Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
Frá því að bankahrunið varð fyrir ári síðan hefur Nýsköpunar-
miðstöð Íslands opnað fimm ný frumkvöðlasetur á höfuðborgar-
svæðinu og hleypt nýjum atvinnuskapandi verkefnum af
stokkunum víða um land. „Það hefur verið mikið að gera hjá
okkur og sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með nýjum og
skapandi fyrirtækjum sem hafa komið inn á frumkvöðlasetur
Nýsköpunarmiðstöðvar. Flest eru þau útflutningsmiðuð og mörg
vinna að mikilli nýsköpun,“ segir Berglind Hallgrímsdóttir,
framkvæmdastjóri Impru hjá Nýsköpunarmið-
stöð. Sum þessara fyrirtækja eru farin að skila
verulegum árangri í rekstri.
Ný störf með Starfsorku
Hátt á annað hundrað störf hafa þegar
skapast í verkefninu Starfsorku sem er nýtt
samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og
Vinnumálastofnunar. „Fyrir-
tæki sem eru að vinna að nýjum verkefnum og í þróunarstarfi
geta sótt um stuðning frá Vinnumálastofnun til þess að ráða
atvinnuleitendur til sín. Þetta eru sérfræðistörf sem er áhugavert
að starfa við og geta skipt sköpum fyrir fyrirtæki,“ segir
Berglind. „Svo erum við á fullu að vinna með frumkvöðlum
og stjórnendum smáfyrirtækja sem við veitum endurgjaldslausa
handleiðsluþjónustu, þar sem starfsmenn okkar veita upplýsingar
og leiðsögn varðandi rekstur á breiðum
grundvelli. Þessi þjónusta er mjög mikið nýtt
hjá okkur og við gerum ráð fyrir a.m.k. 6000
handleiðsluviðtölum á þessu ári auk þess sem
við svörum miklum fjölda styttri fyrirspurna í
gegnum síma og tölvupóst,“ segir Berglind.
Aukin starfsemi um allt land
Nýsköpunarmiðstöð hefur verið að færa út kvíarnar og er nú með
átta starfsstöðvar í öllum landshlutum.
„Á landsbyggðinni erum við hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð
Íslands að vinna að ýmsum þróunarverkefnum með fyrirtækjum í
heimabyggð. Þar vinnum við með yfir 200 fyrirtækjum árlega, og
við sjáum mikinn ávinning af því starfi,“ segir Berglind.
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Augl-FralsVerslun-VidSjaumTækifæri-Sept2009-210x275-PATHS.pdf 14.9.2009 13:44:27
Aukin verkefni
og mikill áhugi á
nýsköpun í breyttu
efnahagsumhverfi.
Fjölbreytt
starFsemi í
þágu Frum-
kvöðla og
Fyrirtækja
Berglind Hallgrímsdóttir er framkvæmdastjóri Impru hjá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands: