Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 85
Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sér- hæfir sig á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar. Þjónusta Vinnuverndar miðar að því að aðstoða fyrirtæki og starfs- menn þeirra við að bæta öryggi, líðan og heilsufar á vinnustað og draga meðal annars á þann hátt úr fjarvistum. Framkvæmda- stjóri Vinnuverndar er Valgeir Sigurðsson. „Tólf til fjórtán manna teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sál- fræðinga, lýðheilsufræðings og vinnuvist- fræðings sinnir fjölbreyttum verkefnum Vinnuverndar,“ segir Valgeir. „Sem dæmi um þjónustuþætti má nefna trúnaðarlækn- isþjónustu, úttektir á vinnuaðstæðum, vinnuvistfræðilega ráðgjöf, heilsufarsmæl- ingar og heilsufarsmat, áhættumat, vinnu við eineltismál, áfallahjálp, ýmiss konar fræðslu, námskeið og margt fleira. Einnig hafa sérfræðingar Vinnuverndar aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að skipuleggja heilsu- eflingu til lengri tíma. Auk þess rekum við sérhæfða einingu sem heitir Ferðavernd. Þar er veitt heilbrigð- isráðgjöf og framkvæmdar bólusetningar í tengslum við ferðalög. Þjónustan nýtist einstaklingum, starfsmönnum fyrirtækja og ýmiss konar hópum. Nú þegar fólk er að velja áfangastaði þar sem verðlag er lágt kallar það enn frekar á bólusetningar.“ Aldrei mikilvægara Það er mat Valgeirs og starfsmanna Vinnu- verndar að líklega hafi aldrei verið mik- ilvægara en nú að fyrirtæki sinni vinnu- og heilsuverndarstarfi. Starfsfólkið sé mesta auðlind fyrirtækja og segja megi að það sé lykilatriði að hlúa vel að því við uppbygg- ingarstarfið sem framundan er. „Vinnuverndarstarfið er líklega ódýrasta ráðgjafarþjónusta sem völ er á. Það hefur margvíslegan ávinning í för með sér og hægt er að gera býsna margt fyrir lítið fjármagn. Verkefni sem ná beint til starfsmanna og eru sýnileg á vinnustaðnum eru mjög mikilvæg um þessar mundir. Það skiptir því miklu máli að færa vinnuverndarstarfið enn framar í forgangsröðina.“ Hvað er framundan? Valgeir bætir við: „Framundan eru inflú- ensubólusetningar á vinnustöðum sem við höfum sinnt um nokkurt skeið. Mjög þægi- legt er fyrir fyrirtæki að fá þessa þjónustu til sín í stað þess að hver starfsmaður sæki þjónustuna út fyrir vinnustaðinn. Við höfum einnig mikið sinnt heilsufars- mælingum á vinnustöðum og er alla jafna mikil aðsókn í þá þjónustu á þessum árs- tíma, enda hefur hún gefið góða raun. Hún veitir gagnlegar upplýsingar fyrir starfsmenn en skapar auk þess ákveðið aðhald og hvetur fólk til ábyrgðar og aðgerða varðandi eigin heilsu.“ Í lokin segir Valgeir Sigurðsson fram- kvæmdastjóri: „Mikilvægt er fyrir atvinnu- lífið að til sé fyrirtæki hér á landi líkt og Vinnuvernd enda eru áþekk fyrirtæki til víð- ast hvar. Og þó ástandið sé ekki nægjanlega gott í samfélaginu þá er bjart framundan og Vinnuvernd er að stækka og eflast. Það ger- ist hægar en áður en gerist samt!“ haustið er tíminn Vinnuvernd Vinnuverndarstarf líklega ódýrasta ráðgjafaþjónustan Valgeir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuverndar. F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.