Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 85

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 85
Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sér- hæfir sig á sviði vinnuverndar, heilsuverndar og heilsueflingar. Þjónusta Vinnuverndar miðar að því að aðstoða fyrirtæki og starfs- menn þeirra við að bæta öryggi, líðan og heilsufar á vinnustað og draga meðal annars á þann hátt úr fjarvistum. Framkvæmda- stjóri Vinnuverndar er Valgeir Sigurðsson. „Tólf til fjórtán manna teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, sál- fræðinga, lýðheilsufræðings og vinnuvist- fræðings sinnir fjölbreyttum verkefnum Vinnuverndar,“ segir Valgeir. „Sem dæmi um þjónustuþætti má nefna trúnaðarlækn- isþjónustu, úttektir á vinnuaðstæðum, vinnuvistfræðilega ráðgjöf, heilsufarsmæl- ingar og heilsufarsmat, áhættumat, vinnu við eineltismál, áfallahjálp, ýmiss konar fræðslu, námskeið og margt fleira. Einnig hafa sérfræðingar Vinnuverndar aðstoðað fjölmörg fyrirtæki við að skipuleggja heilsu- eflingu til lengri tíma. Auk þess rekum við sérhæfða einingu sem heitir Ferðavernd. Þar er veitt heilbrigð- isráðgjöf og framkvæmdar bólusetningar í tengslum við ferðalög. Þjónustan nýtist einstaklingum, starfsmönnum fyrirtækja og ýmiss konar hópum. Nú þegar fólk er að velja áfangastaði þar sem verðlag er lágt kallar það enn frekar á bólusetningar.“ Aldrei mikilvægara Það er mat Valgeirs og starfsmanna Vinnu- verndar að líklega hafi aldrei verið mik- ilvægara en nú að fyrirtæki sinni vinnu- og heilsuverndarstarfi. Starfsfólkið sé mesta auðlind fyrirtækja og segja megi að það sé lykilatriði að hlúa vel að því við uppbygg- ingarstarfið sem framundan er. „Vinnuverndarstarfið er líklega ódýrasta ráðgjafarþjónusta sem völ er á. Það hefur margvíslegan ávinning í för með sér og hægt er að gera býsna margt fyrir lítið fjármagn. Verkefni sem ná beint til starfsmanna og eru sýnileg á vinnustaðnum eru mjög mikilvæg um þessar mundir. Það skiptir því miklu máli að færa vinnuverndarstarfið enn framar í forgangsröðina.“ Hvað er framundan? Valgeir bætir við: „Framundan eru inflú- ensubólusetningar á vinnustöðum sem við höfum sinnt um nokkurt skeið. Mjög þægi- legt er fyrir fyrirtæki að fá þessa þjónustu til sín í stað þess að hver starfsmaður sæki þjónustuna út fyrir vinnustaðinn. Við höfum einnig mikið sinnt heilsufars- mælingum á vinnustöðum og er alla jafna mikil aðsókn í þá þjónustu á þessum árs- tíma, enda hefur hún gefið góða raun. Hún veitir gagnlegar upplýsingar fyrir starfsmenn en skapar auk þess ákveðið aðhald og hvetur fólk til ábyrgðar og aðgerða varðandi eigin heilsu.“ Í lokin segir Valgeir Sigurðsson fram- kvæmdastjóri: „Mikilvægt er fyrir atvinnu- lífið að til sé fyrirtæki hér á landi líkt og Vinnuvernd enda eru áþekk fyrirtæki til víð- ast hvar. Og þó ástandið sé ekki nægjanlega gott í samfélaginu þá er bjart framundan og Vinnuvernd er að stækka og eflast. Það ger- ist hægar en áður en gerist samt!“ haustið er tíminn Vinnuvernd Vinnuverndarstarf líklega ódýrasta ráðgjafaþjónustan Valgeir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuverndar. F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.