Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Aðalheiður Héðinsdóttir og eiginmaður hennar, eiríkur Hilmarsson, stofnuðu kaffitár fyrir nítján árum. núna rekur fyrirtækið kaffibrennslu og átta kaffihús. Fyrirtækið hefur vaxið 20 til 30% á ári frá því að það var stofnað og velti á síðastliðnu ári um 710 milljónum. TexTi: vilmundur hansen • Mynd: geir ólafsson aðalHEiður Í kaFFitári a ðalheiður Héðinsdóttir, sem á og rekur Kaffitár, ásamt eiginmanni sínum Eiríki Hilmarssyni, er fædd í Keflavík 23. apríl árið 1958. Hún er dóttir hjónanna Bergþóru Guðlaugar Bergþórsdóttir matráðskonu og Héðins Skarphéðinssonar trésmiðs sem rak eigið trésmíðaverkstæði í Njarðvíkum. Aðalheiður á tvö systkin, eldri systur, Kristjönu Birnu, og yngri bróður, Skarphéðin. „Mér leið afskaplega vel í Keflavík sem barni og það var gott að alast þar upp. Ég var þar í barna- og gagnfræðaskóla og að lokum í fjölbraut og kláraði tvö ár áður en ég flutti til Reykjavíkur. Ég og maðurinn minn kynntumst á fyrsta ári í barnaskóla, vorum saman í bekk í mörg ár og urðum svo par sautján ára og við erum enn hamingjusamlega gift,“ segir Aðalheiður. Eiríkur starfar sem framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands og forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Hjónin eiga þrjú börn sem heita Andrea, 29 ára, nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, Héðin, sem er 23 ára ljósmyndari og kaffibarþjónn, og Bergþóru, sem er tuttugu og eins árs og stafar sem kaffibarþjónn. Auk þess eiga þau eitt barnabarn sem heitir Eiríka Ýr Sigurðardóttir. Fóstra að mennt „Á æskuárum mínum í Keflavík störfuðu vel flestar konur heima og karlarnir unnu myrkranna á milli við að koma upp húsi og hafa í og á fjölskylduna. Það þekktust allir í bænum og samfélagið var gott. Á sumrin passaði ég börn og vann í fiski þegar það var hægt enda mun betur borgað en að passa. Þegar ég hafði aldur til fór ég að vinna í mötuneytinu hjá hernum uppi á velli. Eftir tvö ár í Fjölbrautaskólanum í Keflavík fluttum við Eiríkur til Reykjavíkur og ég innritaðist í Fóstruskóla Íslands en hann fékk vinnu hjá Unglingaheimili ríkisins. Við eignuðumst fyrsta barnið þegar ég var á síðasta ári í Fóstruskólanum. Eftir það kenndum við hálfan vetur í afleysingum við Skjöldólfsstaðaskóla í Jökuldal. Því næst fluttum við aftur til Keflavíkur og Eiríkur hóf nám í uppeldisfræði við Háskóla Íslands og ég fór að vinna sem fóstra og varð síðan forstöðukona leikskólans Tjarnasels í tvö og hálft ár á meðan Eiríkur kláraði Háskólann,“ segir Aðalheiður. Flutt til bandaríkjanna „Árið 1984 fluttum við til Madison í Wiscons- infylki í Bandaríkjunum þar sem Eiríkur fór í framhaldsnám í stjórnunarfræðum en ég var heimavinnandi húsmóðir. Við ákváðum þá að nota tækifærið og eignast fleiri börn þar sem ég var heima og gat sinnt þeim. Dvölin í Bandaríkjunum var afskaplega þægileg og góð að öllu leyti. Við kunnum bæði vel við okkur í Madison, enda borgin mjög fjölskylduvæn, en eftir fimm ára veru þar, árið 1989, ákváðum við að flytja heim aftur eftir að maðurinn minn hafði lokið doktorsprófi. Mér þótti mikill lúxus að fá að vera húsmóðir á stúdentagarði í Madison. Við áttum gamalt hús í Keflavík sem var svo illa farið að það var nánast hægt að taka það í nefið og svo kalt að blautar bleyjur frusu í þvottabalanum á veturna. Á stúdentagarð inum gat maður aftur á móti hringt í húsvörðinn og hann kom og lagaði allt sem bilaði. Ég eyddi því mestum mínum tíma í að ala upp börnin, elda mat og fara á kaffihús og það var þar sem ég lærði að meta gott kaffi. Þrátt fyrir að líka dvölin vel í Banda ríkjunum vildum við samt flytja heim aftur þar sem börnin vantaði tengslin við afa sína og ömmur. Okkur langaði líka bæði að fara að vinna og koma okkur fyrir heima í Íslandi. Mér bauðst að vísu vinna í kaffibransanum úti en Ísland varð fyrir valinu. Eftir heimkomuna fluttum við í húsið okkar í Keflavík,“ segir Aðalheiður. n æ r m y n d a F a ð a l H E i ð i H é ð i n s d ó t t u r Í k a F F i t á r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.