Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Qupperneq 85
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 171 ánægjulegu hlið lestursins við frásagnar hrynjandi þessarar „fjölbreyttu" sögu. Það þarf hug til þess að fylgjast með frá- sögninni um þetta litilfjörlega skáld, sem selur sjálfblekung- inn sinn undir nafnverði, en það þarf kannski enn þá meiri einlægni en almennum lesendum er ásköpuð til þess að viður- kenna hinn „einstæða stíl og einstæðu frásagnaraðferð“, sem höfundurinn hefur íklætt þessa sögu. Hd. St. Jóhann J. E. Kúld: Svífðu seglum þöndum. Bókaútgáfan Edda. Ak. 1940. Þetta er önnur bókin, sem komið hefur frá hendi þessa höf- undar, hin fyrri var íshafsæfintýri og vakti meiri eftirtekt á höfundinum en venja er til um fyrstu bók. Það var ekki um það deilt, að hér var á ferðinni höfundur, sem hafði þau tök á frásögn sinni, að nautn var að lesa. „Svífðu seglum þöndum“ er, eins og hin fyrri, samsafn af æfintýrum, er höfundurinn hefur sjálfur ratað i á sjóferðum sínuin og siglingum. Hann á engan sinn líka í hópi íslenzkra rithöfunda í þeirri list að segja þess háttar sögur. Þær eru stuttar og gagnorðar og þó .um leið lifandi og spennandi. í sambandi við ferðalögin koma lýsingar á mönnum, sem hann kynnist, og þær lýsingar vitna um skáld, sem getur sagt meira en allt, með því að segja mátulega mikið, ætla imyndunarafli lesandans ofurlítið rúm. Hraðinn í frásögninni er eins og sigl- ing í blásandi byr með seglum þöndum, smávegis slys verka eins og gusa framan i fílhraustan sjómann. Hvergi er tilgerð i stílnum, hvergi sjást merki sérstakra átaka við málvöndun, en þó er málið hið ánægjulegasta, hispurslaust alþýðumál, í fullkomnu samræmi við þá atburði, sem lýst er. „Ein í skyndi utsýn flýr, önnur myndin fæðist, — það er sigling í blásandi byr. Þessa stundina mokafli, næstu stundu atvinnuleysi í fjarlægu landi, þá slagsmál um borð upp á líf og dauða, og svo kyr- látar stundir, þar sem hásetarnir segja hver öðrum hetjusög- ur um niðurrifsmenn, sem ruddu um heilli hvalastasjón, og svo ástarsaga með sömu niðtírstöðu og Kamelíufrúin. Svo koma Iíka við söguna hvítur flóttamaður frá rauðu Rússlandi og rauð- ur flóttamaður frá hvítu Finnlandi, báðir jafnmikils virði fyrir eftirtekt höfundar, sama nautnin að segja sögu beggja. Jóhann fékk lítilsháttar rithöfundarstyrk í vetur. Hann ætti að fá nokkrum sinnum meira, hann er ekkert happdrætti leng- ur, enginn köttur keyptur í sekknum. En hann á ekki heldur að binda sig við þetta eina efni, sjóferðasögur af sjálfum sér, 12*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.