Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 17
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 17
Talaris Research Institute og The Swedish
Medical Center í Seattle og birt var fyrir
tveimur árum, sýni að af þeim pörum
sem sóttu námskeiðið upplifðu 22,5% (í
stað 67%) að gæði sambandsins minnk-
uðu eftir fæðingu barns. „Önnur jákvæð
niðurstaða er að bæði feður og mæður
sem sóttu námskeiðið voru næmari fyrir
þörfum barnanna og brugðust betur við
þeim. Þetta átti sérstaklega við um feð-
urna. Börnin sýndu einnig merki um minni
streitu og þau brostu meira. Það sem er
sérstakt við þetta námskeið og fellur að
markmiði evrópsku ráðherranefndarinnar
er að það þjónar karlmönnum. Feðrum.
Meðvitað og ómeðvitað er pabbanum oft
ýtt frá.“
Gates-hjónin búa í Seattle og nýtur The
Swedish Medical Center þess. Að auki er
Bill and Melinda Gates Foundation bakhjarl
Talaris Research Institute.
„Kathleen Hebert, fyrrverandi varafor-
seti Microsoft Corporation, er forstjóri
Talaris. Þau fjórtán ár sem hún starfaði
hjá Microsoft var hún einn af lykilstarfs-
mönnum í þróun og markaðssetningu fjölda
vara, þar á meðal Microsoft Office. Terry
Meersman er stjórnarformaður Talaris.
Hann var fyrsti forstjóri Gates Foundation og
samdi starfsreglur sjóðsins. Hann var áður
framkvæmdastjóri hjá Save The Children og
stjórnaði verkefnum meðal annars í Asíu,
Ástralíu og Evrópu. Talarisstofnunin vinnur
að útbreiðslu fræðsluúrræða byggðum á
rannsóknum og prófunum fyrir foreldra 0–5
ára barna.
Atvinnulífið hér hefur átt mikilvægan
þátt í innleiðingu námskeiðsins. Forstjóri
Microsoft hér á landi átti auðvelt með að
feta í fótspor frumkvöðulsins Gates og
styrkti verkefnið. Þegar fólk í atvinnulífinu
áttar sig á því að um 20.000 einstaklingar,
á hverjum tíma, eru í slæmu tilfinningalegu
jafnvægi, jafnvel í uppnámi, vegna barn-
eigna síðastliðin þrjú ár áttar það sig á
ávinningnum af verkefninu fyrir atvinnulífið.
Þetta er unga fólkið sem er sá hópur sem
gerðar eru hvað mestar kröfur til í end-
urreisninni.“
Að rækta parsambandið
Að sögn Ólafs segja fræðimenn í Banda-
ríkjunum að mæður séu samhæfðar unga-
barninu 30% af tímanum – þær skilja þarfir
þess 30% af tímanum. „Í Evrópu segja
þeir að í 60% tilfella séu samskiptin ekki
skaðleg. Við sem þjóð þurfum að leita
leiða til að vera sátt um eitthvað á þessum
umrótartímum. Hér liggur máttur okkar
og það mundi skila okkur miklum fram-
förum að mynda sátt um að þetta sé óvið-
unandi. Heilbrigður þroski barnsins á sér
stað í því að foreldrið skilur það og svarar
þörfum þess. Á námskeiðinu, sem er 12
klukkutímar, er hægt að gjörbreyta þessu.
Ástæðan fyrir því að mæður eru aðeins
samhæfðar barninu 30% tímans er oft að
þær eru stressaðar og hafa ekki fengið
fræðslu. Ríkasta uppsprettan fyrir stuðning
og að líða vel er parsamband. Þá minnkar
stressið. Hluti af því sem fólk þarf að gera
til að verða góðir foreldrar er að eiga tíma til
að rækta sjálft sig og parsambandið. Góðir
foreldrar eru ekki alltaf með barnið sitt. Það
getur haft áhrif á barnið ef foreldrunum líður
ekki vel en þroskagrunnur barnsins tengist
jafnvægi parsins.“
Á meðal þess sem þátttakendur á
námskeiðinu hafa sagt er: „Okkar líðan
endurspeglast í barninu.“ „Okkur fannst
þetta efni mjög áhugavert og hjálpaði okkur
að læra hvað tilfinningar skipta miklu máli
í uppeldi.“ „Við áttuðum okkur á því að við
leikum of mikið hvort í sínu lagi við dóttur
okkar.“
u p p E L d I
Ólafur Grétar Gunnarsson. „Eins og við vitum er mikilvægt að styðja börnin okkar á tímum
enduruppbyggingar samfélagsins. Það er mikilvægt að vita hvar máttur okkar liggur og
hvernig við getum þroskast sem samfélag.“