Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 9
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 3 um skreytingu opinberra bygginga, og hafi hann jafnframt aðal- umsjón listasafnsins. Trúlegast er, að Alþingi þori engu að sinna kröfum þeirra. Menntamálaráð hefur svarað á þann eina hátt, sem þvi er eiginlegur, er það talar við skjólstæðinga sína, listamenn- ina: í hrokafullum hótunartón, en samt birtir nú nefndin i fyrsta skipti skrá yfir listaverkakaup Menningarsjóðs þau 13 ár, sem hann hefur starfað. Skýrslan sýnir, að af heildartekjum listdeild- ar Menningarsjóðs, kr. 206.812,00 (að frádregnum greiðslum, á- kveðnum með sérstökum lögum), kemur rúmur jiriðjungur, kr. 71.900,00, hvergi fram (eins og myndlistamenn sýna fram á í svari til Menntamálaráðs, Mbl. 22. maí s.l.). Svo efnilega er þá ástatt i þessum málum, að listamenn eiga i sifelldum erjum við þá stofnun, sem öðrum fremur er til þess kjörin að bera hag þeirra fyrir brjósti, Menntamálaráð leggur ýmsa helztu listamennina í einelti og leitar uppi tækifæri til jiess að gera þeim opinbera smán, en þeir vilja hins vegar hvorki heyra né sjá nefndina, og hefur a. m. k. einn stærsti rithöfund- urinn neitað algerlega að þiggja nokkurn styrk jiaðan. Þegar listamenn síðan leita réttar síns hjá Aljiingi, mæta raddir þeirra heyrnardaufum eyrum handjárnaðra þingmanna, sem þora sig hvergi að hræra i böndum flokksagans, og eiga vafalaust sjálf- ir mjög sljóa tilfinningu fyrir bókmenntum og listum. Er háðu- legt að sjá hina sömu alþingismenn, sem traðka á vilja lista- manna og rithöfunda, semja hátiðlegar yfirlýsingar í sjálfstæðis- málum jijóðarinnar, vitandi það, að einmitt bókmenntirnar og listirnar eru jiað eina, sem heldur uppi virðingu sjálfstæðis henn- ar út á við. Ætti þeim a. m. k. að vera kunn sú viðurkenning, er Englendingar létu uppi 1. des. s.l., er þeir lýstu yfir því„ að: vegna fornra og nýrra bókmennta lijóðarinnar hæri að virða tilverurétt hennar og sjálfstæði. Það jiarf ekki heldur neinna nýrra staðfestinga á þvi, að ef við værum ekki fræg bókmennta- jijóð að fornu og nýju, fræg gegnum forna rithöfunda og nýja listamenn og rithöfunda, einmitt þá sömu, sem Menntamálaráð, kosið af Alþingi, ofsækir mest og vanvirðir, myndi sjálfstæði jijóðarinnar einskis virt á neinum stað. Er jiað smán mikil fyr- ir Alþingi, og alla þjóðina, að það skuli velja gersamlega óhæfa menn, jafnvel að sannfæringu þingmanna sjálfra, til þess að fara með æðsta vald yfir málefnum listamanna og rithöfunda þjóðarinnar, og auka jafnvel valdsvið þeirra við hver ný afglöp. Mótmæli og kröfur listamannanna munu ekki þagna, h’vaða of- heldi sem þeir kunna að verða beittir, fyrr en þeir, sem nú sitja í Menntamálaráði, verða sviptir starfi sinu og það fengið í hend-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.