Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 67

Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 67 að þjóna einhverju þeirra lögmætu mark- miða sem eru sérstaklega tilgreind í ákvæð- inu og auk þess að vera nauðsynleg og sam- rýmast lýðræðishefðum. Hinar lögbundnu takmarkanir þurfa því að vera nauðsynlegar í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. Að grunni til eru auglýsingar ekki frá- brugðnar annarri tjáningu, en þar sem áhrif þeirra varða fjárhag fólks má gera ráð fyrir að tjáning í auglýsingum sé takmörkuð meira en önnur tjáning. Byggist það aðallega á því sjónarmiði að fólk verður ekki hindrað í tján- ingu skoðunar sinnar, þó sannleiksgildið sé rýrt, ólíkt því sem eðlilegt er að ætlast til í auglýsingum á grundvelli áðurnefndra vernd- armarkmiða og að teknu tilliti til reglna um góða viðskiptahætti. Takmarkanir á tjáningu auglýsinga er að finna í ýmsum lögum. Löggjöfinni er ýmist ætlað að banna umfjöllun, eins og gildir um tóbak, eða takmarka, þannig að umfjöllun á ákveðnum sviðum eða á ákveðinn hátt er takmörkuð, eins og gildir um áfengi og lyf. Að lokum má nefna takmarkanir sem hvað styst ganga en eru jafnframt þær sem oftast þarf að taka tillit til: Takmarkanir á framsetn- ingu auglýsinga. Hér undir falla til dæmis ákvæði nýrra laga um eftirlit með órétt- mætum viðskiptaháttum, ákvæði útvarps- laga um auglýsingar og önnur ákvæði sem snúa að neytendavernd. Löggjöfin er almennt nokkuð skýr um þetta efni en engu að síður hefur talsvert borið á því undanfarin misseri að aug- lýsendur leiti á grátt svæði. Sem dæmi um það má nefna að birtar hafa verið umdeildar auglýsingar sem hefur verið reynt að fella undir lögin með „tæknilegum“ aðferðum, svo sem auglýsingar um bjór undir nafni léttbjórs. Grátt svæði? Erfitt er að henda reiður á hugtakinu grátt svæði. Jafnvel er spurning hvort um eigin- legt hugtak sé að ræða, heldur óljósa hug- mynd eða orðalag, sem notað er um tjáningu sem hvorki er hægt að segja að sé siðferði- lega rétt eða siðferðilega röng vegna þess hversu flókin eða aðstæðubundin tjáningin er. Jafnframt er sagt að tjáning sé lagalega á gráu svæði þegar lögin eru óskýr auk þess sem grátt svæði sé nátengt þolmörkum þjóð- félagsins. Löghlýðni ræðst meðal annars af samræmi lagafyrirmæla við sið- ferðisvitund, þarfir og lífsstíl fólks. Leggja þarf því mat á hversu siðleg tjáning er, meta siðmæti hennar, auk lögmætis. Með mynd- rænni fram- se tn ingu þar sem lög- mæti og siðmæti eru sett hvort á sinn ásinn, kemur í ljós að tjáning í auglýsingum skipt- ist í fjóra flokka (sbr. mynd hér til hliðar). Það telst því til grás svæðis þar sem ekki fer saman lögmæti og siðmæti, þar sem hegðun er ýmist lögleg en siðlaus eða ólögleg en siðleg. Ýmsar ástæður eru fyrir því að gildandi löggjöf og siðferðisvitund þróast í gagn- stæðar áttir. Þá getur komið upp sú staða að allir hætta að fylgja lögum - bæði borgarar og eftirlitsaðilar. Þannig geta auglýsingar sem eru á gráu svæði verið samþykktar af þjóðfélaginu, þrátt fyrir að brjóta gildandi löggjöf. Það er nokkuð algengt að birtar séu aug- lýsingar á gráu svæði, þar sem dansað er með lagni á línunni en ítrekað stigið niður röngu megin, hvort sem það er viljandi eða óviljandi. Oftar en ekki fá auglýsingar þessar sérstaka athygli og fjölmiðlaumræðu þar sem fulltrúar auglýsanda og/eða framleið- anda fá tækifæri til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. Þar með fær varan, aug- lýsingin, auglýsandinn og framleiðandinn aukna athygli að kostnaðarlausu. Spyrja má hvort leikurinn sé stundum til þess gerður, því reynslan sýnir að yfirleitt sleppa aðilar létt frá slíkum dansi. Takmarkanir á tjáningu auglýsinga er að finna í ýmsum lögum. Löggjöfinni er ýmist ætlað að banna umfjöllun, eins og gildir um tóbak, eða takmarka, þannig að umfjöllun á ákveðnum sviðum eða á ákveðinn hátt er tak- mörkuð, eins og gildir um áfengi og lyf. HVAÐ MÁ AUGLÝSA? A U G L Ý S I N G A R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.