Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 23
fyrir ári síðan tók undirritaður saman lista yfir 100 áhugaverð sprotafyrirtæki á Íslandi fyrir Frjálsa verslun. Listinn, sem var byggður á gagnagrunni Samtaka iðnaðarins og tilnefningum fjárfesta og ráðgjafa, vakti mikla athygli enda einskorðaðist umræðan um sprotafyrirtæki á Íslandi oftast um Össur, Marel og CCP. Þessi fyrirtæki hafa verið góðir fánaberar nýsköpunar og vaxtarfyrirtækja á Íslandi en geta varla talist til sprotafyrirtækja lengur. Þau eru vaxin upp úr þeim fasa. Listinn yfir 100 áhugaverð sprotafyrirtæki sýndi hins vegar að það er miklum mun meira að gerast í grasrót íslenska fyrirtækjamarkaðar- ins en flestir gera sér grein fyrir. Fjöldi fólks vinnur að því að byggja upp áhugaverð fyrirtæki. Íslendingar hafa mörg þau einkenni sem oft eru tengd frumkvöðlum í fræðilegri umræðu, s.s. mikla bjartsýni, áræði, þrautseigju og frumkvæði. Þó er ekki þar með sagt að íslend- ingar séu betri en aðrir í að búa til fyrirtæki þar sem tilgátur um mikil- vægi menningar og eiginleika hafa átt undir högg að sækja. Líklegra er að það séu aðstæður sem ráða meiru um fjölda nýrra fyrirtækja og árangur en eiginleikar. Þetta er þó allt mjög umdeilt. Engu að síður er athyglisvert hversu vel Íslendingar hafa staðið sig sem frumkvöðlar. Einkarekstur er í raun tiltölulega nýlegur á Íslandi í sögulegu sam- hengi og til dæmis er íslenska kauphöllin einungis unglingur ennþá. Þeir Danir – og þeir eru til – sem hafa dáðst að Íslendingum á und- anförnum árum hafa bent á að kannski séu Íslendingar of miklir frumkvöðlar þar sem óbilandi trúin á eigið ágæti og glórulaus bjart- sýni hafi hlaupið með marga í gönur. Mistökin snerust um að skilja ekki aðstæður og ofmeta þann árangur sem náðst hafði. Allar líkur eru þó á að þjóðin verði fljót til að snúa við blaðinu vegna þess að margir eiginleikar stereótýpu frumkvöðulsins eru guðs gjöf í kreppu; úrræði, ósérhlífni og sjálfsbjargarviðleitni. Fleiri og betri fyrirtæki en við höfum séð áður eiga eftir að verða til á Íslandi á næstu árum, um leið og aðstæður leyfa. Í ár hefur verið tekinn saman listi yfir 200 áhugaverð sprotafyr- irtæki á Íslandi. Ákveðið var að tvöfalda listann frá því í fyrra til að sýna hversu mikið er að gerast í sprotabransanum á Íslandi. Hægt hefði verið að birta lista yfir enn fleiri fyrirtæki en það bíður næsta árs. Þessi samantekt er að mestu gerð til þess að vekja athygli á mik- ilvægi nýrra og áhugaverða fyrirtækja. Grunn- urinn að þessum lista eru fyrirtæki sem voru í úrtaki í einni allra fyrstu rannsókn á sprotafyrirtækjum á Íslandi (sem greint er frá í greininni „Sprettur á Íslandi“). Það sem vekur athygli þegar sprotaumhverfið er skoðað er hve áhugaverð fyrirtæki eru að spretta upp í ólíkum geirum. Fjárfestingar í tölvuleikjafyrirtækjunum Gogogic og Ice on the Rocks, tónlist- arsamfélaginu Gogoyoko, viðskiptaþjónustufyrirtækjunum Trackwell og AGR og tískuvörufyrirtækinu Andersen & Lauth styðja þetta. Leikjafyrirtæki hafa vakið sérstaklega mikla athygli á undanförnu og vekur það spurningar um hvort gamla þriðja stoðin – upplýsinga- tæknigeirinn eða jafnvel leikjatæknigeirinn – sem talað var um á tíunda áratugnum vaxi nú að afli og muni leika lykilhlutverk í framtíð Íslands. Fjöldinn allur af athyglisverðum fyrirtækjum sem tengjast heilsu og upplifunariðnaðinum sprettur nú einnig upp sem aldrei fyrr og ferðaþjónustan hefur fengið óvæntan stuðning með lægra gengi krónunnar. Miðað við fjölda Íslendinga með fésbókarsíðu mætti líka ætla að næsta kortlagning þjóðarinnar verði félagsleg en ekki erfðafræðileg. Aðalatriðið er að það er fullt af tækifærum á Íslandi sem verður að reyna að þróa í arðsaman rekstur á komandi árum. F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 23 áhugaverð sprotafyrirtæki200 texti: dr. eyþór ívar jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.