Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
Fyrst þetta ...
Vinsælasta
ráðstefnuborgin:
Reykjavík
í 69. sæti
Paul Flackett, framkvæmdastjóri
IMEX, fjallaði um möguleika Íslands
á að vaxa sem áfangastaður fyrir
ráðstefnu- og fundahald. Í máli
hans kom fram að Ísland væri í 50.
sæti á heimsvísu hvað varðar fjölda
funda og að Reykjavík væri í 69.
sæti yfir vinsælustu ráðstefnuborg-
irnar. Einnig talaði Paul um að
nýsköpun væri lykillinn að árangri í
ráðstefnu- og fundahaldi. Paul sagði
einnig að enginn vafi væri á að
tónlistar- og ráðstefnuhúsið muni
hafa jákvæð áhrif á ráðstefnumark-
aðinn hér á landi.
Ráðgjafafyrirtækið Verkís mun standa fyrir
opnu málþingi sem ber heitið „LJÓSGÆÐI
= LÍFSGÆÐI“ þriðjudaginn 13.október
næstkomandi í Laugardalshöll. Málþingið
er ætlað öllum sem vilja fræðast um gildi
lýsingar og eiga þátt í að bæta umhverfi
sitt og annarra.
Fyrirlesarar eru Dr. Brainard, tauga-
læknir og sérstakur ráðgjafi NASA, Merete
Madsen arkitekt, Kevan Shaw, lýsing-
arhönnuður og formaður nefndar um sjálf-
bærni lýsingarhönnunar, og Martin Lupton
frá Guerrilla Lighting og formaður PLDA –
alþjóðlegra samtaka lýsingarhönnuða.
Fram eru að koma rannsóknir sem
sýna fram á auknar kröfur um gæði inni-
rýma þar sem þorri manna eyðir 90%
tíma síns innandyra. Dagsbirta og skynjun
okkar á breytileika birtunnar með tilliti til
tímaskyns eru líffræðilega nauðsynleg.
Starfsmenn Verkís sem koma að málþinginu. Frá vinstri: Þórdís Rós Harðardóttir lýsingar-
hönnuður, Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður og Sigurður Jón Jónsson sviðsstjóri.
Paul Flackett, framkvæmdastjóri IMEX, á ráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar um mikilvægi funda-
markaðarins.
Athyglisvert málþing í október:
Ljósgæði = lífsgæði?