Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 63 n æ r m y n d a F a ð a l H E i ð i H é ð i n s d ó t t u r Í k a F F i t á r i taka fyrir næst. Við erum auðvitað að skoða ýmsa möguleika en ekkert er ákveðið og það stendur til dæmis ekki til að opna fleiri kaffihús í bráð. Fyrirtækið gengur vel og er með traustar undirstöður. Næsta skref eru því að borga niður lán og treysta innviði fyrirtækisins enn frekar. Við höfum alltaf tekið lítil skref í einu og hegðum okkur ekkert öðruvísi í dag en fyrir nokkrum árum. Kaffitár er rekið með hugmyndafræði sem er niðri á jörðinni og allar ákvarðanir teknar að vel ígrunduðu máli. Við höfum aldrei anað að neinu og það er stefna sem hefur borgað sig,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, að lokum. prjónaði til að vinna sér inn aukapening. Mér er þetta mjög minnisstætt þar sem ég flaug með eina svona sendingu til Madison, sem betur fór var þetta léttavara en tók mikið pláss. Það sem hjálpar henni í sínum rekstri er að hún er hug- myndarík og óhrædd við að prófa nýja hluti og fylgist með nýj- ungum í kaffibransanum og förum við sem næst henni erum ekki varhluta af því. Aðalheiður hefur einstaklega gaman af tilraunastarfsemi í eldhúsinu og hefur unun af að elda góðan mat. Stundum verður manni ekki um sel þegar hún þarf að prófa að grilla nýjungar í ferðalögum og þarf maður að verja grillið sitt vel því að eins og við vitum mega hlutirnir ekki vera of flóknir á grillinu. Á meðan ég rifja upp gamla takta við að verja grillið brosir eiríkur álengdar og heldur áfram að æfa stutta spilið í golfi enda löngu hættur að kippa sér upp við alla tilraunastarfsemi eiginkonunnar. Það hefur hjálpað Aðalheiði í bransanum að stressfaktorinn hjá henni er hár sama hve lítinn tíma hún hefur til að framkvæma, hún vinnur vel undir álagi og stutt er í brosið.“ Guðrún Hákonardóttir æskuvinkona: Frekar ómannglögg „Við Aðalheiður erum jafngamlar og kynntumst þegar við vorum níu eða tíu ára gamlar þannig að við höfum verið vinkonur í rúm fjörutíu ár og þekkjumst vel. Að mínu mati er Aðalheiður jákvæð og dugleg manneskja með stóra sýn. Allt frá því við vorum smástelpur ætl- aði hún sér að vera fóstra og varð það og þegar hún kom svo heim frá Bandaríkjunum var hún ákveðin í að kenna Íslendingum að drekka gott kaffi og henni hefur tekist það. Hún vinnur af mikilli þrautseigju að þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur og hefur gott lag á að hrífa fólk með sér og hafa trú á því sem hún er að gera. Aðalheiður er mikil fjölskyldumanneskja, greiðvikin og lítillát þrátt fyrir að vera stolt af fyrirtækinu sínu, enda má hún það. Hún hlífir sér ekki við ábyrgð eða að taka ákvarðanir. Aðalheiður er líka mjög skemmtileg kona og hrókur alls fagnaðar í öllum þeim félagsskap sem við erum saman í en um leið er hún enginn prakkari í eðli sínu og með fæturna á jörðinni. Hún er einstaklega ómannglögg og sem dæmi um það þá vorum við saman á skemmtistað þegar inn kemur þjóðþekkt persóna. ég nefni nafnið hans og hún segir: „Já, er þetta hann, ég var einmitt að velta fyrir því fyrir mér hver þetta væri og hélt að þetta hefði verið einn af strákunum sem var með okkur í skóla.“ Í stuttu máli mundi ég segja að Aðalheiður væri góð persóna sem hefur gaman af því að skemmta sér en hún er ekki manneskja sem mundi hengja borða utan á húsið hjá fólki þegar það á afmæli. Hún er of jarðbundin til þess.“ Það er einfalt að útbúa svalandi úrvalskaffidrykk. eina sem þarf er bragðmikið gott kaffi, klakamolar, mjólk og síróp fyrir þá sem vilja bragðbæta drykkinn. Hellum upp á bragðmikið kaffi í mokkakönnu eða jafnvel upp á gamla mátann, mælt er með expressókaffi og það helmingi sterkara en vanalega. Fyllum glas af klaka og hellum einum bolla af bragðmiklu kaffinu yfir klakann. Ágætt að kæla kaffið með kaldri mjólk áður en því er hellt yfir klakann. Bætum við sírópi og fyllum glasið með uppáhaldsmjólkinni okkar. Hrærum og njótum. einfaldur og svalandi kaffidrykkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.