Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 7
TIMARIT MÁLS OG MENNINGAR RITSTJÓRI: KRISTINN E. ANDRÉSSON 1941 • JAN.-APRÍL • I. HEFTI MYNDLISTAMENN KÆRA MENNTAMÁLARÁÐ FYRIR AL- I>INGI. Mikil hljóta að vera vonbrigði þeirra manna, er á sín- um tíma kunna að hafa gert sér vonir um, að með stofnun Menn- ingarsjóðs og Menntamálaráðs yrði ráðin einhver bót á hagsmuna- málum íslenzkra listamanna. Svo heimskt og afturhaldssamt sem Alþingi löngum þótti í menningarmálum, hefur mjög skipt um til liins verra með nefnd þeirri, er skipar Menntamálaráð. Fyrir tveimur árum var hún þegar orðin svo illa þokkuð af störfum sínum, að það var þvert ofan í óskir allra málsmetandi rithöf- unda og annarra, sem hlut áttu að máli, að Alþingi afsalaði sér í hendur hennar veitingavaldi yfir öllu fé, sem veitt er árlega á fjárlögum til vísindamanna, skálda og listamanna. Og meðferð nefndarinnar á þessu valdi, útbýtingu styrkjanna, og framkoma hennar gagnvart rithöfundum þjóðarinnar í því sambandi vakti slíkt lineyksli, strax fyrsta árið, að nokkrir helztu forverðir menn- ingarmála sendu Alþingi skjal með kurteislegri beiðni um, að það tæki aftur að sér veitingu skáldastyrkjanna. Allt þetta mál er löngu orðið landfrægt. En nú hefur Alþingi enn borizt kæra, í þetla sinn frá mynd- listamönnum. Hafa þeir enn lengur verið háðir hinni duttlunga- fullu forsjón Menntamálaráðs heldur en skáhlin, og liafa unað henni hið versta alla tíð. Óskir þeirra hafa aldrei verið virtar að neinu, kaup á listaverkum þeirra, sem nefndin annast, hafa verið gerð af handahófi, og verkin sjálf verið látin liggja i óhirðu, dreifð út um allar jarðir. Fer hér á éftir kafli .úr ávarpi þeirra til Alþingis: „Fyrir ekki allmörgum árum var stofnað hér menntamálaráð, sem hafa átti umsjón með menningarmálum þjóðarinnar. Hvað myndlist viðkemur er það verk þess að úthluta styrkjum til myndlistamanna, og að kaupa myndir, sem hengja á upp i vænt- anlegu listasafni islenzka rikisins. Eins og gefur að skilja er það

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.