Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 97
Fólk
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 97
nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að hefjast og um leið tekurSigurður Nordal við stöðu fram-
kvæmdastjóra hennar. Að sögn Sigurðar er
dagskráin gífurlega fjölbreytt og aðgengileg
og verða um 60 tónleikar af ýmsu tagi á
starfsárinu: „Unnt er að velja um tónleikaraðir
við flestra hæfi, jafnt fyrir þá sem eru að kynnast
sígildri tónlist í fyrsta sinn og þá sem hafa
sótt tónleika í lengri tíma. Einnig er sérstök
tónleikaröð, Litli tónsprotinn, sem sniðin er
fyrir fjölskyldur og unga tónlistarunnendur.
Fjöldi heimsþekktra einleikara, söngvara og
hljómsveitarstjóra munu koma til landsins á
vegum hljómsveitarinnar í vetur, auk þess sem
nokkrir af okkar ástsælustu tónlistamönnum
koma fram, eins og Víkingur Heiðar, Kristinn
Sigmundsson og Diddú.“
Starfsár hljómsveitarinnar er hið sextugasta
í röðinni og verður haldið upp á 60 ára
afmæli Sinfóníunnar í mars. „Líklega hefur
hljómsveitin aldrei verið betri og orðspor
hennar á alþjóðavettvangi fer sífellt vaxandi,
ekki síst eftir að hún var tilnefnd til Grammy-
verðlauna fyrr á árinu. Við getum verið stolt af
að eiga hljómsveit á heimsmælikvarða og um
leið þakklát að eiga þess kost að sækja tónleika
slíkrar hljómsveitar í eigin landi.
Sigurður segir það mikið tilhlökkunarefni
þegar hljómsveitin leikur í nýjum sal Tón-
listarhússins sem áætlað er að verði tilbúinn
vorið 2011. „Með Tónlistarhúsinu öðlast
Sinfónían loksins sambærilega aðstöðu
og þjóðarhljómsveitir erlendis búa við og
tónleikagestir munu loksins fá að njóta leiks
hennar í bestu hljómgæðum.
Starf mitt felst, eins og vænta má, í rekstri og
umsýslu hljómsveitarinnar og að leiða þann hóp
sem vinnur í kringum hljómsveitina, t.d. við
gerð og kynningu tónleikadagskrár, samninga
við einleikara og stjórnendur o.s.frv. Starfsemin
er afar umfangsmikil, því auk reglulegra
tónleika fer fram mikið fræðslustarf á vegum
hljómsveitarinnar fyrir börn, ungt fólk og
fullorðna. Auk þess leikur hljómsveitin reglulega
inn á hljómdiska fyrir alþjóðleg útgáfufyrirtæki
og fer í hljómleikaferðir innanlands og utan.“
Sigurður er stúdent af eðlisfræði- og
tónlistarsviði frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð og með BS-próf í hagfræði frá Háskóla
Íslands. Eiginkona hans er Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðu-
neytinu, og eiga þau þrjú börn á aldrinum 8
til 11 ára. „Eftir nám í HÍ fórum við Áslaug til
New York til framhaldsnáms þar sem ég lauk
meistaragráðu frá hagfræðideild Columbia-
háskóla og hún meistaragráðu í fjölmiðlun og
fréttamennsku frá NYU.“
Áhugamál og samvera fjölskyldunnar fara
að mestu saman hjá Sigurði.
„Við höfum ferðast mikið, fjölskyldan,
bæði innanlands og til útlanda, förum saman
á skíði á vetrum og leikum golf á sumrin, svo
eitthvað sé nefnt. Best er þegar hægt er að
nýta þann frítíma sem gefst til að sinna bæði
fjölskyldu og áhugamálum samtímis. Í sumar
fór öll fjölskyldan norður á Hornstrandir
og dvaldi í Hornvík í nokkra daga. Það var
einstök upplifun fyrir bæði börn og fullorðna,
þar sem saman fóru spennandi strendur, gæfir
refir, tignarleg náttúra og margt fleira.
Þá hef ég alltaf haft áhuga á því sem er að
gerast í menningar- og mannlífi almennt og
hef setið í stjórn Listaháskóla Íslands í meira
en áratug eða allt frá því að undirbúningur
að stofnun skólans hófst. Þannig reyni ég að
fylgjast með því sem er nýjast í myndlist og
leiklist, auk tónlistar að sjálfsögðu.“
Sigurður Nordal: „Í sumar
fór öll fjölskyldan norður
á Hornstrandir og dvaldi í
Hornvík í nokkra daga. Það
var einstök upplifun fyrir
bæði börn og fullorðna, þar
sem saman fóru spennandi
strendur, gæfir refir, tignarleg
náttúra og margt fleira.“
framkvæmdastjóri sinfóníuhljómsveitar Íslands
SIGURÐUR NORDAL
nafn: sigurður nordal.
fæðingarstaður: reykjavík,
10. júlí 1966.
foreldrar: solveig Jónsdóttir og
Jón nordal.
maki: Áslaug dóra Eyjólfsdóttir.
Börn: Jón, 11 ára, stefán, 8 ára
og solveig, 8 ára.
menntun: mA í hagfræði.