Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 74

Frjáls verslun - 01.02.2006, Side 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 6 Eftir viðtalið er æskilegt að fólk fái frí það sem eftir er dags. Tímasetningu þarf að gaum- gæfa vel og ekki á að reka fólk á tímamótum í lífi þess eða í tengslum við frídaga. eða annarra, til að koma í veg fyrir „kjafta- sögur“. Helst þarf að tala við hvern og einn starfsmann ef kostur er á og þakka fyrir vel unnin störf - ef það á við. Einnig þarf að til- kynna skriflega hvað fyrirtækið hyggist fyrir og muni gera í framhaldinu. Uppsagnarviðtöl Uppsagnarfundurinn sjálfur þarf ekki að vera lengri en 15 - 20 mínútur, þó er mikilvægt að gefa uppsagn- arfundum þann tíma sem þörf er á, leyfa starfsmönnum að koma með spurningar án þess þó að leyfa of miklar umræður eða útskýringar. Í uppsagnarviðtölum skal gæta fyllstu nærgætni án þess að gefa tilfinningum lausan tauminn. Vera eins skýr í máli og hægt er, halda stillingu sinni og ekki blanda persónulegum málum inn í viðtalið. Ekki skyldi fegra tíðindin með málskrúði eða réttlætingum, heldur er nauðsynlegt að koma sér beint að efninu. Viðtalið þarf ekki að vera langt en gefa skal starfsmönnum tíma. Ef til vill er nauðsynlegt að hafa pappírsþurrkur innan seilingar, ef starfsmenn skyldu taka uppsagnartíðindunum mjög illa. Miðvikudagar og fimmtudagar henta vel Eftir viðtalið er æski- legt að fólk fái frí það sem eftir er dags. Tímasetningu þarf að gaumgæfa vel og ekki á að reka fólk á tímamótum í lífi þess eða í tengslum við frídaga. Miðvikudagar eða fimmtudagar virðast henta vel fyrir uppsagnarviðtöl, og æskilegt er að gefa fólki frjálst val um það hvort það komi daginn eftir og gangi frá sínum málum eða fái frí fram yfir helgi. Það veitir starfsmönnum einnig tíma til að leita sér strax að nýju starfi.Sumir telja reyndar að föstudagar séu ekki síðri dagar og fólk hafi þá helgi til að jafna sig. Hver og einn verður að velja þann dag sem hann telur að komi hagsmunum starfsmanna og fyrirtækisins best. Hlutverk starfsmannastjóra við uppsagnir Hlutverk starfsmannastjóra við uppsagnir er að skipuleggja þær, sjá til þess að farið sé eftir öllum lagalegum formsatriðum, en viðtölin sjálf ættu að vera á hendi yfirmanna starfsmanna, - maður á mann. Ef starfsmannastjórar telja að næsti yfirmaður muni ekki standa faglega og rétt að uppsögnum gætu þeir þurft að vera viðstaddir. Starfsmannastjórar eiga að koma á framfæri upplýsingum og halda fólki vel upplýstu. Þeir eiga að sjá um að skipuleggja loka- uppgjör þeirra sem sagt er upp, sjá til þess að fólk haldi sínum rétt- indum og nægilegum uppsagnarfresti og jafnvel aðstoði við starfs- leit eða hvert fólk geti snúið sér í framhaldinu við næstu skref. Frammistöðuvandamál Ef um frammistöðuvandamál er að ræða þá ættu starfsmenn að hafa fengið skýr skilaboð í frammistöðu- mati eða starfsmannasamtölum um að þeir verði að breyta sínum vinnubrögðum, ella þurfi að grípa til ráðstafana. Uppsagnir vegna lélegrar frammistöðu skyldu ekki koma fólki á óvart. Starfsmannahandbækur fyrirtækja skyldu einnig kveða skýrt á um alla óáæskilega hegðun sem ekki er leyfð innan fyrirtækis og slíka handbók þarf að kynna vel fyrir öllum starfs- mönnum við byrjun starfs. Lok starfa Ef unnt er, þá reynist fjárhagslega best að leyfa starfs- manni að hætta strax og borga honum sinn lögbundna uppsagnarfrest. Framleiðni starfsmanns sem starfar í uppsagnarfresti sínum verður aldrei mikil og hætta er á að hann dreifi neikvæðum straumum í kringum sig. Ef nauðsynlegt reynist, öryggis vegna, að slökkva á öllum aðgangi að gögnum skal gera það strax en annars skal veita starfsmanni ráðrúm til að ganga frá sínum málum. Einnig skal veita starfsmönnum sem hætta, tækifæri á að kveðja samstarfsmenn og jafnvel vini innan fyrirtæk- isins. Þessi ráð geta stjórnendur haft til hliðsjónar þegar uppsagnir eru yfirvofandi en hafa skal í huga að hvert uppsagnarferli er einstakt á sinn hátt og það sem einum stjórnanda reynist vel getur ef til vill átt síður við hjá öðrum stjórnanda. RANNSÓKN SIGRÚNAR Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig íslenskir stjórnendur standa að uppsögnum og hvaða aðferðir þeir nota við slíkar aðstæður við val á því fólki sem segja þarf upp. Einnig var skoðað hvort kyn eða aldur fólks hafi áhrif þegar um uppsagnir er að ræða og hvort smæð Íslands hafi sömuleiðis ein- hver áhrif. Viðtöl við 14 íslenska stjórn- endur, 7 karla og 7 konur, voru tekin í október og nóvember 2005 á almenna vinnumarkaðinum hér á landi. Ætlunin var að fá frekari innsýn í upplifun íslenskra stjórnenda á uppsagnarferlinu. GÁTLISTI STJÓRNANDANS VARÐANDI UNDIRBÚNING UPPSAGNA • Liggja fyrir áætlanir um það hve mörgum á að segja upp? • Hafa lagaleg atriði verið skoðuð varðandi uppsagnirnar? • Hefur verið haft samband við stéttarfélög? • Hefur stund og staður uppsagnarinnar verið valin? • Hefur verið undirbúið hvað segja á í uppsagnarviðtalinu? • Er uppsagnarbréf tilbúið? • Hefur lokauppgjör við starfsmann verið undirbúið? • Hefur verið haft samband við ráðningarstofu og/eða ráðgjafa? • Ef um hópuppsögn er að ræða, vita starfsmenn að uppsagnir standa til?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.