Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Frá því að bankahrunið varð fyrir ári síðan hefur Nýsköpunar- miðstöð Íslands opnað fimm ný frumkvöðlasetur á höfuðborgar- svæðinu og hleypt nýjum atvinnuskapandi verkefnum af stokkunum víða um land. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur og sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með nýjum og skapandi fyrirtækjum sem hafa komið inn á frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar. Flest eru þau útflutningsmiðuð og mörg vinna að mikilli nýsköpun,“ segir Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru hjá Nýsköpunarmið- stöð. Sum þessara fyrirtækja eru farin að skila verulegum árangri í rekstri. Ný störf með Starfsorku Hátt á annað hundrað störf hafa þegar skapast í verkefninu Starfsorku sem er nýtt samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og Vinnumálastofnunar. „Fyrir- tæki sem eru að vinna að nýjum verkefnum og í þróunarstarfi geta sótt um stuðning frá Vinnumálastofnun til þess að ráða atvinnuleitendur til sín. Þetta eru sérfræðistörf sem er áhugavert að starfa við og geta skipt sköpum fyrir fyrirtæki,“ segir Berglind. „Svo erum við á fullu að vinna með frumkvöðlum og stjórnendum smáfyrirtækja sem við veitum endurgjaldslausa handleiðsluþjónustu, þar sem starfsmenn okkar veita upplýsingar og leiðsögn varðandi rekstur á breiðum grundvelli. Þessi þjónusta er mjög mikið nýtt hjá okkur og við gerum ráð fyrir a.m.k. 6000 handleiðsluviðtölum á þessu ári auk þess sem við svörum miklum fjölda styttri fyrirspurna í gegnum síma og tölvupóst,“ segir Berglind. Aukin starfsemi um allt land Nýsköpunarmiðstöð hefur verið að færa út kvíarnar og er nú með átta starfsstöðvar í öllum landshlutum. „Á landsbyggðinni erum við hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að ýmsum þróunarverkefnum með fyrirtækjum í heimabyggð. Þar vinnum við með yfir 200 fyrirtækjum árlega, og við sjáum mikinn ávinning af því starfi,“ segir Berglind. C M Y CM MY CY CMY K Augl-FralsVerslun-VidSjaumTækifæri-Sept2009-210x275-PATHS.pdf 14.9.2009 13:44:27 Aukin verkefni og mikill áhugi á nýsköpun í breyttu efnahagsumhverfi. Fjölbreytt starFsemi í þágu Frum- kvöðla og Fyrirtækja Berglind Hallgrímsdóttir er framkvæmdastjóri Impru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Nýsköpunarmiðstöð Íslands:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.