Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 33
sprotafyrirtæki hafa verið verið nátengd nýsköpunarumræð-unni á Íslandi; þetta eru fyrirtæki sem bjóða einhverjar nýj-ungar í vöru og þjónustu. Sú skilgreining er reyndar talsvert
þrengri en sú sem austurríski hagfræðingurinn Schumpeter stakk upp
á þar sem hann talaði einnig um nýsköpun hvað varðar til dæmis
ferla, markaði og skipulag fyrirtækja. Nýsköpun nýrra fyrirtækja átti
svo að skapa skapandi eyðileggingu, þ.e. ryðja gömlum fyrirtækjum
út af markaðinum og breyta því hvaða fyrirtæki sigra í samkeppn-
inni. Reyndar má geta þess í þessu samhengi
að Schumpeter leit á kreppur sem eðlilega
efnahagssveiflu sem gerir skapandi eyðilegg-
ingu kleift að eiga sér stað.
Nýsköpun og nýnæmi hafa verið miklir
vandræðagemlingar þar sem ekki er alltaf gott
að sjá hvað er raunverulega nýstárlegt þó að
oft sé auðvelt að sjá hvað er greinileg eftiröpun
á því sem fyrir er. Stundum er líka það sem
virðist vera nýsköpun lítið annað en gamalt
vín á nýjum belgjum, ekki þó svo að skilja að
umbúðir geti ekki falið í sér nýsköpun.
Þessi umræða um nýsköpun hefur að vissu
leyti leitt umræðu um sprotafyrirtæki á villi-
götur enda er ekki fylgni á milli aukins nýnæmis og árangurs fyr-
irtækis. Oft er frekar um að ræða að þegar mikið nýnæmi er í nýsköp-
uninni, er markaðurinn ekki tilbúinn til að meðtaka hana eða ekki
tilbúinn að borga fyrir hana af því að hún er of dýr. Reynsluboltar í
viðskiptum myndu benda á að í stað þess að einblína á nýnæmi sem
slíkt er miklu skynsamlegra að finna frumlegan flöt á því sem þegar
hefur sannað sig á markaðinum, að frumleg eftirlíking sé mun líklegri
til árangurs en nýsköpun. Róttæk nýsköpun sem viðskiptahugmynd
virðist líka á undanhaldi í fræðaumræðunni.
Seinni tíma umræða um frumkvöðlafyrirtæki sýnir líka sprota-
fyrirtæki í öðru ljósi en nýsköpunarljósinu. Þar er áherslan fyrst og
fremst á vöxt sem samsvarar reyndar myndlíkingu sprota miklu betur
en nýsköpun þar sem framtíð sprotans er fyrst og fremst að vaxa en
ekki að verða glæný gróðurtegund. Vaxtaráherslan er að vissu leyti
afleiðing af rannsóknum bandaríska hagfræðingsins David Birch á
atvinnusköpun smáfyrirtækja en hann komst að því að það væru í
raun fáein ört vaxandi fyrirtæki sem skapa flest störf. Hann kallaði
þessi fyrirtæki gasellur.
Þetta rímar við viðskiptafræðilega umræðu, sem snýr að rekstri og
uppbyggingu fyrirtækja, þar sem frumkvöðlaskóli stefnumótunar-
fræða, eins og Henry Mintzberg lýsir honum,
snýst fyrst og fremst um að finna tækifæri, skapa
verðmæti fyrir viðskiptavini og vöxt fyrirtækja.
Verðmætasköpunin snýst um þarfir og vænt-
ingar neytandans en í sjálfu sér ekki um hversu
nýstárlegir hlutir eru. Þetta tvennt helst þó oft
í hendur. Birch komst að því að þessar gasellur
sem skapa störfin voru ekki endilega nýsköp-
unarfyrirtæki heldur voru það stefnumótandi
ákvarðanir og metnaður stjórnenda sem réðu
meiru um vöxt fyrirtækja.
Aukin áhersla hefur verið á vaxtarþátt sprota-
fyrirtækja á undanförnum árum, ekki síst vegna
þess að vinsælasta leiðin til að verðmeta fyrir-
tæki er að reikna framtíðarsjóðstreymi til núvirðis. Engu að síður er
enn rík áhersla á nýsköpunarþáttinn og mætti kannski segja að hann
sé nauðsynlegur en ekki nægjanlegur fyrir sprotafyrirtæki en hið sama
mætti segja um vaxtarþáttinn. Það gerir hins vegar ekki starf þeirra
sem eru að reyna að telja saman sprotafyrirtæki auðveldara, nema það
útilokar öll fyrirtæki á fyrstu stigum þar sem þau hafa ekki enn náð
að vaxa. Í sjálfu sér er það ágæt flokkun en hún missir marks í því
samhengi sem umræða um sprotafyrirtæki þarf að vera, að snúast um
möguleika fyrirtækja svo að viðskiptavinir og fjárfestar fái áhuga á
þeim frekar en að tilgreina þau sem þegar hafa náð verulegum árangri.
Það væri sprotaumræða áhættufjárfestingarsjóða sem væri umræða
um hálfvaxin tré en ekki það sem er á leið upp úr jörðinni.
vaxtaráherslan er að
vissu leyti afleiðing af
rannsóknum bandaríska
hagfræðingsins david
Birch á atvinnusköpun
smáfyrirtækja en hann
komst að því að það
væru í raun fáein ört
vaxandi fyrirtæki sem
skapa flest störf.
texti: dr. eyþór ívar jónsson
sprotafyrir-
tæki vaxa
úr grasi
spurningin um hvaða fyrirtæki séu sprotafyrirtæki er ein
af þessum spurningum sem erfitt er að svara og líklega
breytist svarið með tíð og tíðaranda. Upprunalega skilgrein-
ingin endurspeglar hugmyndir austurríska hagfræðingsins
schumpeters um að tæki frumkvöðulsins sé nýsköpun.