Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Forsíðu grein SPROTAFYRIRTÆKI ísland er í kreppu, ekki síst tilvistarkreppu. Eyjarskeggjar hafa sjaldan verið líkari höfuðlausum her en undanfarið ár sem er e.t.v. ágætt í ljósi þess að það var m.a. hjarðhegðunin sem leiddi þjóðina í þessar ógöngur. Það er hins vegar ljóst að það þarf hjarðhegðun til þess til þess að moka þjóðina upp úr skurðinum. Og nýjar lausnir sem grafa okkur ekki bara dýpra. Það gleymist hins vegar oft hve Ísland er lítið og sveigjanlegt hag- kerfi en það hefur í för með sér að tiltölulega lítið þarf til þess að skapa viðspyrnu af botninunum. Nokkur ört vaxandi fyrirtæki myndu gjörbreyta stöðunni á skömmum tíma. Í því felst einnig áhætta þar sem stjórnmálamönn- um hættir til að horfa á skipulagðar lausnir sem snúast um einstakar atvinnugreinar sem björgina. Sagan af fiskeldi á Íslandi er dæmi um þetta. Sérstaklega er mikil hætta á slíkum lausnum í því umhverfi sem ríkir núna þar sem pólitísk rétthugsun er að vantreysta sköp- unarkrafti frumkvöðla og treysta frekar á skipulagða miðstýringu. Sagan hefur hins vegar kennt okkur að það er ekki farsæl hugmyndafræði. Betri lausn væri að virkja frumkvöðlaandann, að skapa aðstæður þar sem eftirsóknarvert er að búa til ný fyrirtæki og gera þeim kleift að vaxa og dafna. Ísland er lítill markaður sem gerir það að verkum að fyrirtæki sem eiga að vaxa þurfa fljótlega að horfa út fyrir landsteinana. Það er mikilvægt vegna þess að Íslendingar þurfa að skapa miklar gjaldeyris- tekjur til að mæta þeim innflutningi sem tryggir æskileg lífsskilyrði á Íslandi. Þau fyrirtæki sem verða til á Íslandi þurfa þess vegna að hugsa út fyrir Ísland. Hins vegar er ekki þar með sagt að hin klassíska íslen- ska þröngsýni og smákóngaháttur eigi að ríkja eftir sem áður, þar sem hættir til að fyrirtækið snúist um frumkvöðulinn frekar en frumkvöð- ullinn um fyrirtækið. Það er þröngsýni að halda að Íslendingar geti sigrað heiminn enda er engin þörf á því lengur í heimi þar sem samfélag ólíkra þjóðar- brota er miklu nánara en áður með nýrri sam- skiptatækni. Íslendingar eiga að leita allra leiða til þess að byggja upp netverkið og fá samstarfs- aðila hvar sem er í heiminum til þess að hjálpa til við að gera fyrirtæki að veruleika og láta þau vaxa og dafna. Þrátt fyrir ímyndarbrest vegna undanfarinna ára eru mörg mjög áhugaverð erlend fyrirtæki og fjárfestar tilbúnir að koma til Íslands og taka þátt í endurreisninni. Smæð íslenska markaðarins, nýjungagirni Íslendinga og tæknistig hér á landi gerir Ísland áhugavert fyrir ný fyrirtæki. Hér ætti að vera hægt að skapa mörg áhugaverð fyrirtæki sem væri hægt að þróa og prófa hérlendis áður en þau yrðu sett á flugbrautina. Markmiðið ætti að vera að draga til landsins erlenda frumkvöðla, rannsóknarstofnanir, framsækin stórfyrirtæki og mark- aðsfyrirtæki sem myndu nýta Ísland til þess að þróa nýjar viðskipta- hugmyndir. Ísland gæti orðið skotpallur slíkra hugmynda. sprotA- stökk- pAllurinn Þrátt fyrir ímyndarbrest vegna undanfar- inna ára eru mörg mjög áhugaverð erlend fyrirtæki og fjárfestar tilbúnir að koma til Íslands og taka þátt í endurreisninni. Sérstaklega er mikil hætta á slíkum lausnum í því umhverfi sem ríkir núna þar sem pólitísk rétthugsun er að van- treysta sköpunarkrafti frumkvöðla og treysta frekar á skipu- lagða miðstýringu. Sprotaskotpallurinn. Markmiðið ætti að vera að draga til landsins erlenda frumkvöðla, rannsóknarstofnanir, framsækin stórfyrirtæki og markaðsfyrirtæki sem myndu nýta Ísland til þess að þróa nýjar viðskiptahugmyndir. Ísland gæti orðið skotpallur slíkra hugmynda. texti: dr. eyþór ívar jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.