Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 94
Bílar
Hámarkshraði 303 km
tExti OG lJÓsmynd:
PÁLL sTEFÁnsson
94 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8
Porsche í kína. Af öllum stöðum, þá var nýi
fjögurra dyra Porsche Panamera fyrst kynntur
umheiminum á alþjóða bílasýningunni í sjanghæ
í kína síðastliðið vor. Þessi 5 metra lúxusbíll er
loksins kominn til Íslands. valið er auðvelt; vilt
þú s-útgáfuna með 400 hrossum eða turbo með
sömu v8, 4,8 lítra vélinni, en með tveimur túrb-
ínum sem auka hestöflin um 100, upp í fimm
hundruð. Bíllinn er afturhjóladrifinn, en hægt er
að fá allar útgáfurnar með Ptm (Porsche traction
management) fjórhjóladrifinu.
Panameran er fáanleg sex gíra beinskipt eða með
7 gíra sjálfskiptingu.
Af hverju kína? Jú, kína er stærsti bílamark-
aður í heimi og þar finnast líklega flestir kaup-
endur Porsche Panamera bílsins. kínverskir auð-
menn eru margir hverjir ekki með bílpróf, en þetta
er líklega hin fullkomni bíll til að komast hratt og
örugglega frá A til B. túrbó-bílinn er undir fimm í
hundraðið. Frábært.
Hönnun bílsins er djörf, í anda Porsche, og
setur algjörlega ný viðmið í flokki lúxusbíla. Að
innan er hvert smáatriði úthugsað, það er ekkert
til sparað. Fullkomin þýsk hönnun eins og hún
gerist best. Og plássið, fyrir aftursætisfarþega,
er frábært. Það er gaman og krefjandi að keyra
911 bílinn, en að keyra Panamera er bara gaman.
maður verður eiginlega undrandi hvað gott er að
keyra hann, þrátt fyrir stærð og þyngd. Fullkomnir
aksturseiginleikar. svo fullkomnir að margir eiga
eftir að segja upp einkabílstjóranum, taka bílpróf
og skemmta sér ñ alla leið í vinnuna.
Páll stefánsson reynsluekur Porche Panamera.