Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 85
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 171 ánægjulegu hlið lestursins við frásagnar hrynjandi þessarar „fjölbreyttu" sögu. Það þarf hug til þess að fylgjast með frá- sögninni um þetta litilfjörlega skáld, sem selur sjálfblekung- inn sinn undir nafnverði, en það þarf kannski enn þá meiri einlægni en almennum lesendum er ásköpuð til þess að viður- kenna hinn „einstæða stíl og einstæðu frásagnaraðferð“, sem höfundurinn hefur íklætt þessa sögu. Hd. St. Jóhann J. E. Kúld: Svífðu seglum þöndum. Bókaútgáfan Edda. Ak. 1940. Þetta er önnur bókin, sem komið hefur frá hendi þessa höf- undar, hin fyrri var íshafsæfintýri og vakti meiri eftirtekt á höfundinum en venja er til um fyrstu bók. Það var ekki um það deilt, að hér var á ferðinni höfundur, sem hafði þau tök á frásögn sinni, að nautn var að lesa. „Svífðu seglum þöndum“ er, eins og hin fyrri, samsafn af æfintýrum, er höfundurinn hefur sjálfur ratað i á sjóferðum sínuin og siglingum. Hann á engan sinn líka í hópi íslenzkra rithöfunda í þeirri list að segja þess háttar sögur. Þær eru stuttar og gagnorðar og þó .um leið lifandi og spennandi. í sambandi við ferðalögin koma lýsingar á mönnum, sem hann kynnist, og þær lýsingar vitna um skáld, sem getur sagt meira en allt, með því að segja mátulega mikið, ætla imyndunarafli lesandans ofurlítið rúm. Hraðinn í frásögninni er eins og sigl- ing í blásandi byr með seglum þöndum, smávegis slys verka eins og gusa framan i fílhraustan sjómann. Hvergi er tilgerð i stílnum, hvergi sjást merki sérstakra átaka við málvöndun, en þó er málið hið ánægjulegasta, hispurslaust alþýðumál, í fullkomnu samræmi við þá atburði, sem lýst er. „Ein í skyndi utsýn flýr, önnur myndin fæðist, — það er sigling í blásandi byr. Þessa stundina mokafli, næstu stundu atvinnuleysi í fjarlægu landi, þá slagsmál um borð upp á líf og dauða, og svo kyr- látar stundir, þar sem hásetarnir segja hver öðrum hetjusög- ur um niðurrifsmenn, sem ruddu um heilli hvalastasjón, og svo ástarsaga með sömu niðtírstöðu og Kamelíufrúin. Svo koma Iíka við söguna hvítur flóttamaður frá rauðu Rússlandi og rauð- ur flóttamaður frá hvítu Finnlandi, báðir jafnmikils virði fyrir eftirtekt höfundar, sama nautnin að segja sögu beggja. Jóhann fékk lítilsháttar rithöfundarstyrk í vetur. Hann ætti að fá nokkrum sinnum meira, hann er ekkert happdrætti leng- ur, enginn köttur keyptur í sekknum. En hann á ekki heldur að binda sig við þetta eina efni, sjóferðasögur af sjálfum sér, 12*

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.