Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 forsíðu grein SPrOtaFYrIrtÆkI oft eiga lífvænlegir sprotar upphaf sitt í tilraun til að leysa vandamál í hefðbundnum atvinnugreinum. Þannig er það með TrackWell. Fyrsta verkefni fyrirtækisins var hin sjálfvirka tilkynningaskylda fyrir íslensk skip. Núna nýtist hugmyndin bæði á sjó og landi við stýringu á forðum fyrirtækja. Upphaf TrackWell má rekja allt til ársins 1996 og raunar enn lengra þar sem stofnendurnir höfðu unnið saman í nokkur ár fyrir þann tíma. Fyrsta verkefnið var að þróa kerfi fyrir sjálfvirka tilkynningaskyldu íslenskra skipa og í framhaldi af því fiskveiðieftirlitskerfi fyrir Landhelgisgæsluna og Vaktstöð siglinga. „Fyrstu árin gekk starfsemi TrackWell út á að selja öðrum lausnir sem þeir nýttu í sinni starfsemi,“ segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri TrackWell. „Við unnum náið með Símanum hér heima og vorum í samstarfi við tæknifyrirtæki eins og Nokia, Gemplus og Ericsson. Við seldum þeim vinnu og þekkingu en fyrir rúmum fimm árum var ákveðið að pakka þekkingunni inn sem vöru og selja undir vörumerki fyrirtækisins.“ Forðastýring og ferilvöktun Allt lýtur þetta að forðastýringu og ferilvöktun. TrackWell býður upp á þrjú meginkerfi, Tímon fyrir starfsmenn, Flota fyrir farartæki og SeaData fyrir fiskiskip. Í öllum lausnum er fjarskiptasamband nýtt til að taka við skráningum og fylgjast sjálfvirkt með því hver er að gera hvað, hvar og á hvaða tíma. Jón Ingi segir að hugtakið „forðastýring“ lúti að verklagi til þess að stýra mannafla og tækjakosti fyrirtækja á hagkvæman hátt. Það er þýðing á enska heitinu Mobile Resource Management – MRM. „Markmið okkar er að bjóða upp á heildstæðar lausnir á afmörkuðum sviðum,“ segir Jón Ingi. „Við höfum þegar langa reynslu af forðastýringu fyrir fiskveiðiskip og sú lausn hefur vakið áhuga í nágrannalöndunum, m.a. í Færeyjum og Noregi, og höfum við töluverðar væntingar til þess að SeaData nái útbreiðslu þar.“ TrackWell hefur einnig sett stefnuna á Bandaríkin og er að markaðssetja sérhæfða lausn fyrir flutningafyrirtæki. Stofnað hefur verið dótturfyrirtæki í Houston í Texas og kerfið hefur verið sett upp í rúmlega 300 trukkum. Markmiðið er að í lok næsta árs verði fleiri farartæki í þjónustu vestra en hér heima. Núna vinna um 30 manns hjá fyrirtækinu, þar af fjórir í Bandaríkjunum. TrackWell er eitt fjölmargra sprotafyrirtækja sem stóðu utan fjármála- og eignabólunnar á Íslandi árin fyrir hrunið síðastliðið haust. Fyrirtækið hefur alltaf lifað af eigin aflafé og hlutafé auk styrkja frá opinberum þróunarsjóðum. Þar af leiðandi er skuldsetning fyrirtækisins nær engin. Stöðugleiki er mikilvægur Gengisfall krónunnar hefur styrkt útflutninginn – tekjurnar vaxa í krónum talið en á móti veldur það vanda við markaðssetningu erlendis. Markaðskostnað erlendis þarf að borga með íslenskum tekjum áður en erlendar tekjur fara að berast. „Auðvitað er mikilvægt að hafa stöðugt ytra umhverfi, sem ég tel að myndi nást með aðild að Evrópusambandinu,“ segir Jón Ingi. „Það er nauðsyn að hafa stöðugan gjaldmiðil og geta gert áætlanir án þess að forsendur breytist frá degi til dags.“ Ráð Jóns Inga til þeirra sem hafa hugmyndir og vilja gefa þeim sprotum líf er að gera áætlun um allt ferlið áður en lagt er í kostnaðarsama þróunar- og markaðsvinnu. „Það er mikilvægt að skoða alla leiðina strax,“ segir Jón Ingi. „Á einhverjum tímapunkti þarf hugmyndin að skila tekjum. Frumkvöðlar þurfa að vita hvaða vanda þeir ætla að leysa, hvernig og fyrir hvern. Þeir þurfa að finna fjármagn og vita af hverju væntanlegir viðskiptavinir muni kaupi af þeim en ekki af keppinautunum. Og ekki gleyma að þetta er langhlaup sem krefst mikillar þolinmæði.“ Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri trackWell: heimamarkaður fyrst Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri hjá TrackWell. „auðvitað er mikilvægt að hafa stöðugt ytra umhverfi, sem ég tel að myndi nást með aðild að evrópusambandinu.“ viðtöl: gísli kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.