Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 63
TÍMABIT MÁLS OG MENXIXGAR 149 komið er skaplyndi kvenna þeirra, sem í dag lifa í landinu. Eru það virkilega afkvæmi Ólafar og Þórunnar, sem á kvöldi hverju snúast í dansi með mönnum, er beitt Iiafa land vort ofbeldi, skemmta sér glaðar við vikivaka- lög og Hruna-danshætti, eða þjóta með ástleitnum dát- um út um hvippinn og hvappinn til lostabragða, sem í þjóðsögum vorum eru kennd við Jörfa? Og er það hugsanlegt, að þess liáttar athæfi eigi sér stað, án þess að íslenzkar konur hefjist handa til mótmæla og af- stýringar þeim læðuhætti íslenzkra daðursdrósa, þeirri smán og forsmán, sem er orðið daglegt brauð i iandi voru í sambandi við setuliðið? Táp og þrek íslenzkra manna og þá ekki síður kvenna, skap þeirra eða skapleysi -— á það mun verða reynt svo um munar á komandi tímum, á því veltur um framtíð lands vors, framtíð þjóðar vorrar. í margar raunir hefur islenzka þjóðin ratað, og má þó óttast, að nú fyrst standi eldraunin fyrir dyrum. Minnast megum vér i dag fornra glappaskota. Fagurt var mælt, þá er Gamli sáttmáli var á döfinni, það vantaði ekki heillavænleg lieit, en raunin varð önnur. Örðugur varð oss Noregur og síðan Dan- mörk. Hversu mun Bretland reynast? Seinsótt hefur Ir- um orðið frelsið. Spyrjum Indland. Hverir erum vér, að oss muni hetur vegna? ★ Samt mun það þvkja sanngjarnt fyrst um sinn, því er a. m. k. lialdið að oss, að trúa hertökumönnunum til þess, að þeir hafi í hyggju að hverfa héðan aftur að stríði loknu. Þeir hétu því hátíðlega um leið og þeir tóku landið. En oss til lítillar hugarhægðar vill svo til, að þeir hétu sam- tímis jafn hátíðlega og eindregið liinu, að virða lands lög og rétt. Það heit sitt hafa þeir nú þegar virt að vett- ugi, þó að það vonandi sé orðum aukið, sem nú er almæli um viðskipti hervaldsins við lögregluna í höfuðstað lands vors.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.