Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 97
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 97 nýtt starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að hefjast og um leið tekurSigurður Nordal við stöðu fram- kvæmdastjóra hennar. Að sögn Sigurðar er dagskráin gífurlega fjölbreytt og aðgengileg og verða um 60 tónleikar af ýmsu tagi á starfsárinu: „Unnt er að velja um tónleikaraðir við flestra hæfi, jafnt fyrir þá sem eru að kynnast sígildri tónlist í fyrsta sinn og þá sem hafa sótt tónleika í lengri tíma. Einnig er sérstök tónleikaröð, Litli tónsprotinn, sem sniðin er fyrir fjölskyldur og unga tónlistarunnendur. Fjöldi heimsþekktra einleikara, söngvara og hljómsveitarstjóra munu koma til landsins á vegum hljómsveitarinnar í vetur, auk þess sem nokkrir af okkar ástsælustu tónlistamönnum koma fram, eins og Víkingur Heiðar, Kristinn Sigmundsson og Diddú.“ Starfsár hljómsveitarinnar er hið sextugasta í röðinni og verður haldið upp á 60 ára afmæli Sinfóníunnar í mars. „Líklega hefur hljómsveitin aldrei verið betri og orðspor hennar á alþjóðavettvangi fer sífellt vaxandi, ekki síst eftir að hún var tilnefnd til Grammy- verðlauna fyrr á árinu. Við getum verið stolt af að eiga hljómsveit á heimsmælikvarða og um leið þakklát að eiga þess kost að sækja tónleika slíkrar hljómsveitar í eigin landi. Sigurður segir það mikið tilhlökkunarefni þegar hljómsveitin leikur í nýjum sal Tón- listarhússins sem áætlað er að verði tilbúinn vorið 2011. „Með Tónlistarhúsinu öðlast Sinfónían loksins sambærilega aðstöðu og þjóðarhljómsveitir erlendis búa við og tónleikagestir munu loksins fá að njóta leiks hennar í bestu hljómgæðum. Starf mitt felst, eins og vænta má, í rekstri og umsýslu hljómsveitarinnar og að leiða þann hóp sem vinnur í kringum hljómsveitina, t.d. við gerð og kynningu tónleikadagskrár, samninga við einleikara og stjórnendur o.s.frv. Starfsemin er afar umfangsmikil, því auk reglulegra tónleika fer fram mikið fræðslustarf á vegum hljómsveitarinnar fyrir börn, ungt fólk og fullorðna. Auk þess leikur hljómsveitin reglulega inn á hljómdiska fyrir alþjóðleg útgáfufyrirtæki og fer í hljómleikaferðir innanlands og utan.“ Sigurður er stúdent af eðlisfræði- og tónlistarsviði frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð og með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Eiginkona hans er Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðu- neytinu, og eiga þau þrjú börn á aldrinum 8 til 11 ára. „Eftir nám í HÍ fórum við Áslaug til New York til framhaldsnáms þar sem ég lauk meistaragráðu frá hagfræðideild Columbia- háskóla og hún meistaragráðu í fjölmiðlun og fréttamennsku frá NYU.“ Áhugamál og samvera fjölskyldunnar fara að mestu saman hjá Sigurði. „Við höfum ferðast mikið, fjölskyldan, bæði innanlands og til útlanda, förum saman á skíði á vetrum og leikum golf á sumrin, svo eitthvað sé nefnt. Best er þegar hægt er að nýta þann frítíma sem gefst til að sinna bæði fjölskyldu og áhugamálum samtímis. Í sumar fór öll fjölskyldan norður á Hornstrandir og dvaldi í Hornvík í nokkra daga. Það var einstök upplifun fyrir bæði börn og fullorðna, þar sem saman fóru spennandi strendur, gæfir refir, tignarleg náttúra og margt fleira. Þá hef ég alltaf haft áhuga á því sem er að gerast í menningar- og mannlífi almennt og hef setið í stjórn Listaháskóla Íslands í meira en áratug eða allt frá því að undirbúningur að stofnun skólans hófst. Þannig reyni ég að fylgjast með því sem er nýjast í myndlist og leiklist, auk tónlistar að sjálfsögðu.“ Sigurður Nordal: „Í sumar fór öll fjölskyldan norður á Hornstrandir og dvaldi í Hornvík í nokkra daga. Það var einstök upplifun fyrir bæði börn og fullorðna, þar sem saman fóru spennandi strendur, gæfir refir, tignarleg náttúra og margt fleira.“ framkvæmdastjóri sinfóníuhljómsveitar Íslands SIGURÐUR NORDAL nafn: sigurður nordal. fæðingarstaður: reykjavík, 10. júlí 1966. foreldrar: solveig Jónsdóttir og Jón nordal. maki: Áslaug dóra Eyjólfsdóttir. Börn: Jón, 11 ára, stefán, 8 ára og solveig, 8 ára. menntun: mA í hagfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.