Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 m á r G u ð m u n d S S o n , n ý r S E ð l A b A n k A S t j ó r i , í n æ r m y n d A llir sem þekkja hinn nýja seðlabankastjóra bera honum vel söguna. Hann er sagður góður félagi og hress náungi í allri umgengni. „Hann er rökfastur, ósérhlífinn og enginn vei- fiskati,“ segir sjálfstæðisþingmaðurinn og skólabróð- irinn Einar Kristinn Guðfinnsson um Má. Þeir hafa verið vinir síðustu þrjá áratugina en voru þó ósammála um flest sem laut að þjóðmálum, þó það hafi breyst. Allir sem Frjáls verzlun hefur rætt við taka undir þessi orð þing- mannsins. Hitt er umdeildara að hvaða marki æskuhugsjónir Más fylgja honum inn í Seðlabankann. Er hann enn byltingarsinnaður kommúnisti? Fylkingarmaður Már hlaut sitt pólitíska og raunar hagfræðilega uppeldi í Æskulýðs- fylkingunni upp úr 1970. Fylkinguna skipaði fólk, sem á tímabili var uppnefnt „Trottar“ vegna fylgis við kenningu rússneska marxistans Leon Trotskís. Þetta var sú grein vinstri róttækni sem hvorki fylgdi Moskvu-línunni né maóistum. Fylkingin tilheyrði Fjórða alþjóðasambandi kommúnista. Um skeið hétu þessi samtök Fylking byltingarsinnaðra kommúnista. En oftast var bara talað um Fylkinguna og málgagnið var Neisti. Og markmiðið var að bylta auðvaldsskipulaginu. Stefán Jóhann Stefánsson, sem nú sinnir ýmsum upplýsinga- málum í Seðlabankanum og var áður undirmaður Más í hagfræðideild bankans, segir að Már sé fyrst og fremst hæfur og vel menntaður hagfræðingur, sem uppfylli allar alþjóðlegar kröfur til að gegna starfi seðlabankastjóra. Einar Kristinn leggur líka áherslu á að Már njóti alþjóðlegrar við- urkenningar sem hagfræðingur; störf hans fyrir Alþjóðlega greiðslu- bankann í Basel síðustu fimm árin sýni það best. „Hann gegndi þeirri stöðu vegna eigin verðleika og þekkingar í hagfræði,“ segir Einar. „Bernskar skoðanir hans skipta þar engu.“ Vel að sér í marxisma En við skulum ekki yfirgefa marxistann Má Guðmundsson. Hann var sannfærður marxisti og það er umdeild kenning svo ekki meira sé sagt. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur og kunnur róttæklingur, var félagi Más í Fylkingunni lengst af á áttunda ára tug liðinnar aldar og þekkir Má mjög vel. „Hann var sannfærður kommúnisti, mjög sannfærður, og er kannski enn. Ég veit það ekki,“ segir Ragnar. Hann segir að Már hafi verið einn helsti forystumaður Fylkingar- innar og sá þeirra sem lagði mesta áherslu á hina fræðilegu kenningu. „Hann var mjög vel að sér í marxismanum og býr að mínu viti enn að þeirri kenningu sem hagfræðingur,“ segir Ragnar. „Ég reikna ekki með að hann láti undan ýtrustu kröfum auðvaldsins í starfi sínu núna,“ segir Ragnar ennfremur. klofningur í hreyfingunni Í ársbyrjun 1984 klofnaði Fylkingin og félagar sem aðhylltust grasrótarbaráttu gengu út en eftir voru margir ungir félagar undir forystu Más. Meðal þeirra sem fóru voru Ragnar og Birna Þórðardóttir. Þannig lítur Ragnar á þessi fjörbrot Fylkingarinnar. Langt er síðan ýmsir félagar Más guðmundssonar byrjuðu að kalla hann „seðlabankastjórann“. Því kom ráðning hans í stöðuna í sumar ekki á óvart. en er hann enn byltingarsinnaður kommúnisti eða var róttæknin bara bernskubrek? kunnuga greinir á um það. byltinGArSinni í bAnkAnum texti: gísli kristjánsson • MyNd: geir ólaFsson MÁR guÐMuNdSSON:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.