Tímarit Máls og menningar - 01.04.1941, Side 17
HVONINNHJM 00 S'IVIV J,IHVIV}J.
11
við sjálft setuliðið liefur ekki heldur verið mikil á-
slæða til að kvarta, af hvorugra hálfu. Af hróðurlegum
velvildarhug til ensku þjóðarinnar hafa Islendingar
gengið jafnvel skör lengra en þjóðarmetnaður leyfði
til móts við erlent herlið í landinu.
En hvað sem líður allri samúð með málstað Breta,
hlýtur íslenzkur málstaður að sitja í fyrirrúmi á íslandi.
Afstaða okkar var frá upphafi skýr og augljós. Yið
liöfðum ekki gengizt undir neinar skuldhindingar við
Breta. Þeir voru liér í okkar landi. Sjálfstæðisréttur
þjóðarinnar, þings og stjórnar, hélt fullu gildi. Hverl
íslenzkt málgagn, hver islenzkur þegn hafði að sjálf-
sögðu fullt frelsi að íslenzkum lögum, jafnt eftir her-
námið sem áður. Friðsamleg umgengni við setuliðið var
liins vegar út frá íslenzku sjónarmiði hæði skynsam-
leg og æskileg, án þess þó, að ágengni og íhlutun af
liálfu þess jrrði í nokkurn stað látin óátalin. Skylda
okkar sem íslendinga var einmitt fyrst og fremst að
standa einarðlega á verði um það, að ekki væri gengið
á rélt þjóðarinnar, og alveg sérstaklega var það skylda
ríkisstjórnarinnar og opinherra málgagna i landinu.
Það lilaut að vera ófrávikjanleg grundvallarkrafa ís-
lenzku þjóðarinnar og íslenzku ríkisstjórnarinnar til
brezku herstjórnarinnar liér á landi, að hún liéldi orði
til orðs skuldbindingar sínar og gefin loforð um að
virða þjóðfélagsleg réttindi og lög íslands og þá sér-
staklega að láta íslenzka þegna njóta friðhelgis og ör-
yggis í þeirra eigin landi.
Á loforðum herstjórnarinnar hefur þegar orðið margs
konar misbrestur. Ég ræði hér ekki þau afskipti, sem
Bretar hafa af fjármálum, verzlun og atvinnulífi ís-
lendinga, ekki heldur þá geigvænlegu hættu, sem lands-
mönnum og þó einkum sjómannastéttinni er húin af
hernaðaraðgerðum hér á landi, þar sem siglingar til
Bretlands hafa þegar kostað fjölda íslenzkra sjómanna
lifið, er orðið hafa fyrir niðingslegum árásum hins