Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.08.1940, Page 94
180 TÍMARIT MÁLS OC. MENXINGAII orðin. Nú getur hver okkar skilið, að ekkert verk væri hægt á þessum tíma að gefa þjóðinni jafn verðmætt og Arf íslend- inga. Nú getum við fagnað því, að eiga ritstjórn þess i hönd- um Sigurðar Nordals. Okkur er því ekkert jafn mikið kapps- mál og að koma þessu verki út jafn glæsilegu og við ráðgerð- um upphaflega. Við lítuni á útgáfu þess sem hið mikla sögulega afrek, sem félag okkar er kjörið til að vinna næstu árin í þágu allrar þjóðarinnar. Frá upphafi lief ég trúað á þessa útgáfu, cins og ég trúi á sjálfa lieiil íslenzku þjóðarinnar. Mér urðu einu sinni þau stóru orð á munni, þegar ráðist var á félagið í tilefni að þessari útgáfu, að við myndum setja himin og jörð á hræringu til þess að koma út Arfi íslendinga. Álér finnst nú ekki fjarri þvi, að við höfum orðið að gera það. Við höfum sætt ósvifnum árásum heima fyrir, og þar á ofan grípur inn í heims- styrjöld með óvæntustu atburðum. í Svíþjóð jiótti mér í svip óvænlega horfa. En ég hugsaði sem svo: hvað gagnar að taka sér stór orð í munn og láta síðan ómerkilega styrjöld kyrrsetja sig í framandi landi, eða gefast upp við pappírskaup, þótt eitt land lokist. Og innan stundar funaði upp aftur í brjóstinu trúin á útgáfu þessa verks og ég vildi ekki eiga að neita því, að það hafi verið hún, sem bar mig heim. Og við getum fullvissað ykkur um það, að Arfur íslendinga mun koma út á rétt- um tíma, þrátt fyrir allt, sem á gengur. Það eru reyndar engin líkindi til, að pappírinn, sem pantaður var i Svíþjóð og koma átti í tveimur sendingum, sú fyrri 20. apríl, sú s'einni í septem- her, muni komast hingað i tæka tíð, en i stað þess hefur hann verið pantaður frá Ameriku, og er fyrsta sendingin á leiðinni til landsins. Við s'jáum enga ástæðu til að óttast, að áætlun okkar um útgáfuna þurfi að raskast, þrátt fyrir hina miklu dýrtíð. Við gerðum upphaflega ráð fyrir hækkandi pappirsverði og áætlun okkar stenzt þar enn. En nú er komið að tvennu i einu, bæði að greiða pappírinn og eins talsvert af ritlaunun- um. Það er ekki einu sinni heilt ár til stefnu, þangað til byrj- að verður að prenta a. m. k fyrsta bindið. Undirbúningi af liálfu ritstjórnarinnar miðar vel áfram. Undirtektir félagsmanna hafa verið frábærlega góðar. Samt er hér eins og oft vill verða um framtíðarverk: mönnum finnst nógur tími til stefnu. Allt of margir félagsmenn hafa dregið að greiða tillög sin, sumir hafa ef til vill óttast, að útgáfan myndi tefjast. Nú komum við til ykkar og segjum: útgáfan getur komið á réttum tíma, röðin er lcomin að ykkur. Vegna pappírs'kaupanna þurfum við að fá greidd- ar a.m.k. 10 krónur, tillögin fyrir 1939 og 1940, frá hverjum fé- lagsmanni, helzt ekki síðar en 1. okt. næstk. Jafnframt nrinnum

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.