Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 forsíðu grein SPrOtaFYrIrtÆkI fyrir „að hafa eldmóð, þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi við uppbyggingu fyrirtækisins“ sem styður þá kenningu að frumkvöð- ullinn sjálfur skipti mestu máli hvað varðar árangur fyrirtækisins. Frumkvöðlarnir sjálfir svara spurningunum og eru þess vegna líklegir til þess að leggja of mikla áherslu á eigið ágæti. Þessi niðurstaða kemur þó heim og saman við margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á meðal erlendra áhættufjárfesta og viðskiptaengla þar sem þeir leggja mikla áherslu á frumkvöðulinn og teymið sem forsendur árangurs. Gamla spekin um að velja frekar A-frumkvöðla með B-hugmynd frekar en B-frumkvöðla með A-hugmynd hefur þar af leiðandi fengið aukinn rökstuðning. Frumkvöðlar virðast jafnframt sammála um að það er mikilvægt að hafa gott teymi og að það sé ákveðin stemming fyrir uppbyggingu fyrirtækisins innan fyrirtækis (6,4). Þetta er spurning sem er fengin úr rannsóknum Jims Collins á árangursríkum fyrirtækjum sem er greint frá í bók hans Good to Great. Þar er lögð áhersla á að allir innan fyrirtækisins verði að vera að vinna saman að sama markmið- inu til þess að ná árangri. Þetta er sennilega enn mikilvægara í litlum fyrirtækjum þar sem hver starfsmaður þarf að vinna mörg störf. Með öðrum orðum, ef orð Collins séu endurskrifuð, þá eiga þeir sem ekki eru að róa með betur heima á landi. Hvernig frumkvöðlar fá starfs- menn til að róa virðist að einhverju leyti fólgið í umbunarkerfi sem þeir eru frekar sammála um að sé mikilvægt (5,6) þó að árangurinn sé minni (4,6). Frumkvöðlar átta sig jafnframt á mikilvægi hinna klassísku stefnu- mótunarþátta: Gildi sem allir trúa á, sameiginleg og skýr markmið, heildstæð stefna og framtíðarsýn. Þessir þættir þykja allir mikilvægir (6,3 að jafnaði) í uppbyggingu fyrirtækja og frumkvöðlar eru jafn- framt sammála því að þeir hafi staðið sig vel hvað varðar þessa þætti (5,3 að jafnaði). Mismunurinn á mikilvægi og árangri á þessum þáttum er hins vegar um 18%, sem bendir til þess að frumkvöðlar gætu að jafnaði bætt enn um betur. Framtíðin er núna Á heildina litið virðist sem sprotafyrirtækjum vegni vel á Íslandi. Það tekur að jafnaði nýtt fyrirtæki fjögur til fimm ár að ná hagnaði frá því það er stofnað, samkvæmt rannsókninni. Þetta er eðlilegur tími miðað við erlendar rannsóknir. Uppbygging fyrirtækja gengur þar af leiðandi vel hér á landi. Það er hins vegar ástæða til að ætla að hægt væri að gera ennþá betur. Oft hafa markaðs- og sölumál verið nefnd sem sá þáttur sem hægt væri að bæta verulega í nýjum fyrirtækjum. Þetta er algengt álit þeirra sem vinna sem ráðgjafar hjá sprotafyrirtækjum. Þetta kemur jafnframt fram í sprotarannsókninni þar sem frumkvöðlar gera sér grein fyrir mikilvægi markaðs- og sölu- mála (5,9) en hafa ekki staðið sig eins vel (5,0). Sérstaklega virðast það vera sölumálin sem mættu vera öflugri en talsvert virðist vanta upp á sölumarkmið (28% munur á árangri og mikilvægi) og þjálfun sölumanna (41% munur á árangri og mikilvægi). Þrjú mikilvægustu orðin í rekstri nýrra fyrirtækja verða nefnilega oft að vera „selja, selja, selja“ en þau vilja hins vegar gleymast. Það eru algeng mistök hjá frumkvöðlum að eyða öllum tíma í þróun og að dásama vöruna og fyrirtækið í stað þess að reyna að selja vöruna og fá endurgjöf frá neyt- endum. Fyrirtæki skapar einungis kostnað þar til einhver er tilbúinn að borga fyrir það sem það hefur upp á að bjóða. Íslensk fyrirtæki spretta upp sem aldrei fyrr og það er margt sem bendir til þess að þau séu ágætlega rekin. Mikilvægt er að nýta mann- auðinn til þess að skapa nýtt og aukið framboð sem er ekki einungis áhugavert fyrir innlendan markað heldur einnig erlenda markaði. Til þess þarf að hyggja að markaðs- og sölumálum. Ný fyrirtæki eru framtíðin og sjaldan hafa þau verið mikilvægari fyrir samfélagið. Framtíðin er núna. Rannsókn á íslenskum sprotafyrirtækjum var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, Samtökum iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins. Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík, þær Ólöf Rún Tryggvadóttir og Guðrún Sjöfn Axelsdóttir, unnu rann- sóknina undir stjórn Eyþórs Ívars Jónssonar. Jafnframt voru þeir Davíð Lúðvíksson og Eggert Claessen í stýrihóp um verk- efnið. Spurningakönnun var send út til 250 fyrirtækja og svar- hlutfallið var 51%. ástæða fyrir stofnun fyrirtækis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.