Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 b æ k u r Mikið hefur verið rætt og ritað um kosti markþjálfunar (coaching) undanfarin misseri. Góðir stjórnendur nýta sér markþjálfun til að stuðla að vexti einstaklingsins og hámarka þannig árangur liðsheildarinnar. Sumum er þetta eðlislægt en aðrir sækja sér þjálfun í því hvernig nota megi markþjálfun til að ná fram því besta í hverjum og einum starfsmanni. Kastljósinu er einmitt beint að því hvernig stjórnandinn getur náð fram því besta í hverjum starfsmanni með markþjálfun í bókinni The Tao of Coaching eftir Max Landsberg. Oft var þörf Oft var þörf en nú er nauðsyn. Krafan um árangur verður sífellt háværari. Viðskipta- umhverfi dagsins í dag gerir kröfu um að hver einasti starfsmaður nýti krafta sína til fulls. Með uppsögnum í fyrirtækjum hefur álag aukist á þá sem halda störfum sínum og því verður erfiðara fyrir stjórnandann að uppfylla kröfur hagsmunaaðila. Með því að beita aðferðum mark- þjálfunar markvisst og meðvitað getur stjórnandinn hámarkað afköst og árangur hvers og eins og þannig hámarkað árangur liðsheildarinnar. Allt sem þarf er breytt viðhorf stjórnandans og nokkrar einfaldar aðferðir sem höfundur lýsir á hnit- miðaðan og aðgengilegan hátt í bókinni. Fyrir hverja Bókin er fyrir alla sem vilja stuðla að vexti starfsmanna sinna en jafn- framt fyrir þá sem vilja kynnast aðferðum markþjálfunar á einfaldan og aðgengilegan hátt. Hún hentar vel þeim sem leiða hópa eða verkefni, svo sem verkefnastjórum, liðsstjórum og hópstjórum. Bókin er mjög stutt og einföld og sett fram í formi sögu af stjórnandanum Alex sem leitar ráða hjá vinnufélögum sínum, fær sjálfur bæði góða og laka markþjálfun og prófar sig sjálfur áfram með aðferðafræðina sem sett er fram í bókinni. Til eru fjölmargar bækur um markþjálfun (e. coaching) en kostur The Tao of Coaching er tvímælalaust hve einföld og fljótlesin hún er. Eigi að síður á hún erindi bæði til þeirra sem lítið hafa unnið með þessa hugmyndafræði og eins þeirra sem hafa nýtt sér markþjálfun í lengri eða styttri tíma. Enn á ný sannast að einfaldleikinn er oft best fallinn til árangurs. Hugmyndafræðin Höfundur byrjar á því að skilgreina markþjálfun og hefst svo strax handa við að skýra út þá þætti sem markþjálfun felur í sér, t.d. að spyrja spurninga í stað þess að segja fólki hvað á að gera, mikilvægi markvissrar og stöðugrar endurgjafar, hvatningu, spurningatækni og mikilvægi þess að meta hversu tilbúinn starfsmaðurinn er að takast á við tiltekið verkefni. Með þetta að leiðarljósi hjálpar stjórnandinn starfsmanninum að hjálpa sér sjálfur við að Bókin The Tao of Coaching sýnir hvernig stjórnandinn getur náð fram því besta í hverjum og einum starfsmanni með markþjálfun – en hún snýst m.a. um mikilvægi markvissrar og stöðugrar endurgjafar, hvatningu, spurningatækni og að spyrja spurninga í stað þess að segja fólki hvað það eigi að gera. TexTi: unnur valborg hilmarsdóttir Max Landsberg er höfundur bókarinnar The Tao of Coaching. Bókin THe TAo of CoACHInG: Náðu fram því besta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.