Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 63
TÍMABIT MÁLS OG MENXIXGAR 149 komið er skaplyndi kvenna þeirra, sem í dag lifa í landinu. Eru það virkilega afkvæmi Ólafar og Þórunnar, sem á kvöldi hverju snúast í dansi með mönnum, er beitt Iiafa land vort ofbeldi, skemmta sér glaðar við vikivaka- lög og Hruna-danshætti, eða þjóta með ástleitnum dát- um út um hvippinn og hvappinn til lostabragða, sem í þjóðsögum vorum eru kennd við Jörfa? Og er það hugsanlegt, að þess liáttar athæfi eigi sér stað, án þess að íslenzkar konur hefjist handa til mótmæla og af- stýringar þeim læðuhætti íslenzkra daðursdrósa, þeirri smán og forsmán, sem er orðið daglegt brauð i iandi voru í sambandi við setuliðið? Táp og þrek íslenzkra manna og þá ekki síður kvenna, skap þeirra eða skapleysi -— á það mun verða reynt svo um munar á komandi tímum, á því veltur um framtíð lands vors, framtíð þjóðar vorrar. í margar raunir hefur islenzka þjóðin ratað, og má þó óttast, að nú fyrst standi eldraunin fyrir dyrum. Minnast megum vér i dag fornra glappaskota. Fagurt var mælt, þá er Gamli sáttmáli var á döfinni, það vantaði ekki heillavænleg lieit, en raunin varð önnur. Örðugur varð oss Noregur og síðan Dan- mörk. Hversu mun Bretland reynast? Seinsótt hefur Ir- um orðið frelsið. Spyrjum Indland. Hverir erum vér, að oss muni hetur vegna? ★ Samt mun það þvkja sanngjarnt fyrst um sinn, því er a. m. k. lialdið að oss, að trúa hertökumönnunum til þess, að þeir hafi í hyggju að hverfa héðan aftur að stríði loknu. Þeir hétu því hátíðlega um leið og þeir tóku landið. En oss til lítillar hugarhægðar vill svo til, að þeir hétu sam- tímis jafn hátíðlega og eindregið liinu, að virða lands lög og rétt. Það heit sitt hafa þeir nú þegar virt að vett- ugi, þó að það vonandi sé orðum aukið, sem nú er almæli um viðskipti hervaldsins við lögregluna í höfuðstað lands vors.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.