Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 10
4
TÍMARIT MÁLS OC. MENNINGAR
ur mönnum, sem eru stuðningsmenn, en ekki ofsækjendur lista-
manna í landinu. Kr. E,- A.
*
SÉRSTÆÐ ÚTVARPSSTARFSEMI. Hér i Tímaritinu var áð-
ur vikið á, að islenzka útvarpið hafi að ýmsu leyti sérstöðu
meðal útvarpsstöðva heimsins. Til dæmis getur maður hlustað
á útvarpsstöðvar allra annarra þjóða á hverju kvöldi ár eftir
ár, án þess fyrir komi, að útvarpsþulur nokkurs lands heyrist
hósta eða ræskja sig inn í hljóðnemann. Hins vegar fá íslenzku
fréttaþulirnir venjulega fleiri eða færri hóstaflog i hljóðnem-
ann á degi hverjum, samfara þrálátum hrákaræskingum. Þessi
óskemmtun er látin dynja yfir þúsundir heimila ár eftir ár,
helzt á þeim tímum, er landsfólkið situr að snæðingi. En það
er ekki til svo auvirðilegt kropphljóð, að það eignist ekki sinn
málsvara í dagblöðum vorum, enda mátti ekki alls fyrir löngu
lesa í einu dagblaðinu grein, bersýnilega samda af einhverjum
vandamanni útvarpsins, þar sem þvi var haldið fram, að hósti
og ræskingar islenzka ríkisútvarpsins séu betri skemmtun og
meiri siðmenningarvottur en danshljómsveitir erlendra útvarps-
slöðva. Á þessu stigi er sem sagt smckkurinn i kringum út-
varp okkar íslendinga. En úr þvi við erum alveg sérstaklega
stoltir af okkar útvarpi vegna þessa fina kropphljóðs, hvað ætti
þá að vera þvi til fyrirstöðu að breyta um nafn á þessari sér-
kennilegu menningarstofnun og nefna hana t. d. „Hósta- og ræsk-
ingastassjón íslenzka ríkisins (á ensku: „The Icelandic Cough
& Throatclearing Station").
Að þessu sinni skal vikið að öðru atriði, þar sem islenzka
útvarpið gerir sig frægt að einsdæmum: Nefnd sú, útvarpsráð-
ið, sem á að kjósa útvarpinu skemmtikrafta og fræðslu, virðist
misskilja hlutverk sitt á þann liátt að halda, að hún sé einhvers
konar fastráðinn skemmtiflokkur við útvarpið, ellegar nefndar-
menn imynda sér, að Rikisútvarpið sé fjölskylduútvarp þeirra.
Auðvitað liggur það í hlutarins eðli, að ekki kemur til greina,
að dagskrárráð útvarps samþykki sjálft sig né meðlimi sina,
hvorki sem fasta né lausa skemmtiliði við það útvarp, þar sem
það sjálft starfar sem dómari um annarra verk. Það hlýtur að
liggja í hlutarins eðli, að ráðið er sem dómnefnd gert óhæft (dis-
kvalfisérað) til að koma fram fyrir hljóðnemann, nema það hafi
sem opinber aðili einhver embættistiðindi að færa fyrir hönd stofn-
unarinnar, gefa hlustendum opinberar skýrslur um starfsemina,
eða þess liáttar. Þvílikur misskilningur opinberrar nefndar, sem á
að vera dómnefnd um annarra verk, á hlutverki sinu, væri óhugs-
anleg í landi, þar sem menn hafa venjulegar hugmyndir um vel-