Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Page 15
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 9 Ak hraðar, þú sólguð! Á sigra komandi daga ég sé hvar blikar og skín. Úr fallinna borga virkjum og rjúkandi rústum berst reykelsisilmur til þín. Ak hraðar! Tak burtu minn draum. — Það er helsök að dreyma um dauðann í sigursins gný. Hvað gerist í síðasta sinni? Er nokkur sá heimur, er sekkur og finnst ekki á ný? Nú vek ég mér gleði af læging hlekkjaðra lýða og landanna eyðingar-reyk, — læt veiðidýr skóganna fylla af fögnuði hug minn með flótta síns yndisleik. — Sem hernumdar ambáttir öldur við skip mín stíga sinn auðmjúka, hrynjandi dans. Sem fjötraður óvinur stynur hið straumþunga úthaf við strendur míns auðuga lands. Ég, konungur Atlantis, sé á sögunnar himni hans sólskin og óveðrafar, sé nýtt verða gamalt, sé nætur og þrotlausa daga. — en nafn mitt er eldritað þar. Og ókomnar, ókunnar kynslóðir hefjast og hníga sem hafsog við fjörunnar sand. — En, Atlantis, þú ert hið eilífa drottnandi ríki, hið eilífa, volduga land.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.