Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 91
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 91
Bryndís Hagan torfadóttir, fram-
kvæmdastjóri sAs á Íslandi,
hefur unnið hjá fyrirtækinu frá
árinu 1970, bæði hér heima og
erlendis, svo sem í danmörku,
Grænlandi, Bretlandi og Eist-
landi. Hún hefur í gegnum
árin safnað uppskriftum í
þeim fjölmörgu löndum sem
hún hefur heimsótt starfs
síns vegna og svo hér heima.
Þetta vatt upp á sig og í dag á
hún nokkrar matreiðslubækur
með safninu í. Þess má geta
að engin uppskrift ratar í
það safn án þess að búið sé
að prófa hana. Aðspurð um
uppáhaldsrétti nefnir Bryndís
villibráð, lambakjöt og fisk.
Þegar hún er beðin um
uppskrift segir hún að úr vöndu
sé að ráða. „Allar uppskriftirnar
eru margreyndar á heimilinu og
vinsælar.“ Hér eru þó nokkrar:
Uppskrift frá Grænlandi:
HREINDÝRALÆRI
1 læri – u.þ.b. 3 1/2 kg sem
ætti að vera nóg fyrir 8–10
manns.
Fyrst er að marinera kjötið
þegar búið er að fitu- og sina-
hreinsa það. stingið í lærið
negulnöglum á víð og dreif.
Blandið saman 1 dl af góðri
olífuolíu, 5 dl rauðvíni (hvítvín
gengur líka alveg), salti, pipar,
dálitlu rósmaríni, um það bil
1–2 msk. af einiberjum (úr
morteli), mörðum hvítlauk, fínt
rifnum sítrónuberki og þremur
lárviðarlaufum.
leggið kjötið í fat og hellið
marineringunni yfir. Það þarf að
snúa lærinu oft í henni í tvo sól-
arhringa.
lærið er sett í ofnskúffu og
marineringunni hellt yfir að við-
bættu köldu vatni svo að kjötið
liggi í 2 cm vökva – marineringu
og vatni.
lærið er steikt í tvo tíma,
fyrst við 225 gráður í háftíma,
en fylgist með að það brúnist
ekki um of. lækkið hitann í 180
og steikið áfram í 90 mínútur
(athugið: lægri hiti ef notaður er
blástursofn). Þó er mismunandi
hversu rautt fólk vill hafa kjötið
og því gott að nota kjötmæli og
hafa steikina eins og hver vill.
takið kjötið út og pakkið því
vel inn í álpappir og þykk hand-
klæði og látið það standa inn-
pakkað í 30 mínútur.
Gerið uppbakaða sósu og
notið vökvann úr ofnskúffunni
út í.
Eins er gott að steikja helst
villisveppi og setja út í sósuna.
Bætið við rjóma og smá
portvíni eftir smekk og meira
kryddi ef fólki sýnist svo.
með lærinu er borið fram
það sem hver og einn vill af
meðlæti.
Oddný Sturludóttir, Kári Daníel og Margrét María á Ylströndinni.
„Í raun má segja að ég hafi, ásamt börnunum sem eru fjögurra
og fimm ára gömul, leikið erlendan ferðamann í Reykjavík.“
Sumarfríið:
sumarleyfisparadísin reykjavík
Oddný sturludóttir borgarfull-
trúi varði bróðurpartinum af
sumarfríinu í reykjavík og
nágrenni. Hún bendir á að
borgin hafi upp á margt að
bjóða sem borgarbúar nýti sér
of sjaldan.
„Í raun má segja að
ég hafi, ásamt börnunum
sem eru fjögurra og fimm
ára gömul, leikið erlendan
ferðamann í reykjavík. við
heimsóttum Árbæjarsafn
og sáum mjaltir sem var
börnunum eftirminnileg
upplifun. Hjá móðurinni
vakti hún upp nostalgískar
minningar frá mýrunum þar
sem hún var kaupakona
að sumarlagi sem barn og
unglingur. við heimsóttum
nauthólsvík í tvígang, leigðum
árabát og busluðum í sjónum.
við syntum í nær öllum
sundlaugum í reykjavík og
nágrannasveitarfélögunum
og kusum svo um þá bestu.
niðurstöðunni höldum við
fyrir okkur en samkeppnin var
hörð.“
Oddný segir að
eftirminnilegasta ferðin
hafi verið tjaldútilega við
Úlfljótsvatn. „Þetta er skáta-
og fjölskylduparadís sem
er örstutt frá reykjavík. Þar
eru dásamlegar aðstæður
fyrir börn á öllum aldri,
þrautabraut, bátar af öllum
stærðum og gerðum,
klifurgrindur, veiðistangir,
mínígolf og kastalar. Oft
þarf ekki að leita langt yfir
skammt til að finna ævintýri;
þau leynast við hvert fótmál í
reykjavík og nágrenni.“
Sælkeri mánaðarins
uppskriftir víða að
Bryndís Hagan Torfadóttir er sælkeri mánaðarins.