þess vegna sinnt íslenskum markaði á okkar sviði í heild
og rúmlega það. Ef við tökum flöskuumbúðirnar þá má geta þess að
í fyrra framleiddum við 17 milljónir plastflöskur en framleiðslugeta
okkar getur farið yfir 40 milljónir plastflöskur á ári.“
Ný lína í umbúðum
Plastiðjan hefur að undanförnu verið að setja af stað nýja línu í
umbúðum fyrir jógúrt og drykki og nú er boðið upp á tólf nýjar
tegundir sem ekki hafa verið í framleiðslu hjá fyrirtækinu áður
og hefur því vöruframboðið aukist verulega í þessum flokki. „Ein
nýjungin hjá okkur er prentun beint á umbúðirnar sem er mjög
hagkvæm aðferð. Við bjóðum upp á sex lita prentun beint á plastdósir
sem er ódýr aðferð og skilar miklum gæðum. Eftir að hafa náð tökum
á þessari aðferð höfum við verið að kynna hana með góðum árangri
og sjáum við fram á góða nýtingu á prentvél okkar.
Hvað varðar annar vélabúnað, þá erum við með vélar sem búa
yfir nýjustu tækni á sviði plastumbúða og tvær vélar sem við erum
nýbúnir að fá, bíða þess að verða settar upp. Með þeim vélum
bætast við 57 nýjar vörur. Á svona litlum markaði eins og Ísland er
hefur mótakostnaðurinn verið að öllu jöfnu mest hamlandi þáttur í
framleiðslunni, vélbúnaðurinn er fullkominn en kostnaðurinn við
mótin kemur seint til baka.“
Heildarlausnir
Húsnæði Plastiðjunnar á Selfossi hefur nýverið farið í gegnum
endurskipulagningu með hagkvæmni í huga auk þess sem nýjar vélar
þurftu gott pláss. Plastiðjan er einnig með húsnæði í Hveragerði þar
sem hluti af lager fyrirtækisins er. Axel Óli og Hans eru bjartsýnir á
framtíðina fyrir hönd fyrirtækisins:
„Fyrirtækið er í mikilli sókn, verkefnin eru að aukast
og markaðssetning gengur vel. Við markaðssetjum okkur sem
umbúðalausnafyrirtæki með heildarlausnir og stærð vörunnar eða
upplagsins skiptir ekki máli. Með nýjum aðferðum teljum við
okkur vera mjög góðan kost fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja þróa
umbúðir sínar til að hafa sérstöðu. Við bjóðum upp á heildarlausnir í
umbúðum, og ef eitthvað vantar sem við getum ekki sjálfir sinnt erum
við í góðu samstarfi við erlend fyrirtæki sem veita okkur góða og fljóta
þjónustu. Framleiðslulína okkar er breið og við viljum þjóna sem
flestum fyrirtækjum og eins og ávallt hefur verið í rekstri fyrirtækisins
er áhersla lögð á að standast ströngustu kröfur viðskiptavina okkar
um gæði, þjónustu og tímanlegar afhendingar.”
Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar og Hans Adolf Hjartarson fjármálastjóri segja fyrirtækið í sókn og verkefnastöðu góða.
Gagnheiði 17 • 800 Selfoss
Sími: 4822201 • Fax: 4823759
Netfang: plastidjan@plastidjan.is
Netsíða: www.plastidjan.is